Farið að styttast heldur betur í heimkomu.

Eftir hina frábæru lífsreynslu og ævintýri í Prag fannst mér vera komin tími á að skrifa nokkrar línur frá liðnum dögum. Gaman að heyra og sjá hvað fólk er alltaf jafn duglegt að fylgjast með mér.

Af mér er allt gott að frétta,lífið gengur sinn vanagang og lífsrútínan yfirleitt sú sama. Ingibjörg er búin að ráða nýja stelpu fyrir haustið. Blendnar tilfinningar yfir því. Ég trúi því ekki að þetta sé að verða búið hjá mér. Þetta ár hefur verið einum of fljótt að líða. Vona innilega að nýja au-pair stelpan sem heitir Þóra eigi eftir að líka vel hérna hjá þessari frábæru fjölskyldu sem ég á eftir að sakna SÁRT.  Já já þann 23.júlí má búast við mér heim á klakann.  Mér líður eins og ég sé að fara yfirgefa mín eigin börn og hef oft hugsað með mér ,,af hverju verð ég ekki bara eitt ár í viðbót? Ég er ekki að missa af neinu heima á Íslandi". Svo þegar ég fer að pæla alvarlega í þessu þá kemur hugsunin ,,Ég verð að klára skólann. Eftir stúdentinn get ég kannski bara farið aftur út til þeirra eða gert eitthvað annað spennandi"  Hef hugsað mikið um þetta allt saman og það sem dregur mig heim er jú skólinn. Ég er alveg viss um að eftir svona mánuð heima verð ég farin að þrá það að komast í burtu þannig ég efast alls ekki um það að ég eigi eftir undirbúa nýtt ævintýri eftir stúdentinn. Ævintýraþráin verður farin að gera mig geðveika þá því þá veit ég að er næstum því bara "frjáls" og get gert hvað sem er þangað til ég er orðin nokkuð viss um hvað ég vil læra í háskóla. Neita því ekki að ég er með aaaaalltof margar hugmyndir til að gera eftir stúdentinn en það eru hugmyndir sem fá að dvelja í huganum og jú auðvitað í skipulagsbókinni minni (draumabókinni) þangað til kemur að því að láta þetta verða af veruleika. Þangað til held ég bara áfram að skoða og finna nýjar og nýjar hugmyndir.

Ég og sæti Joshua minn á                              Ég og Hulda mín ;*
afmælinu sínu 20.mars.


En að öðru.

Ég er byrjuð að læra ensku. Nei ég er ekki í enskuskóla því það er alltof dýrt og lítið sem ekkert um fría kúrsa hérna. Ingibjörg keypti handa mér frábæra kennslubók í ensku og ég tek klukkutíma jafnvel 2 tíma (fer eftir því hverju ég nenni)  á hverju kvöldi í lærdóm.  Síðan fer hún yfir hjá mér og útskýrir fyrir mér hlutina af hverju þeir eru svona en ekki svona.  Gáfu mér svo líka Twilight bókina og ég viðurkenni að mér finnst svolítið erfitt að lesa hana en ég strika undir þau orð sem ég skil ekki og Ingibjörg segir mér hvað þau þýða og þetta á jú að hjálpa mér með orðaforðann.  Þetta virðist ganga rosalega vel hjá mér miða við orð Ingibjargar og ég sjálf viðurkenni að mér finnst þetta vera eitthvað auðveldara núna. Svosem kannski ekki við öðru að búast ætla rétt að vona að dvölin mín hérna úti muni sína einhvern árangur. Hef sent námsráðgjafanum mínum í VMA póst um stöðuprófið og stefnan er að taka stöðuprófið í desember. Markmið mitt í þessu prófi er allavega að koma mér uppúr ensku 102. Vona samt innilega að ég geti bara klárað þetta og orðið student í ensku.. Það eru hinsvegar draumórar.

Næstu mánuðir hjá mér eru frekar uppteknir og má eignlega segja að við Þura séum að missa okkur í plönum og skipulagningu. Það er líka orðið svo rosalega gott veður hérna í London að maður vill helst bara ekkert vera inni. Enda er miklu kaldara inní húsunum en úti. Allavega hjá mér.
Næsta mál á dagskrá er allavega heimsókn til Arons í Coventry. Við Þura og Sonja vinkona hennar frá Dalvík ætlum að fara 2.apríl til Coventry og eyða páskahelginni þar í góðum félagsskap. Það verður rosalega gott að komast aðeins úr borginni í minna og rólegra umhverfi og eiga frábæra helgi með frábæru fólki.

Maí mánuður er orðin vel skipulagður og ég verð held ég upptekin allar helgarnar í maí.  Það verða tónleikar hjá okkur í kórnum hvítasunnuhelgina nánara tiltekið 23.maí og ég er að fara syngja einsöng. Hlakka rosalega til. Mamma og pabbi ná vonandi að koma hvítasunnuhelgina. Það myndi vera svoooo gaman að fá þau í heimsókn og æðislegt að þau geti verið á tónleikunum. Mamma og Unnur hafa komið einu sinni áður en það væri  svo gaman að geta fengið pabba og Árna líka. Þetta er líka eini tíminn sem þau öll gætu komið þannig ég krosslegg fingur og bíð eftir því að heyra að þau séu búin að bóka. Svo ætlar Unnur að reyna koma í júní. Svo verð ég bara komin heim áður en ég veit af.


Knús og koss til ykkar frá London.

Love Andrea Ösp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Andrea mín!

Ég styð það heilshugar að þú klárir skólann fyrst! Maður kemst varla neitt á Íslandi í dag með BA eða BS þannig að hvað þá ekki með stúdentspróf! Ekki það að ég veit þú ætlaðir þér alltaf að klára skólann ;-) Þú getur pottþétt sleppt fleiri áföngum en ensku 102 eftir heilt ár úti, þú átt eftir að rústa þessu prófi :-)

Þið eruð svo duglegar að skipuleggja ykkur þú og Þura! Ég er alltaf á leiðinni að skipuleggja ferð til ykkar og til Oxford ;-) Hehe!

Hafðu það gott Andrea! Gleðilega páska!

Eva.

Eva Þórey (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 12:48

2 identicon

Ég er núna orðin svo forvitin, hvað langar þig helst að læra :)?
Og ferðu aftur í VMA þegar þú kemur heim?

En annars, gaman að fylgjast með, mjög gaman að vita hvað þú hefur mikið að gera þarna úti, vildi að maður gæti skipulagt sig svona hérna á Íslandi, mér finnst ég allavega ekki geta gert það. Annars bara gangi þér vel að læra ensku :)

Emma (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 13:19

3 identicon

Jú jú. Undur og stórmerki. Ég er að skrifa og það undir nafninu Benjamín FREYR!

En bíddu nú við. Nú loksins þegar ég las þá man ég ekki nákvæmlega hvað ég las. Jú þarna kom það. 23. júlí, merkisdagur! Ekki nóg með það að þú komir heim, þá á þýski málarainn Philipp Otto Runge afmæli. Ekki alslæmt það! :)

Það er fínt hjá þér að henda þér í skóla aftur - persónulegt mat. Vonandi gengur þér sem best í viðræðum við námsráðgjafa VMA og samningar koma brátt í ljós.

Bestu kveðjur!

Benjamín :)

Benjamín Freyr (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 13:52

4 identicon

vá hvað þetta var týbískt komment frá Benjamin, Philipp Otto Runge WHO?? hahaha

en ég las. bara láta þig vita.

Þuríður Björg Wiium Árnadóttir (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 17:58

5 identicon

Eg er líka búin að lesa - líst vel á þig - hefði nú samt hugsað um Malasíu eða eru þau hætt við það?  Þú klárar þennan ´skóla með glans, Unnnur komin með þessa fína íbúð sem þú bara flytur inn í og þið klárið þetta með stæl

kveðja úr sólinni

amma og afi biðja að heilsa

Ella frænka á Kanarý (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 22:18

6 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

Þau myndu aldrei fara flytja til Malasíu fyrir en eftir nokkur ár þegar Sofia er orðin eldri. Kannski ég rétt nái að fara með þegar ég er búin með skólann ;) hahahahaha

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 24.3.2010 kl. 23:25

7 identicon

Hæ ástin mín.

þetta hefur verið fljótt að líða (sem betur fer) en þú ert pottþétt reynslunni ríkari og býrð að henni lengi .

Elskum þig,mamma,pabbi og Árni.

mamma (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 23:32

8 identicon

Úff æðislegu stóru skrefi er lokið þegar maður líkur stúdentinum. Þarft bara að komast yfir fyrstu áfangana þrjá og ef ég á vera alveg hreinskilin við þig, ekki taka þá úr vma :) Þeir eru með mjög niðurdrepandi ensku námsefni sem engan veginn heldur manni við efnið! Ég náði 102 í ensu í 3 sinn í VMA og fór í 202 og féll strax... eftir það gafst ég bara upp á ensku kennslunni þarna því ég trúði því að hún væri bara engan veginn fyrir mig! Eftir það náði ég hverjum einasta áfanga í fyrsta sinn og ekki með lærri einkunnir en 7 :) Svo bara yfirstíga þessa niðurdrepandi málfræði en þar sem þú ert búin að búa í englandi núna í ár ætti einhver tilfinning að vera komin hjá þér fyrir málfræðinni svo vonandi gengur betur núna. Ingunn systir fór í ME í 102 og kom með 8 í hús :) Reyndar með hjálp frá okkur en meina Þura getur eflaust hjálpað þér. Vonandi gengur allt vel hjá þér elskan.

Knúsaðu Þuru fast frá mér, sakna hennar ótrúlega mikið :(

Gerður Rún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband