Síðasta bloggið :)

Jæja þá er komið að leikslokum hérna í London.  Hef tekið eftir og líka heyrt frá því hvað flestir öfunda mig af þessari lífsreynslu, enda tel ég mig frekar heppna að hafa fengið tækifæri til þess að gera þetta. Þessi lífreynsla er virkilega nauðsynleg fyrir alla. Þetta er eitthvað sem ég á aldrei eftir að sjá eftir og mæli hiklaust með þessu fyrir ykkur öll sem viljið breyta til í lífinu ykkar. Þetta er alls ekki spurning um að þora heldur bara að gera. Mér bauðst þetta ótrúlega tækifæri að flytja í stórborgina London, búa hjá yndislegri fjölskyldu og hugsa um 2 yndisleg börn sem ég á eftir að sakna hræðilega. Ég þakka Þuru endalaust fyrir það að hafa hringt í mig og sagt mér frá þessari fjölskyldu. Ég var nú á báðum áttum með þessa ákvörðun mína til að byrja með, hélt að ég myndi missa af svo miklu heima, myndi fá heimþrá og bara ekki meika þetta starf og þetta var allt bara svo rosalega óraunverulegt. Þetta var búið að vera draumurinn minn lengi og ég trúði ekki að hann væri að verða að veruleika. Það sem fékk mig til að kýla á þetta var eingöngu það að ég þráði ekkert heitar en að yfirgefa Hrísey, Akureyri og bara Ísland yfir höfuð, upplifa nýja hluti, kynnast sjálfri mér og verða sterkari og þroskaðari manneskja.

Auðvitað tók það mig smá tíma að venjast stórborgar lífinu, kannski ekki við öðru að búast af lítilli ungri stelpu frá Hrísey. Að sjálfsögðu var þetta menningarsjokk.  Ótrúlegt en satt varð ég svo eins og innfæddur Londonbúi eftir mánuð og lærði fljótt á lestarkerfið og strætókerfið. Kannski var það bara vegna þess að ég er talin hafa mikla aðlögunarhæfni og er fljót að læra undir pressu. Ég fann strax að þetta ætti eftir að verða yndislegur og lærdómsríkur tími og ég kæmi aldrei út úr þessu öðruvísi en bara í stórum plús.

Ég hef eignast frábærar vinkonur hérna úti og aldrei nokkrun tíman gat ég gert mér grein fyrir því að ég myndi kynnast nýju fólki sem gætu orðið svona náið mér á stuttum tíma. Elsku stelpurnar mínar hérna í London, Hulda, Elín og Linda eru orðnar einar af mínum bestu vinkonum og vona innilega að það eigi eftir að endast þrátt fyrir aðskilnað. Svo má ekki gleyma elskulega kærasta mínum  honum Daða sem mér tókst að finna hérna í London. Ég gæti ekki verið hamingjusamari með þetta allt saman.

Ég er búin að sjá og gera hluti sem hafa alltaf bara verið í draumum mínum en urðu loksins að veruleika. Það má allavega segja að ég sé búin að næra ævintýraþránna mína ágætlega á þessu eina ári og er tilbúin til þess að takast á við venjulegt líf á Íslandi svona allavega á meðan ég klára skólann. Ég held að ég sé búin að breytast frekar mikið, ég segi og geri hluti allt öðruvísi en áður, tek á vandamálum allt öðruvísi og viðhorf mitt til lífsins hefur breyst til hins betra.  Ég hef líka lært að ef það er eitthvað sem maður virkilega vill gera í lífinu þá er eina í stöðunni að einbeita sér að því að framkvæma þá og ekki bara tala um að vilja gera þessa hluti. Ég er ótrúlega ánægð með allt það sem ég hef gert hérna úti og yrðast einskis.

Þið eruð eflaust að hugsa núna að þetta hljómar alltof fullkomið og þetta geti bara ekki hafa alltaf verið svona frábært allan þennan tíma. Í heild sinni var þetta jú svona frábært en auðvitað komu slæmir tímar líka. Grasið er oft ekkert grænna hinum megin, þú getur ekki farið á neinn stað í heiminum án þess að þurfa takast á við einhver vandamál. Vandamálin koma við allstaðar og þú getur aldrei komið í veg fyrir að slíkt komi ekki fyrir. Auðvitað hefur verið leiðinlegt til lengdar að hafa haft svona mikinn tíma fyrir sjálfan mig, ekki þar fyrir utan þá var það augljóslega bara það sem ég þurfti á að halda. Þess vegna er ég orðin að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég hef til dæmis aldrei verið í eins góðu formi eins og ég er í dag og held að ég hafi bara aldrei litið betur út og liðið eins vel líkamlega og andlega eins og ég geri í dag. Ég hef kynnst sjálfri mér rosalega vel,  ég hef fyllst af sjálfstrausti og sjálfsöryggi, ég hef lært að elska sjálfan mig, ég hef lært að elska aðra, ég hef lært að bera virðingu fyrir mér og öðrum og ég hef lært að bera ábyrgð á 2 mikilvægum gullmolum sem eru mikilvægari en allt annað í lífinu.

Ekki má svo gleyma því að ég hef virkilega séð hverjir eru vinir mínir og hverjir ekki. Ég get ekki lýst því hversu glöð ég var þegar Heiðar, Þorri og Unnur komu í heimsókn til mín í lok júní. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að eiga svona frábæra vini sem gáfu sér tíma og söfnuðu sér smá pening bara til þess að koma og heimsækja mig, sjá hvernig lífið mitt væri hérna og njóta þess að eyða einni helgi með mér hérna.

Þura kom líka í heimsókn til mín í október og ákvað svo að slá til og taka fjölskyldunni sem ég fann fyrir hana og fórna nokkrum mánuðum heima á Íslandi til þess að búa  með mér í London frá febrúar til maí. Þetta verður tími sem ég mun ALDREI gleyma. 2 bestu vinkonur að búa saman í London, fórum í ógleymanlega ferð til Prag, fórum 2 sinnum til Coventry og gerðum allskonar skemmtilega hluti saman sem verða aldrei gleymdir.

Ég viðurkenni að síðustu vikurnar hérna í London  hafa verið mjööög erfiðar því ég er orðin svo spennt að komast heim og það virðist allt hafa verið ömögulegt hjá mér. En eins og þeir sem hafa lennt í því að fá smá heimþrá og spenntir að komast heim vita hvernig þessi tilfinning er.

Án ykkar allra hefði mér aldrei tekist þetta allt saman og takk fyrir að vera svona dugleg að fylgjast með mér. Þó kvittanirnar hafa ekki verið margar þá sá ég hversu margir voru að kíkja á síðuna mína og ég er rosalega glöð að sjá hvað það voru margir sem þóttu spennandi að lesa um lífið mitt hérna í London.

Takk fyrir allt saman elsku vinir og fjölskylda.
Læt fylgja hérna með blogginu nokkrar eftirminnilegar myndir frá London.

Ég og Sofia í ágúst.                                 Ég við Arsenal leikvaginn.  

Unnur kom í heimsókn í september. Hvernig get ég gleymt Luca haha

Ég og Linda mín ;*                Fyrsta djammið mitt með Huldu og Siggu.

Þura kom í heimsókn til mín í október    Ég fór til Oxford í nóvember og sá
og við fórum í heimsókn til Arons             Harry Potter matsalinn.
í Coventry.

Mamma kom í heimsókn í Desember.   Ég á afmælinu mínu í Janúar.

Ég og Sigtryggur afmælisbörn.        Elín, ég og Hulda :*

Oftar en ekki var ég eina ljóskan     Þura flutti út í febrúar og þarna erum við
í hópnum.                                          saman ásamt Sonju au-pair líka.

Eina myndin af mér úr Prag            Prag ferðinni verður seint gleymt.
ferðinni með Þuru.


Ég og Hulda á göngudeginum mikla.   Við, Þura og Sonja eyddum
Löbbuðum frá Covent Garden og að    páskahelginni í Coventry.
Angel Stasion.
Að sjálfsögðu var skellt sér á                             Ég og Joshua.
Coventry leik.

                 Fór í myndatöku hjá Face London.
Ég og Þura mín ;*                                  Ég með Elínu, Ástu, Þuru og Huldu.

             Allar stelpurnar saman komnar :*
Ég og Daði minn ;*                                     Árni og mamma komu í heimsókn.
Ég og Sofia mín!                                      Heiðar, Þorri og Unnur komu í heimsókn.
Við systur.                                                      Flottur hópur.


Andrea kveður í síðasta skiptið frá elsku Lundúnarborg.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Já tek þetta til mín, vissi eila ekki um bloggið þitt fyrr en bara um daginn :p En það kom aldrei annað til greina en að heimsækja þig, planið var nú að koma í vetur og taka leik en kannski ekki auðveldast í heimi fyrir skólamanninn að skella sér svona á miðri önn og ég stóð ekkert betur.. Get nú ekki sagt að ég sjái eftir að hafa breytt þessu í sumarferð, veðrið og ferðin í heild sinni var óaðfinnanleg! :D

Heiðar (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 21:45

2 identicon

Elsku Andrea, það er alltaf gaman að lesa færslurnar þínar!

Ég stend í stórri þakkarskuld við þig, því í gegnum bloggið þitt hef ég alltaf séð meir og meir hvað ég er heppin að hafa verið 'valin' til að taka við af þér. Öll svörin, ábendingarnar og upplýsingar sem þú hefur veitt mér munu hjálpa mér mikið.

Ég var komin á 'báðar áttir' með þessa ákvörðun mína, en þá tók ég mig til og renndi yfir færslurnar þínar og minnti sjálfa mig á að þetta væri langþráður draumur hjá mér, og draumar eru til þess að láta þá rætast.

Takk fyrir að leyfa mér að lesa, takk fyrir alla hjálpina og vonandi næ ég að hitta þig einhverntímann í London áður en ég fer heim næsta ár.

Njóttu seinustu daganna í Lundúnarborg, knús á þig!

Þóra Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 21:56

3 identicon

váá gæsahúð!

ótrúlega vel orðað hjá þér elsku Andrea, ótrúlegt hvað tíminn er búinn að vera fljótur að líða!

úff skil þig svo vel með spennuna að þetta sé að verða búið!

njóttu bara síðustu dagana og hlakka til að fá þig til Íslands:)

knús;*

Sonja Björg (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 22:04

4 identicon

Hæ hæ elsku frænka

frábært að sjá að þetta hafi verið ævintýri, það er hollt fyrir alla að fara erlendis og sjá hvernig það er að búa í öðru landi en Islandi.  Gaman að sjá hvernig þú ætlar að nýta þér þessa reynslu.  Eins og ég hef áður sagt þá öfunda ég þig ekkert smá , þetta er eitthváð sem ég hefði átt að gera heheeh.. Nú er bara koma sér heim klára skólan og fara svo út í Háskóla ekkert minna.........  Hlakka til að sjá þig

Koss og knús úr Hafnarfirði

Ella frænka (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 22:09

5 identicon

Hæ elsku BARNIÐ mitt.

það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þér þetta ár þú ert í rauninni orðin allt önnur manneskja sem ég hlakka líka til að kynnast uppá nýtt. Þú fórst út með galopinn huga og með miklar væntingar og kemur heim með heilan reynslubanka sem þú getur sótt í alla ævi og átt örugglega eftir að leggja meira inní hann  í framtíðinn því ég hef á tilfinngunni að þetta var bara fyrsta skrefið útí þennan stóra heim.Þú ert búin að standa þig ótrúlega vel.Hlakka til að knúsa þig á Íslandi 23 júlí.

Elska þig BARNIÐ mitt.

mamma (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 00:58

6 identicon

Frábær færsla, vel orðað og váááá hvað ég sakna London þegar ég les þetta !!!!

Hlakka svo mikið til að fá þig heim, trúi því varla hvað ég er búin að tala lítið við þig síðan ég kom heim, gleymdi meira að segja alltaf að senda þér pakkann sem eg lofaði þér!! Tíminn er gjörsamlega búinn að fljúga og alltíeinu ertu að koma heim!

Ég er svo þakklát fyrir þennann tíma sem við áttum saman úti, ógleymanlegt og æðislegt í alla staði! Við erum svo gott team saman :)

þú ert best:*

Þura Björg (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband