Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Ég er komin aftur.

ELSKU vinir og fjölskylda.

Ég er komin aftur, mér til mikillar gleði þá er ég búin að fá tölvuna mína eftir 3 vikna fjarveru. Viðurkenni það að þetta var kannski ekkert það auðveldasta í heimi en þetta var þó farið að venjast. Gaman að segja frá því semsagt að Þura vinkona mín er loksins flutt út og hún tók tölvuna mína með sér út í gærkvöldi og þið trúið því bara ekki hvað ég var glöð að kveikja á tölvunni og sjá að það var allt á sínum stað. Ég gjörsamlega titraði úr spenningi enda nóg að gera og erfitt að fara sofa þegar mér fannst ég þurfa skoða svo margt, henda inn öllum 200 myndunum og blogga.

Það hefur ýmislegt gerst hjá mér í þessu tölvuleysi og ætla ég að reyna segja stuttlega frá því svo þið verið ekki í allann dag að lesa.

  • Ég afrekaði að skoða tvö söfn semsagt Aquarium sædýrasafnið og British Museum.

    - Verð að viðurkenna það að ég varð fyrir svolítum vonbrigðum með Aquarium sædýrasafnið. Miða við hvað það er dýrt inn þá átti ég von á einhverju svakalegu en nei þetta var nú ekki neitt neitt því miður. Ég gleymi aldrei Sædýrasafninu sem við fórum í í Frakklandi það var svo rosalega stórt og flott og ég man að hákarlarnir þar voru svo stórir að mig dreymdi nóttina á eftir að ég hefði dottið ofan í vatnið sem þeir voru í og étið mig. Hinsvegar skemmtilegt að hafa verið búin að skoða þetta safn, þá ég það allavega ekki eftir ef það má líta á þetta þannig.

    - British Museum var æðislega flott og spennandi safn. Enda eitt stærsta og fjölbreyttasta safn í heimi með gífurlegum fjölda dýrgripa, flokkuðum eftir aldri og þjóðerni. Af fjölmörgum deildum má nefna forsögu Bretlands, egypskar múmíur, íslamska list og grískar og rómverskar fornminjur. Ég datt bara alveg inn í innlifunina á safninu og fór að ímynda mér að ég væri bara í alvörunni í Egyptalandi, Grikklandi eða Japan. Safnið er svo rooosalega stórt að maður nær ekki að skoða allt á einum degi þannig þetta er safn sem maður þarf alveg að fara nokkrum sinnum á til að geta skoðað allt saman.
  • Ég byrjaði að passa aftur hjá hinni fjölskyldunni og núna er komin nýr fjölskyldumeðlimur. Gullfalleg stelpa sem fékk nafnið Florence og hún fæddist 3.janúar. Ég þurfti reyndar ekki að passa hana þar sem að Rachel er sú eina sem getur bara gefið henni að borða en ég passaði að sjálfsögðu Tiliku og Jamyn. Ég kom rétt fyrir matartíma og ég hef aldrei verið komin fyrir matartíma og ég upplifði rosalega fyndna hefð. Það er semsagt þannig að þegar maturinn er tilbúinn sem er alltaf klukkan 17:00 þá hringir Rachel svona bjöllu og þá koma krakkarnir og setjast við matarborðið og þá er Rachel búin að gera allt klárt, setja mat á diskana þeirra, hella djús í glösin svo er ALLTAF jógúrt í eftirrétt og einn ávöxtur. Tilika fær svolítið meira í glasið sitt af djús af því hún er eldri og Jamyn fær aðeins minna af því hann er yngri. Þau fá bara þetta eina djúsglas með matnum og svo búið. Ég stóð þarna bara eins og asni og hugsaði með mér bara vááá þvílíkt skipulag. Þetta er allavega ekki alls ekki svona á mínu heimili og guð hvað ég er fegin því. Samt ótrúlega gaman að upplifa eitthvað svona.
  • Ég er búin að vera ótrúlega dugleg í ræktinni og er líka byrjuð að æfa fótbolta. Þannig það vantar allavega ekki hreyfinguna hjá mér tala nú ekki um labbið á daginn með krakkana. Þetta er samt ekkert neitt rosalegt æfingarprógram í þessum fótbolta þetta heitir bara ,,Ladies football for fun" Erum bara að leika okkur að spila, læra einfalda tækni og svo framvegis. Samt mjög gaman að fá að leika sér aðeins með boltann og rifja upp gamla takta. Hlakka samt til þegar við fórum að vera á æfingum úti því þessi salur sem við erum í núna er ótrúlega lítill og maður getur varla gefið almennilega sendingu nema maður fái boltann aftur til baka. Hinsvegar mjög gaman, reyndar æfingar á frekar leiðinlegum tíma semsagt föstudagskvöldum, er samt eitthvað verið að tala um að færa þetta yfir á miðvikudaga sem yrði strax betra. Ég er með einni annarri Íslenskri stelpu í þessu sem er með mér í kórnum líka þannig það er mjög fínt að hafa eina svona Íslenska með sér þarna.
  • Ég hef verið að skoða nokkra enskuskóla og Ingibjörg er búin að senda inn fyrirspurn í nokkra skóla fyrir mig og erum við bara enn að bíða eftir almennilegum svörum svo við getum farið að ákveða hvaða skóla ég á að velja. Veitir ekki af að fara æfa sig aðeins í málfræðinni þegar maður er orðin alveg nokkuð örugg í tal, núna finnst mér vanta bara aðeins meira upp á málfræðina og þá held ég að ég sé að verða nokkuð góð. Mig er farið að dreyma helling á ensku og held að það sé bara nokkuð jákvætt.
  • Í tölvuleysinu hef ég afrekað að lesa 2 bækur ,,Áður en ég dey" og ,,Á ég að gæta systur minnar?" Ótrúlega góðar bækur verð ég að segja þrátt fyrir að þær séu bæði sorglegar og átakanlegar. Eftir að hafa lesið þessar bækur hef ég hugsað alltof mikið um það að ég gæti hugsanlega dáið ung og ég er komin með lagalista af þeim lögum sem ég vil að verði spiluð í jarðaförinni minni. Maður er ekkert orðin neitt geðveikur eða neitt svoleiðis er það? Svo hef ég bara verið að horfa á Glee og Grey‘s Anatomy í sjónvarpinu þannig það má segja að mér hafi alls ekki leiðst þrátt fyrir að ég hafði enga tölvu.
  • Valentínusardagurinn var í gær og guð minn góður. Þvílíkt og annað eins, ég þurfti að skreppa inn í kortabúð til að kaupa eitt afmæliskort og ég hélt að ég yrði ekkert eldri þegar ég kom inn. Röðin var út að dyrum og þetta voru BARA karlmenn. Ef strákarnir voru ekki með kort þá voru þeir með súkkulaðikassa, blöðrur eða glös og annað drasl. Ég vissi ekki hvernig mér átti að líða. Átti ég að öfunda allar konurnar sem áttu þessa krúttlegu menn sem voru að kaupa þetta allt fyrir þær eða átti ég að hugsa ,,vá hvað það er gott að vera single"? Blendnar tilfinningar á þessu mómenti en mér fannst þetta samt of mikið, öllu má nú ofgera. Fyrir mér er þessi dagur bara til að eyða peningum og dagur afsakanna. Afsökun til þess að leyfa sér að borða súkkulaðiköku, rjóma og ís, afsökun til að sína kærustunni sinni fullann áhuga, afsökun til þess að opna hjarta sitt og tjá sig almennilega og afsökun til þess að eyða pening í að bjóða henni út að borða. Lestarnar voru stútfullar af stelpum í stuttum kjólum og háum hælum með kærastan sér við hlið og það var sko alveg áberandi að það var dagur ástfangn í gær því í fyrsta skiptið síðan ég kom hingað út brosti fólk í lestunum og sýndu svipbrigði og það voru allir ofan í öllum þarna og límdir saman eins og það hefði verið rosa gott tilboð af límum í Tesco og allir ákváðu að splæsa í eitt stykki.

En að öðru.....


Það sem mér fannst erfiðast við þetta tölvuleysi var hvað mér fannst ég vera miklu lengra í burtu frá öllum. Heyrði ekki eins mikið í fólkinu mínu þar sem að það er svo dýrt að hringja út. Þessu er allavega lokið núna og ég er komin aftur og núna geti þið haldið áfram að fylgjast með mér og lesa frá ævintýrunum mínum hérna úti.


Það eru einungis 17.dagar í Prag ferðina okkar Þuru. Tala nú ekki um ævintýrið sem það á eftir að verða og ég er orðin ótrúlega spennt að komast aðeins í burtu frá London og koma á einhvern stað sem er algjörlega nýr fyrir mér.

Það er komin dagsetning á heimferðina mína. Já lömbin mín ég flyt aftur til Íslands 23.júlí og ég viðurkenni að ég er orðin svolítið spennt þrátt fyrir að það séu frábærir tímar framundan hérna í London. 

Hlakka til að sjá hverjir halda áfram að lesa hjá mér og vona að þið séuð ekki búin að gleyma mér.

Minni svo á að ég setti inn ekki nema 200 myndir inn á facebook og fyrir þá sem eru með facebook og eru með mig sem vin þá mæli ég eindregið með að kíkja við og skoða.

 

andrea7.jpg

Knús og koss til ykkar frá mér sem er ótrúlega hamingjusöm og ánægð með lífið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband