48 dagar í að ég komi heim í jólafrí!

Góðan daginn elsku vinir og fjölskylda.

Í fréttum er þetta helst.....

Það gengur allt sinn vanagang hjá mér en búið að vera óvenjulega mikið að gera alla þessa vikuna. Það er reyndar búið að vera frekar rólegt að gera hjá mér hjá minni fjölskyldu því Joshua fór til Íslands í vetrarfríinu og ég hef bara verið ein með Sofiu alla vikuna . Það er margt annað sem hefur gengið á í vikunni.


  • Ég er búin að fara á 2 kóræfingar síðan ég skildi við ykkur síðast og er þetta bara ekki sem verst. Viðurkenni það að kór hefur aldrei höfðað til mín því ég er svo vön því að syngja alltaf bara ein eða í samsöng í tónlistarskólanum sem er miklu skemmtilegra en að vera í kór. Þrátt fyrir það þá er þetta bara fínt og gaman að hitta annað fólk og tala nú ekki um að fá að syngja smá.

  • Ég er búin að bjóðast til þess að passa fyrir aðra fjölskyldu sem er bresk þegar þeim vantar hjálp. Síðustu tvö kvöld hef ég verið að hjálpa þeim og passa 2 krakka sem heita
    Jamyn (3 ára) og Tillika (5 ára). Frábærir krakkar og bara góð áskorun fyrir mig að tala ensku allt kvöldið. Ótrúlegt en satt þá hefur mér bara gengið rosalega vel að tala enskuna við þau og ef ég sagði eitthvað vitlaust þá leiðrétti Tillika mig bara. Hún er rosalega klár og falleg stelpa sem er gaman að, hún er strax farin segjast elska mig og mér finnst það bara krúttlegt. Jamyn er einnig mjög fallegur og skemmtilegur strákur þannig síðustu 2 kvöld hafa bara verið skemmtileg.


    Viðurkenni það að ég er orðin rosalega þreytt, það tekur á að vera passa börn frá 08:00 - 23:00 á kvöldin. Málið er bara eins og ég hef marg oft sagt þá eru au-pair launin ekki það mikil og af því það eru að koma jól þá vantar mig aðeins meiri pening þannig ég ákvað að bæta smá aukavinnu á mig til að fá smá auka pening. Getur vel verið að ég þurfi ekki að hætta við enskuskólann eftir áramót ef ég held áfram að passa fyrir þau eftir áramót því þá á ég aðeins meiri pening og get notað aukapeningin í að borga enskuskólann. Það kemur hinsvegar bara í ljós þegar kemur að því.

  • Ég er búin að kynnast 3 öðrum íslenskum au-pair stelpum ásamt 3 öðrum íslenskum strákum sem eru bara að vinna hérna í London. Manni leiðist allavega ekki þegar maður er í fríi því maður er alltaf úti um allann bæ að hitta hina og þessa. Þrátt fyrir að vera orðin svolítið breytt manneskja þá breyttist ég allavega ekki með það að vera fljót að kynnast fólki eins og ég var heima, ég held því áfram því ég kynnist fólki á hverjum degi liggur við. Tala nú ekki um strákana sem stoppa mann ef maður er á leiðinni í sakleysi sínu í búðina eða ræktina og einhverjir strákar spurja hvort þeir megi fá nr mitt. Mér finnst það alltaf jafn fyndið en kem mér alltaf skemmtilega út úr því. Sumir eru heppnir og fá nr mitt aðrir ekki. Ef þeir eru myndarlegir þá gef ég þeim smá séns og er ekki eins köld við þá eins og ég er vanalega við strákana hérna. Svo kemur bara í ljós hvort þeir hafi samband við mig eða ekki. Hvernig á maður að kynnast fólki ef maður segir alltaf bara nei? tjah maður spyr sig.

    stelpurnar.jpgstelpurnar2.jpg

    Það eru einungis 48 dagar í að ég komi heim til Íslands í jólafrí og ég held að flestir viti hvað ég er orðin spennt. Mér þykir svo vænt um að heyra hvað fólk er farið að sakna mín og söknuðurinn minn er ekki minni. Nei ég er ekki komin með heimþrá það vottar ekki af henni ég er bara svo rosalega spennt að hitta alla frábæru vini mína og elsku fjölskyldu mína og fá að eyða hátíðisdögunum með þeim.

    suit_up_17_928396.jpg_orrablot_2009_43.jpg
    _g_ura.jpgandrea_unnur.jpg

    Ég Þakka kærlega fyrir öll commentin sem komu á síðasta bloggi. Þarna var ég virkilega ánægð með ykkur. Miklu skemmtilegra að sjá hverjir eru að fylgjast með manni og ótrúlegasta fólk gerir það greinilega því sum commentin komu mér á óvart hehe.

    Þangað til næst bið ég innilega að heilsa ykkur öllum.

    Kossar og knús
    Andea Ösp.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vúhúú svooo stutt í jólin:) Þetta var flott blogg hjá þér sæta og ég hlakka til að sjá þig þegar þú kemur í jólafrí:* love

Svanhildur (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 19:42

2 identicon

"Sumir eru heppnir og fá nr mitt aðrir ekki. Ef þeir eru myndarlegir þá gef ég þeim smá séns og er ekki eins köld við þá eins og ég er vanalega við strákana hérna."

HEH næjs

btw þú ert ágæt

Gunnar Óli Gústafsson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 20:09

3 identicon

Hæ ástin mín,árni bíður eftir að geta sett upp jóladagatalið/sokkana svo hann geti farið að telja niður.En dugleg þú að bæta við þig fjölskyldu,það er einmitt svo gott að læra málið af börnum því þau eru svo ófeimin við að leiðrétta mann og eru svo tilbúin að hjálpa til.Farðu samt vel með þig og reyndu að hvíla þig vel þegar þú getur.Love you KnúsKnús.

Mamma,pabbi og Árni.

mamma,pabbi og Árni. (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 01:16

4 identicon

Bara skilja eftir línu, alltaf svo gott að lesa hvað þér líður vel þarna úti :)

Erla Björt (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 12:47

5 identicon

Ánægð með þig ástin, gott að fá smá aukavinnu og aukapening og auka"lærdóm". og sammála mömmu þinni, svo gott að læra af börnunum..

Hlakka til að hitta þig um jólin og enn meira að koma til þín í janúar :*

Elska þig!

þín þrúður

Þura Björg (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 16:56

6 identicon

Hæ Andrea!

Mér þykir þú dugleg að bæta við þig svona auka börnum! Skil vel að þú sért þreytt ;-) Er þetta eitthvað vinafólk fjölskyldunnar sem þú ert hjá eða bara eitthvað fólk sem þú hittir? Haha nei ég bara spyr!

Ég er annars virkilega ánægð með þið að vera að stunda deitmenninguna! Auðvitað áttu bara að vingsa burt þessum sem eru ekki nógu sætir! Haha!

Það er svo þægilegt að lesa bloggið hjá þér og finna svona hluti sem eru eins hjá mér og maður skilur bara ef maður er með börn næstum allan sólarhinginn! Við stöndum saman við stelpurnar ;-)

Hafðu það sem best!

Kv. Eva.

Eva Þórey (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband