Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Alltaf nóg að gera.

Oxford
Oxford var frábær þrátt fyrir að hafa ekki fengið besta veðrið sem veðurguðirnir okkar geta boðið uppá. Þrátt fyrir rigningu, vind og kulda þá létum við okkur hafa það að kíkja og skoða okkur um. Það vill svo skemmtilega til að ég á vin sem býr í Oxford og hann er þar í skóla sem segir ykkur það að ég fékk fínasta guide með mér í ferðina. Gáfum okkur kannski ekki alveg eins mikinn tíma til að skoða allt eins og maður hefði kannski gert í góðu veðri, en ég náði allavega að sjá svona það helsta. Christ Church er meiriháttar og maður fékk Harry Potter fýlinginn beint í æð. Ekki skemmdi fyrir að það kom streymandi krakkaskari í klædd svörtum buxum og með svona svartar skykkjur bara alveg eins og þau í Harry Potter voru með í mynd nr 1. Ég náði því miður ekki mynd af því af því þau löbbuðu svo hratt í gegnum gangana og inn um aðra hurð og ég var svo hissa á þessu og var ekki með hugann við að taka mynd af þessu. Það sem ég elskaði mest við Oxford var hvað þetta er allt eldgamlar byggingar og þvílík list sem þetta er.  Allt svo lítið og krúttlegt, þröngar göturnar og sumstaðar svona pínulitlar hurðir sem hobbitar gætu hugsanlega átt heima í. Litlu stelpunni frá Hrísey fannst þetta allt svo merkilegt og ég  ætla reyna fara aftur í sumar með Þuru og reyna ná þá góðu veðri til að geta skoðað bæinn betur.

Christ Church                                       Matsalurinn sem Harry Potter var tekin upp í.

Íslendinga partý

Núna á föstudaginn er verið að fara halda Íslendinga partý sem við stelpurnar ætlum að mæta saman á. Ég get ekki sagt annað en bara það að ég sé rosalega spennt. Búið að taka frá skemmtistað fyrir okkur þannig þetta verður samkoma sem verður allt morandi í Íslendingum og það verður sko skemmt sér eins og okkur Íslendingunum er einum lagið.

Mamma

Það fer að styttast í að mamma komi í heimsókn, ætla vona að hún fari bráðum að bóka flugið svo ég geti farið að telja niður. Ætla vona að ég verði eitthvað í fríi á meðan hún verður í heimsókn svo ég geti sýnt henni miðbæinn og sýnt henni hvað ég er orðin klár hehehe.  Ætla líka að vona að hún nái 1.des hátíðinni hjá Íslendinga félaginu því þá getur hún komið með mér og séð hvað ég hef verið að gera í kórnum og hitt stóran hluta af því fólki sem ég hef kynnst.

Hull
Í byrjun desember nánara tiltekið 5.desember þá er ég að fara til Hull með kórnum. Erum að fara syngja í messu 5.desember, það verður gaman að prófa vera í messu sem fer einungis fram á ensku. Svo ætlum við hópurinn að fara út að borða saman og kíkja eitthvað á bæinn um kvöldið. Hlakka mjög til að fara þangað, langt síðan ég sá sjóinn þannig það verður gaman að sjá eitthvað annað en bara háhýsi og endalaus hús.

Jólafrí
Það er akkúrat mánuður í að ég komi heim til Íslands í jólafrí og spenningurinn er í hámarki. Get ekki sagt annað en að það verði besta tilfinning í heimi að setjast í ferjuna, hitta Hríseyingana og labba síðan inn í Kelahús og sofa í mínu eigin rúmi og njóta þess að vera heima. Held að þetta verður annað hvort þannig að ég sé endalaust að gera eitthvað, ganga frá, setja í uppþvottavélina og þess háttar vegna þess að það er það sem ég hef gert á hverjum degi í 4 mánuði eða ég geri nákvæmlega bara ekki neitt.  Ætla nýta þessar 2 vikur mjög vel og get ég því miður ekki lofað því að hitta alla sem mig langar til að hitta en ég ætla reyna mitt besta að reyna sjá sem flesta en þar sem að ég er alltaf svo skipulögð þá er ég búin að forgangsraða því ef ég myndi ekki gera það þá kannski gleymi ég að hitta mikilvæga manneskju fyrir kannski manneskju sem er mér ekki eins mikilvæg. No offence en þetta er bara mitt áhyggjuefni hehehe. Langt þangað til ég kem heim eftir jólafrí þannig þessar 2 vikur hjá mér eru að verða fullbókaðar og er ekki einn dagur laus liggur við. Þetta kemur allt í ljós þegar nærdregur stundum er alveg hrikalega erfitt að vera svona skipulögð þegar kemur að einhverju svona.  Ég ætla samt sem áður að reyna mitt besta að ná að gera allt sem þarf að gera og hitta þá sem eru mér mikilvægir.

Eins og þið sjáið þá er alltaf nóg að gera hjá mér enda reyni ég eins og ég get að hafa sem mest að gera.  Ég er vön því að vera alltaf á fullu og þannig líður mér best. Það er reyndar alveg fínt að vera vinna fyrir fjölskylduna mína, passa fyrir aðra fjölskyldu annað slagið og vera í kór.  Væri samt rosalega til í að vera í skóla með au-pair starfinu en þar sem að fólkið mitt vinnur vaktavinnu og eru ekki alltaf að vinna á sama tímanum er rosalega erfitt fyrir mig vita hvenær ég er laus og hvenær ekki. Hef samt nokkrar hugmyndir eftir áramót sem kemur bara í ljós hvernig fer þegar kemur að því.  Ætla ekki að segja eitt né neitt nema það sé pottþétt. Eina sem er pottþétt er að ég passa allavega upp á það að hafa bara nógu mikið að gera eftir áramót líka. Ég trúi því varla að ég sé að fara koma heim í jólafrí eftir mánuð, þetta hefur verið svo ótrúlega fljótt að líða og ég hef skemmt mér konunglega. Ég hef aldrei verið eins hamingjusöm, ánægð og sátt með sjálfan mig og lífið eins og á þessum 4 mánuðum. Þetta var bara það sem fullkomnaði líf mitt og þurfti greinilega á þessu að halda. Tala nú ekki um allt þetta frábæra fólk sem ég hef kynnst, hef eignast nýjar frábærar vinkonur sem hafa alltaf verið til staðar fyrir mig þegar ég þarf á þeim að halda. Svo kemur Þura besta vinkona mín út til London sem au-pair líka í lok Janúar þannig  ég bara get ekki kvartað yfir einu né neinu
 
Lífið mitt er fullkomið.

Ég, Sigga og Hulda uppáhalds stelpurnar mínar hérna úti.

 

 

 

Knús og kossar til ykkar allra heima.
Ástarkveðja Andrea Ösp.


Í fréttum er þetta helst....

Ég fór að velta því fyrir mér um helgina hvort ég hefði virkilega misst af jólunum í ár því ég verð að viðurkenna það að mér leið eins og það væru áramót um helgina. Flugeldasýningar út um alla borg og jólaljósin tendruð um allann bæ. Ég var nú komin í smá jólaskap fyrir en þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér líður núna. Eitt orð til að lýsa því ég er gjörsamlega að SPRINGA úr spenningi.  Ástæðan fyrir öllum þessum flugelda sýningum var sú að þetta var til minningar um Guy Fawkes sem reyndi að sprengja konung og þinghús í loft upp 5. nóvember 1605.
http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2009/01/01/article-1103511-02EC8D12000005DC-518_634x691.jpghttp://img.dailymail.co.uk/i/pix/2008/01_01/londoneyeES_1000x550.jpg

Það er svo ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég hef ekki sest undir stýri síðan 5.ágúst. Ég þarf sem betur fer ekki að keyra hérna úti því ég yrði ekki lengi að klessa bílinn og jafnvel fara mér að voða í þokkabót.  Þessi öfuga umferð hérna er ekki alveg fyrir alla og alltaf þegar ég er með Ingibjörgu og Chuck í bíl þá finnst mér alltaf eins og við séum að fara lenda í árekstri.
Hérna tek ég bara strætó, lestarnar eða labba bara allar mínar leiðir. Vildi að ég hefði tekið með mér svona kílómetra mælir til að geta séð hversu marga kílómetra ég hef labbað síðan ég kom út. Það væri sko skemmtilega stór tala á þeim skjá skal ég segja ykkur.

Mér finnst skemmtilegt að sjá hvað Bretarnir eru háðir regnhlífum. Það er eins og þeir séu hræddir við rigninguna því þegar það rignir þá annað hvort eru allir með regnhlíf sem láta sjá sig úti eða maður sér ekki manneskju úti. Eins og þessar regnhlífar eru nú pirrandi, tala nú ekki um ef maður er á Oxford Street. Maður er alltaf að reka sig í mann og annann eða flækja sig í regnhlífum annarra. Ekkert nema pirrandi.  Þegar það er rigning þá er manni sagt að hafa krakkana bara inni.
Svolítið öðruvísi en á Íslandi því einmitt þegar það rignir heima þá vilja krakkarnir fara út og hoppa í pollunum.  Eða það var allavega þannig heima í Hrísey hehehe.

Svo hef ég tekið eftir því líka hvað breskir kvenmenn eru rosalega spéhræddir. Allstaðar svona sér klefar fyrir kvenmenn til að afklæða sig eða fara í sturtu. Á Íslandi er það ekkert nema sjálfsagt að afklæða sig eða klæða sig í föt fyrir framan alla og ekkert verið að stressa sig neitt yfir því. Ef þessir klefar til að afklæða sig og klæða sig í eru allir uppteknir þá eru þær með svona handklæði til að vera viss um að enginn sér eitt né neitt. Mér finnst þetta rosalega fyndið.

Ég söng með kórnum í minni fyrstu messu í gær og ég viðurkenni það að þetta var bara ágætis upplifun. Þessi messa var 1 og hálfur klukkutími því þetta var kveðjumessa hjá Sigga Íslenska prestinum sem er að fara flytja aftur heim, það var einnig skírn og sunnudagaskóli líka. Allt þetta tókst prestinum að komast yfir á einum og hálfum klukkutíma. WELL done segi ég bara.

Við að syngja ,,I have a dream" með ABBA
í kaffinu eftir messuna.


Mér tókst að villast í London í fyrsta skiptið í gær. Bara afþví ég var orðin tæp á tíma og átti að vera mætt á einhvern ákveðin stað á ákveðnum tíma þá voru samgöngurnar í London bara alls ekki að spila með mér í gær. Helgarnar eru ömurlegar í tengslum við lestarnar því það er notað helgarnar til þess að gera við nokkrar línur eins fáránlegt og það er nú. Ég þurfti að byrja á því að fara með krakkana í vinnuna til Ingibjargar og Chuck því ég átti að mæta á kóræfingu klukkan 15:00 og messan byrjaði 16:00. Ég átti að geta tekið eina lest og komið mér á staðinn og ekkert vandamál frá BBC ef það hefði ekki verið að laga línuna og sú lína semsagt LOKU. Jæja þetta endaði með því að ég tók 3 lestar og einn strætó til að koma mér á staðinn og ég stóð eins og illa gerður hlutur á einum stað og hafði ekki hugmynd um hvar ég var í lífinu mínu jú ég vissi að ég væri í London en vitneskjan mín náði ekki mikið lengra en það. En þar sem að ég hef aldrei dáið ráðalaus þá tókst mér að koma mér í kirkjuna 45 mínútum of sein semsagt 15:45 þá gekk ég inn í kirkjuna. Þeir sem þekkja mig vel þá er ég ALLTAF stundvís og þoli ekki óstundvíst fólk og ég verð sérstaklega pirruð þegar ég sjálf  mæti seint en það voru fleiri en bara ég sem lenntu í sama veseni svo þetta reddaðist.

Gaman að segja frá því að ég ætla breyta aðeins til og fara úr borginni um helgina og skreppa til Oxford. Ótrúlega fallegur háskólabær sem mig dauðlangar að skoða allt í svona gamaldags byggingum og fyrstu 2 Harry Potter bíómyndirnar voru teknar upp í Oxford. Ég ætla fara seinni partinn á föstudeginum og koma heim á sunnudaginn. Hlakka rosalega til að breyta aðeins til og sjá nýja hluti á nýjum stað. Skemmti mér til dæmis konunglega þegar ég fór til Coventry með Þuru. Held að við Þura eigum alveg eftir að gera meira af einhverju svona þegar hún flytur út í Janúar.
http://www.dcs.shef.ac.uk/ml/summer_school/images/small_oxford.jpghttp://dailytarheelstudyabroad.files.wordpress.com/2007/10/christ-church.jpg
Miðbærinn í Oxford.                                         Kannast flestir við þetta um hverfi
                                                                        sem hafa séð Harry Potter 1&2

 
Það eru einungis 39 dagar í að ég komi heim í jólafrí og það vildi svo skemmtilega til að Hulda er í sama flugi og ég þannig við getum eytt síðustu tímunum saman fyrir jól á Heathrow flugvelli. Ekki skemmir fyrir að þekkja þann sem situr við hliðin á manni. Við eigum eftir að skemmta okkur konunglega þetta kvöld sem við förum til Íslands.

Knús og kossar til ykkar allra heima.

Bestu kveðjur
Andrea Ösp.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband