Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Vantar fleiri klukkutíma í sólarhringinn hjá mér.

Kæru lesendur.

Þið verðið bara fyrirgefa hvað ég hef verið léleg að blogga. Ég hef hér með ákveðið að blogga bara einu sinni í mánuði og koma frekar bara með langt blogg í staðinn fyrir lítil og ómerkileg blogg. Ekki það að það sé mikið eftir af dvöl minni hérna í Lundúnarborg en mér finnst þetta bara þægilegra.

Það fer að styttast í endalokin og ég á rooosalega erfitt með að sætta mig við það. Mér finnst eins og ég sé að fara í frí frá börnunum mínum.  Mér líður eins og verstu mömmu  sem finnst þurfa að gera lista fyrir nýju barnapíuna um hvað það er sem á að gera með börnunum klukkan hvað. Ég er búin að setja upp svo góða rútínu sem virðist ganga svona rosalega vel með krökkunum og þá sérstaklega Sofiu þar sem að ég er náttúrulega með hana allann daginn á fimmtudögum og föstudögum.  Maður er búin að mynda svo rosalega sterk tengsl við krakkana og ég er ekki frá því að ég sé farin að finna fyrir þessari sterku móðurtilfinningu. Tilfinning mín gagnvart börnunum er allavega ólýsanleg.


En að allt öðru.

Það er búið að vera alveg brjálað að gera hjá mér í bæði vinnu og söngnum. Loksins fékk ég eitthvað að gera sem tengdist söngnum.  Eins og flestir vita þá fór ég náttúrulega í studio með Íslenskum tónlistarnemum. Ótrúlega gaman og spennandi að fá að fara í svona alvöru studio. Þurfti að fá svona sér passa og allt til þess að fá að labba um húsið.  Það voru svo ótrúlega mikið af flottum studioum þarna. Eina sem ég sá voru bara riiisa herbergi með riiisa tækjum og tólum og fullt af fólki að vinna verkefni.  Væri ekkert á móti því að fá að fara aftur og taka bara upp heilan disk þetta var svo ótrúlega gaman. Þó ég segi sjálf frá þá var ég ótrúlega ánægð með útkomuna. Þið getið hlustað á lagið hér fyrir neðan.



Kórinn er svo að fara halda tónleika á sunnudaginn. Ég fékk þau forréttindi að taka 2 lög einsöng þannig ég er búin að vera æfa alla vikuna með kórnum og svo hef ég verið að hitta konuna sem spilar undir í lögunum mínum ein og æft mín lög. Generalprufan var í gærkvöldi og þetta gekk allt saman mjög vel eina sem ég þarf að gera er bara að vera ekki svona stressuð, slaka og og bara kýla á þetta. Læt taka þetta upp og ef þetta gengur vel þá skelli ég þessu á facebook svo þið getið fengið að hlusta.

Okkur Þuru var svo boðið að koma í myndatöku hjá ljósmyndastudioi sem heitir ,,The Face London“. Þetta hljómaði svo spennandi og skemmtileg að við ákváðum að taka áhættuna og segja já við þessu og við sjáum alls ekki eftir því í dag. Fengum þessar frábæru myndir og ég er ótrúlega ánægð með útkomuna á myndunum.  Það var ekkert smá erfitt að velja úr öllum þessum 1000 myndum, fengum bara takmarkað margar myndir frítt og þetta er rosalega dýr og flott stofa. Við fengum þarna make up, hárgreiðslu, mini handsnyrtingu, kampavín og ég veit ekki hvað og hvað. Mætti segja að þetta hafi verið dekurdagur sem við Þura höfðum leeengi beðið eftir. Ég vil bara þakka ykkur öllum kærlega fyrir frábær comment á þessar myndir ég var alveg orðlaus að sjá þessi viðbrögð hjá ykkur. Þið eruð frábær.



Veðrið hérna í London er orðið ekkert smááá gott. Hitinn fer alveg upp í 26 gráður og minnst niður í 15 þessa dagana. Maður ætti að vera orðin vel tanaður þegar ég kem heim. Vonandi allavega hahaha!

Gaman að segja frá því að mamma og Árni bróðir eru að koma í heimsókn næstu helgi og ég get ekki beeeeeðið. Hlakka svo til að fá mömmuknús og fá að sýna Árna London. Hann er svo spenntur að hann veit varla hvernig hann á að haga sér elsku drengurinn. Svo eru Unnur, Heiðar og Þorri að koma 24.júní og það á eftir að vera ógeðslega skemmtlegur tími. Eyða helginni með bestu vinum mínum í London er ekki eitthvað sem maður hatar.

Ég með elskulegu strákunum mínum og Unni :*


Eins og þið sjáið þá hefur maí mánuður verið frekar upptekinn en alveg ótrúlega skemmtilegur og spennandi. Ég er ótrúlega hamingjusöm lítil stelpa þessa dagana og brosi allann hringinn.

Ég ætla segja þetta gott í bili og ég hef sko nóg að segja ykkur í næsta bloggi.

Þangað til næst bið ég að heilsa ykkur.

Andrea kveður með bros á vör frá elsku London.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband