Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Farið að styttast heldur betur í heimkomu.
24.3.2010 | 09:34
Eftir hina frábæru lífsreynslu og ævintýri í Prag fannst mér vera komin tími á að skrifa nokkrar línur frá liðnum dögum. Gaman að heyra og sjá hvað fólk er alltaf jafn duglegt að fylgjast með mér.
Af mér er allt gott að frétta,lífið gengur sinn vanagang og lífsrútínan yfirleitt sú sama. Ingibjörg er búin að ráða nýja stelpu fyrir haustið. Blendnar tilfinningar yfir því. Ég trúi því ekki að þetta sé að verða búið hjá mér. Þetta ár hefur verið einum of fljótt að líða. Vona innilega að nýja au-pair stelpan sem heitir Þóra eigi eftir að líka vel hérna hjá þessari frábæru fjölskyldu sem ég á eftir að sakna SÁRT. Já já þann 23.júlí má búast við mér heim á klakann. Mér líður eins og ég sé að fara yfirgefa mín eigin börn og hef oft hugsað með mér ,,af hverju verð ég ekki bara eitt ár í viðbót? Ég er ekki að missa af neinu heima á Íslandi". Svo þegar ég fer að pæla alvarlega í þessu þá kemur hugsunin ,,Ég verð að klára skólann. Eftir stúdentinn get ég kannski bara farið aftur út til þeirra eða gert eitthvað annað spennandi" Hef hugsað mikið um þetta allt saman og það sem dregur mig heim er jú skólinn. Ég er alveg viss um að eftir svona mánuð heima verð ég farin að þrá það að komast í burtu þannig ég efast alls ekki um það að ég eigi eftir undirbúa nýtt ævintýri eftir stúdentinn. Ævintýraþráin verður farin að gera mig geðveika þá því þá veit ég að er næstum því bara "frjáls" og get gert hvað sem er þangað til ég er orðin nokkuð viss um hvað ég vil læra í háskóla. Neita því ekki að ég er með aaaaalltof margar hugmyndir til að gera eftir stúdentinn en það eru hugmyndir sem fá að dvelja í huganum og jú auðvitað í skipulagsbókinni minni (draumabókinni) þangað til kemur að því að láta þetta verða af veruleika. Þangað til held ég bara áfram að skoða og finna nýjar og nýjar hugmyndir.
Ég og sæti Joshua minn á Ég og Hulda mín ;*
afmælinu sínu 20.mars.
En að öðru.
Ég er byrjuð að læra ensku. Nei ég er ekki í enskuskóla því það er alltof dýrt og lítið sem ekkert um fría kúrsa hérna. Ingibjörg keypti handa mér frábæra kennslubók í ensku og ég tek klukkutíma jafnvel 2 tíma (fer eftir því hverju ég nenni) á hverju kvöldi í lærdóm. Síðan fer hún yfir hjá mér og útskýrir fyrir mér hlutina af hverju þeir eru svona en ekki svona. Gáfu mér svo líka Twilight bókina og ég viðurkenni að mér finnst svolítið erfitt að lesa hana en ég strika undir þau orð sem ég skil ekki og Ingibjörg segir mér hvað þau þýða og þetta á jú að hjálpa mér með orðaforðann. Þetta virðist ganga rosalega vel hjá mér miða við orð Ingibjargar og ég sjálf viðurkenni að mér finnst þetta vera eitthvað auðveldara núna. Svosem kannski ekki við öðru að búast ætla rétt að vona að dvölin mín hérna úti muni sína einhvern árangur. Hef sent námsráðgjafanum mínum í VMA póst um stöðuprófið og stefnan er að taka stöðuprófið í desember. Markmið mitt í þessu prófi er allavega að koma mér uppúr ensku 102. Vona samt innilega að ég geti bara klárað þetta og orðið student í ensku.. Það eru hinsvegar draumórar.
Næstu mánuðir hjá mér eru frekar uppteknir og má eignlega segja að við Þura séum að missa okkur í plönum og skipulagningu. Það er líka orðið svo rosalega gott veður hérna í London að maður vill helst bara ekkert vera inni. Enda er miklu kaldara inní húsunum en úti. Allavega hjá mér.
Næsta mál á dagskrá er allavega heimsókn til Arons í Coventry. Við Þura og Sonja vinkona hennar frá Dalvík ætlum að fara 2.apríl til Coventry og eyða páskahelginni þar í góðum félagsskap. Það verður rosalega gott að komast aðeins úr borginni í minna og rólegra umhverfi og eiga frábæra helgi með frábæru fólki.
Maí mánuður er orðin vel skipulagður og ég verð held ég upptekin allar helgarnar í maí. Það verða tónleikar hjá okkur í kórnum hvítasunnuhelgina nánara tiltekið 23.maí og ég er að fara syngja einsöng. Hlakka rosalega til. Mamma og pabbi ná vonandi að koma hvítasunnuhelgina. Það myndi vera svoooo gaman að fá þau í heimsókn og æðislegt að þau geti verið á tónleikunum. Mamma og Unnur hafa komið einu sinni áður en það væri svo gaman að geta fengið pabba og Árna líka. Þetta er líka eini tíminn sem þau öll gætu komið þannig ég krosslegg fingur og bíð eftir því að heyra að þau séu búin að bóka. Svo ætlar Unnur að reyna koma í júní. Svo verð ég bara komin heim áður en ég veit af.
Knús og koss til ykkar frá London.
Love Andrea Ösp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ævintýrið í Prag.
9.3.2010 | 18:22
Hérna kemur löng ferðasaga í boði Andreu.
Fimmtudagur: Við vöknuðum klukkan tvö um nóttina til að koma okkur niður á lestarstöð og taka lestina út á flugvöll. Þegar við vorum búnar að tjékka okkur inn fórum við bara og fengum okkur að borða og svo var bara koma sér út í vél. Áttum erfitt með að finna 2 sæti saman, komum svolítið seint og það var engin sætaskipun og við máttum bara ráða hvar við myndum sitja. Enduðum á að setjast við hliðin á einhverjum strák sem leit nú alveg út fyrir að vera nokkuð heilbrigður. Þegar leið á ferðina var þessi ungi piltur ekkert svo heilbrigður og var bara gjörsamlega að hrynja í það. Var með ööömurlega tónlist í botni í ipodinum sínum og var bara geðveikt pirrandi. Sjaldan sem mig hefur langað til að lemja einhvern en ég var næstu því búin að lemja þennan dreng. Reif af mér myndavélina og sagðist ætla taka mynd af mér og Þuru, var að bögga farþegana sem sátu á móti okkur líka voru nokkrir krakkar að fara í ferðalag saman og einn strákurinn átti afmæli og þessi ungi drengur ætlaði sko að kaupa handa honum drykk sem afmælisstrákurinn afþakkaði alltaf. Þessi ungi piltur er semsagt að flakka á milli landa til þess að verða fullur og fara í vímu. Hefur farið til USA, Bretlands, Amesterdam, Prag og marga fleiri landa bara til þess að gera þetta. Þvílíkt áhugamál. Við erum nokkuð vissar um að hann sé smyglari. Svo þegar við vorum að fara lenda þá dettur þessum pilti í hug að fara bara að pissa sem hann mátti náttúrulega ekki og flugfreyjurnar orðnar freeekar pirraðar. Jæja við lentum loksins í Prag og þar sem að við vorum ekki með neinar töskur nema handfarangur þá þurftum við ekki að bíða eftir töskunum og gátum labbað beint í gegn. Stungum þar með flugdólginn af. Reyndum að finna bestu leiðina til að koma okkur niður í bæ og enduðum á að taka taxa. Okkur leist nú eeeeekkert á þetta til að byrja með á leiðinni að hótelinu, héldum að taxa bílstjórinn væri að gabba okkur og væri mannsali. EN við komust loksins upp á hótel. Þegar við komum á hótelið sem var klukkan 10 um morguninn þá gátum við ekki tjékkað okkur inn fyrir en klukkan tvö þannig við þurftum að drepa tímann þangað til og tókum smá rölt um miðbæinn og sáum bara nokkuð mikið fyrsta daginn okkar. Svo tjékkuðum við okkur inn klukkan tvö. Hótelstarfsmanninum fannst svo frábært að við værum frá Íslandi og fannst við þurfa stærra herbergi og sendi okkur upp á 4 hæð þar sem stór íbúð tók á móti okkur. Urðum alveg orðlausar og vissum ekki aaaalveg hvernig við áttum að haga okkur. Frábær þjónusta á þessu hóteli, fengum internetið frítt fyrsta daginn og allt bara geðveikt frábært. Fórum svo í sturtu og lögðum okkur í 3 tíma enda ekki búnar að sofa í einn og hálfan sólarhring. Eftir góðan síðdegisblund fórum við út að borða á ítölskum pizzustað sem var bara neðst í götunni okkar og fengum þar dýrindis pizzu. Þetta kvöld endaði reyndar einum OF vandræðalega því ég fór og bað starfsmanninn um pizzukassa fyrir pizzuna okkar og þegar hann kemur með kassann til okkur skilur hann miða eftir á kassanum sem stóð á ,,Please take me your number" og ég hélt að ég myndi deyja þetta var svo vandræðalegt. Svo ákvað ég bara að vera hreinskilin og sagðist ekki ætla gefa honum númerið mitt sem hann ætlaði bara ekki að skilja af hverju ég vildi ekki og spurði svo ,,When you go back to London" þetta var orðið svo vandræðalegt og þegar hann loksins sætti sig við að ég ætlaði ekki að láta hann fá númerið mitt og labbaði í burtu þá lágum við Þura í hláturskasti og áttum erfitt með að koma okkur út við hlógum svo mikið. Svo fórum við bara aftur upp á hótel og fórum snemma að sofa enda stór dagur framundan.
Góður endir á fyrsta kvöldinu okkar í Prag.
Föstudagur: Ennþá gekk allt eins og í sögu og við Þura bara endalaust hissa á því hvað allt hafði gengið vel því það er svo mikið við að lenda í einhverju veseni. Við vorum allavega rosalega stoltar af okkur. Byrjuðum daginn á að fara í morgunmat á hótelinu og lögðum okkur svo aftur fram að hádegi enda skulduðum við enn nokkra klukkutíma í svefn. Dagurinn fór hinsvegar í það að skoða miðbæinn skoðuðum meðal annars:
- Estates theater sem er rosalega flott opera
- Wenceslas Square sem er lööööng verslunargata
- Old town square
- Karlsbrúnna
- Astronomical Clock eða með öðrum orðum Old town clock
Vorum með frábært kort sem við fengum frá hótelstarfsmanninum og ef við hefðum ekki haft þetta kort hefðum við örugglega ekki ratað á alla þessa staði. Enduðum svo daginn á að slaka á á Starbucks og fórum svo í Tesco að kaupa aðeins léttar matvörur til að hafa hjá okkur á hótelinu. Þegar við komum upp á hótel fórum við bara í heitt bað enda búnar að vera úti í nístandi kulda allan daginn. Mér var reyndar alls ekki jafn kalt og Þuru var en það var allavega ógeðslega kalt þennan dag en virkilega fallegt veður. Ákváðum líka að vera sparsamar þetta kvöld og borðuðum núðlur í kvöldmatinn og horfðum svo á myndina ,,The Lovely Bones".
Alveg búnar á því eftir þennan dag en samt sem áður frábær dagur og geðveik upplifun að sjá þessa fallegu borg. Vorum samt frekar ósáttar yfir því hvað fólkið þarna talaði litla sem enga ensku en það var ekkert til þess að pirra sig á því bíðið bara.
Frábær endir á degi 2 í ferðalaginu okkar í Prag.
Old Town Square Ég á Karlsbrúnni að tala við mömmu í símann.
Old town clock. Tekið af Karlsbrúnni.
Laugardagur: Byrjuðum daginn að sjálfsögðu að fara í morgunmat og planið var svo að klára skoða það sem eftir var af ferðaplaninu okkar. Þegar við erum að vakna þá heyri ég svona hljóð í bíl eins og hann sé að spóla og segi við Þuru ,,Veistu það Þura að ég er bara ekki frá því að þessi bíll sé að spóla, ég þori ekki að líta út um gluggann." Þura lítur út um gluggann og viti menn ALLT hvítt. Þar fór planið allt í rugl og ákváðum við því að hitta Elvu vinkonu Þuru og fara í stórt mall og eyða deginum þar inni. Sem ég sé alls ekki eftir, sáum geðveika nuddstóla og við splæstum okkur í eitt stykki svoleiðis enda veitti ekki af. Fengum bara GEÐVEIKT nudd í þessum stólum. Á leiðinni heim komum við við í hraðbanka til að taka út pening. Á undan okkur var blindfullur maður sem átti greinilega engann pening. Ég fer á eftir honum í hraðbankann og tek ekki eftir því að hann er að fylgjast með okkur. Ég tek peninginn minn og ætla svo að bíða eftir Þuru. Þá kemur þessi maður og sakar mig um að hafa stolið peningnum hans og ætlar að rífa af mér veskið. Hann var svo reiður að við Þura þurftum að hlaupa í burtu eins og við ættum lífið að leysa. Komumst heilar á húfi upp á hótel en vorum ennþá bara í geðveiku sjokki. Þrátt fyrir það þá var þetta nú loka kvöldið okkar í Prag og vildum við því gera vel við okkur og fórum út að borða á geðveikum veitingastað með Elvu og Viggó kærasta hennar. Svo fórum við á pöpparölt um bæinn. Án gríns þá var þetta án efa skemmtilegasta kvöld sem ég hef upplifað á þessu ári. Skemmti mér kooonunglega. ÞANGAÐ til við föttuðum í taxa á leiðinni heim að við værum ekki með myndavélina. Ég var nefnilega með allt inn á mér enda þorði ég ekki öðru eftir atvikið fyrr um daginn. Lét hinsvegar Þuru geyma myndavélina í úlpuvasanum sínum. Ég ætlaði að skilja myndavélina eftir heima því ég var hrædd um að henni yrði stolið en vildi samt taka hana með að lokum fyrst við værum að fara hitta Elvu og Viggó og fara út að borða og svona skemmtilegt og vildi einnig ná að taka mynd af borginni í myrki líka. Ég spurði hana svona þúsund sinnum allt kvöldið hvort myndavélin væri ekki alveg ööörugglega í vasanum. Svo þegar við vorum komnar í taxann á leiðinni heim spurði ég Þuru í síðasta skiptið hvort myndavélin væri ekki alveg örugglega í vasanum. Sem var síðan ekki. Verð því miður að segja að frábært kvöld hafi breyst í MARTRÖÐ. Myndavélin með ÖLLUM 200 myndunum sem við Þura höfðum tekið síðustu daga, og geeeeðveikar myndir sko. Létum taka af okkur geðveika mynd saman á Karlsbrúnni og á Old Town Square. Ég held að ég hafi nánast grenjað úr mér augun.
Ömurlegur endir á degi 3 í Prag.
Sunnudagur: Versti dagur í lífi mínu verð ég að segja. Það gekk EKKERT upp þennan dag. Var ennþá frekar viðkvæm útaf myndavélinni og ógeðslega pirruð bara. Planið þennan dag var að klára skoða það sem eftir var á ferðaplaninu enda áttum við ekki flug fyrir en seint um kvöldið, þurftum að tjékka okkur út klukkan 11 um morgunin og það var geðveikt veður. Þegar við komum niður á lestarstöð vorum við með lestarmiða sem við héldum að ætti alveg að virka, gleymdum svo hinum lestarmiðanum uppi á hóteli. Við höfðum ALDREI verið stoppaðar í lestunum áður og vorum ekkert að stressa okkur á þessu þannig séð útaf því að við höfðum aldrei séð neina svona verði áður. Einmitt BARA af því við vorum með ógildann miða kom lestarvörður og stoppaði okkur og bað okkur um að sína miðana okkar. Við gerðum það og komumst að því að miðarnir okkar væru ógildir og spurðum kallinn hvort við mættum ekki bara stökkva aftur upp og kaupa okkur nýja miða og málið leyst. Nei það var bara EKKI í boði. Fyrst við vorum nú komnar þangað niður með ógildann miða var ekkert annað í boði nema borga sekt. Okey okkur fannst nú ekkert að því enda áttum við nú ekki von á einhverri himinhárri upphæð og spurjum hversu mikil þessi sekt væri. 700 tékkneskar á haus takk fyrir sem er TÍUÞÚSUND kall í Íslenskum. Við vorum orðnar freeekar tæpar í peningamálum og áttum rétt pening til að borga taxann út á flugvöll sem kostaði einmitt 700 tékkneskar og svo smá pening til að kaupa okkur eitthvað að borða á flugvellinum. Við reyndum eins og við gátum að tala vörðinn til og útskýra mál okkar og þar sem að þetta fólk þarna skilur og kann nánast enga ensku gekk það ekkert og ef við myndum ekki borga núna þá FÆRUM VIÐ Í FANGELSI. Ég varð svo reið, hrædd eða bara eitthvað mér leið allavega ógeðslega illa og ég gjörsamlega sprakk og eftir að vörðurinn sagði að þetta væri ekki hans vandamál þá fékk ég algjörlega nóg. Svona dónaskap var ég ekki í stuði fyrir og kom með þvílíka ræðu við hann. Ég vissi ekki einu sinni að ég kynni svona mörg orð í ensku. Það var bara annað hvort að borga núna eða hann myndi fara með okkur í fangelsi. Þura hringir í pabba sinn og biður hann vinsamlegast um að leggja inn á sig pening til að geta borgað sekt því ef hún myndi ekki borga sektina þá værum við bara að fara í fangelsi í TÉKKLANDI. Án gríns þá hef ég aldrei á ævi minni verið svona hrædd. Ég titraði og átti erfitt með að halda tárunum inni. Þegar við komumst svo loksins á Starbucks eftir að hafa borgað þessa fjandans sekt þá sátum við þar bara og táruðumst endalaust. Plan dagsins ónýtt. Það var næstum ráðist á okkur í hraðbanka deginum áður, myndavélinni var stolið kvöldinu áður, við vorum næstum farnar í fangelsi í Tékklandi og það var bara ALLT ömurlegt þennan dag. Ég sá London í hyllingum og vildi helst ekki vera í þessu landi mínútu lengur. Ég vildi helst bara komast til Íslands NÚNA, ef Icelandair hefði verið með flug frá Prag þetta kvöld hefði ég DÁIÐ. Ég hefði alveg örugglega íhugað að smygla mér með í það flug. Við fórum heim til Elvu og Viggós og lögðum okkur þar í smástund til að drepa tímann og róa okkur niður. Svo var loksins komið að því að koma okkur út á flugvöll, það var virkilega góð tilfinning að komast bara út á flugvöll. Ætluðum að tékka inn töskuna hennar Þuru af því hún keypti Victoria Sectret sprey á flugvellinum í London og þar með alltof mikill vökvi til að hafa í handfarangri. Nei nei þetta var enn ekki búið þurftum að borga 600 tékkneskar fyrir það að tjékka inn töskuna og þá má eiginlega alveg segja að við værum gjörsamlega búnar að fá nóg af þessari vitleysu og endalaust látið okkur borga. Við slepptum því að tjékka inn töskuna og vorum beðnar um að henda spreyinu við öryggishliðið. Þar fór það! Svo þurfti endilega að vera seinkun á fluginu okkar bara af því við Þura vildum helst komast til London sem allra allra fyrst. Komumst loksins í flugvélina og það má segja að flugstjórinn hafi ALVEG bjargað deginum okkar. Þvílíkur snillingur sem hann var. Það voru allir að deyja úr hlátri í vélinni enda var hann alltaf að segja okkur eitthvað svakalegt. Svo lentum við LOKSINS í London og það var án efa besta tilfinning sem ég hafði fundið fyrir síðan á laugardagskvöldinu. Þá sagði flugstjórinn ,,Welcome to Singapore" sem var bara einum of fyndið. Lentum svo auðvitað í smá veseni á leiðinni heim frá flugvellinum og treystum því að við þyrftum að fara út á næst síðasta stoppi eins og einn ágætis maður sagði okkur áður en við kæmum að Victoria Stasion til að skipta þar um lest til að komast að London Bridge. Einmitt.... Þegar við fórum út á því stoppi var bara ALLT lokað og alltof dýrt að taka taxa að London Bridge og engir strætóar í boði heldur. Flott og það var hálftími í næstu lest og klukkan orðin hálf tvö um nóttina. Þetta ævintýri okkar ætlaði engann endi að taka. Komumst svo loksins heim til okkar um þrjú leytið um nóttina og að leggjast á koddann eftir versta sólarhring í lífi mínu var besta tilfinning í heimi. Ég var komin til London, var í öruggum höndum í öruggu húsi og í landi sem talar ensku, í landi sem fólk skilur mig og í landi sem er klárlega himnaríki miða við Tékkland.
Hræðilegur endir á síðasta deginum okkar í Prag.
Þetta var þvílíkt ævintýri verð ég að segja. Er samt búin að róast niður og er farin að líta á þetta allt öðrum augum. Ég er ekki sú eina í heiminum sem hef lent í því að vera rænd. Það hefði geta verið ráðist á mig fyrir utan hraðbankann, það hefði geta verið stolið af mér vegabréfinu og ég hefði EKKI komist úr landi. Það hefði maaargt verra geta gerst en þetta litla sem gerðist. Það sem ég er að einbeita mér að núna er það góða sem gerðist í ferðinni, þetta var skemmtileg upplifun að koma til svona fallegrar borgar. Við skemmtun okkur konunglega áður en þetta atvik gerðist. Ég er reynslunni ríkari eftir þetta og lærði helling af þessu. Horfi á Ísland allt öðrum augum, þrátt fyrir kreppu á Íslandi og allt sem því fylgir þá ætla ég að leyfa mér að staðfesta það að Ísland er besta land í HEIMI.
Svo má ekki gleyma að minnast á það að ég hafði besta ferðafélaga sem hægt er að hugsa sér með mér. Þura er frábærasta og besta vinkona sem hægt er að hugsa sér að eiga og án hennar hefði ég ekki getað þetta. Þrátt fyrir pirring, vorum báðar undir miklu álagi og ógeðslega þreyttar þá létum við aldrei okkar pirring bitna á hvor annarri. Við komumst í gegnum þetta allt saman í sameiningu og reyndum að hugsa um aðra hluti og fengum hvor aðra til að hlæja á versta tíma. Ég þakka fyrir að eiga svona yndislega vinkonu. Kannski var þetta prófsteinn á okkur hversu sannar við erum hvor annarri og ég tel okkur hafa staðist það próf. Þura mín þetta var frábær lífreynsla sem við munum læra af og við hættum sko alls ekki að ferðast saman þrátt fyrir þessa upplifun. Við lærðum helling á þessu. Þú veist að ég met það mikils að eiga þig að. Elska þig endalaust.
Love you :*
Myndirnar sem fylgja blogginu voru myndir sem teknar voru úr símanum hennar Þuru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)