Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Ótrúlegt en satt þá er apríl mánuður að verða búinn ;o

Rosalega líður tíminn hratt. Það fer að líða undir lok apríl mánaðar og maí mánuður að ganga í garð. Mér finnst tíminn líða óeðlilega hratt. Það er farið að hlýna verulega hérna hjá okkur í Lundúnarborg og veðrið loksins farið að leika við mann. Þessi eeeendalausa rigning í marga marga daga var orðin frekar þreytt ef ég á að segja eins og er. Ég er komin með áskrift af brúnku því húðin mín virðist drekka sólina í sig því ég verð brúnni og brúnni með hverjum deginum sem líður. Er svosem ekkert að hata það. Þið verðið samt að afsaka hvað ég hef verið léleg við að blogga, þessi apríl mánuður var bara aðeins of rólegur hjá mér. Búið að vera mikið að gera bara í tengslum við fjölskylduna og vinnuna.  Ég er samt alltaf dugleg að setja inn myndir, það klikkar ekki. Ég fjárfesti í þessa fínu fínu myndavél sem átti að kosta 200 pund en fékk hana á topp tilboði og borgaði 94 pund með 4GB korti. Ég var ekkert lítið hamingjusöm með kaupin líka.

Eins og fram kom í síðasta bloggi þá eyddi ég páskahelginni minni í góðum félagsskap í Coventry. Við Þura og Sonja lögðum í hann seint á föstudeginum langa. Byrjuðum á að fara út að borða á Friday‘s og fengum okkur nokkra ljúffenga kokteila í tilefni þess að við værum komnar í smá frí. Svo tóku Aron og Atli Páll á móti okkur á lestarstöðinni í Coventry.  Fórum að sjálfsögðu á fótboltaleik daginn eftir sem var reyndar glataður og tölum helst ekkert meira um hann. Áttum frekar rólegt laugardagskvöld, spiluðum og kíktum svo eitthvað aðeins út á lífið. Í þetta skiptið brunuðum við til Birmingham og gaman að geta sagst hafa komið til Birmingham. Minning mín um Birmingham eru endalaus bláljós. Fannst vera bláljós á öllum byggingum þarna. Hefði verið gaman að koma þarna að degi og sjá ekki BARA bláljós á öllu hahaha.

Ég, Sonja og Þura í Coventry.                           Ég og Sonja í Birmingham.

Eins og flestir vita þá náttúrulega lömuðust flugsamgöngur í evrópu útaf þessu blessaða eldgosi okkar heima á Íslandi. Ég verð að viðurkenna að ég hef bara ALDREI orðið fyrir eins miklu áreiti eins og núna. Ég fann aldrei fyrir þessu Icesave dæmi, en þegar það kemur eldgos heima og flugsamgöngurnar lamast þá er það bara OKKUR Íslendingunum að kenna. Það hefur einu sinni verið spurt mig að því hvort það sé í lagi með fjölskyldu mína.  Annars heyrir maður bara ,,hvenær ætli þessi aska fari? Hvenær ætli flugin komist á áætlun? Já ég kemst ekki í fríið mitt til Orlando útaf þessu fucking volcano, ég get ekki gert þetta, ég get ekki gert hitt, þessi átti að koma í heimsókn til mín, ég var föst í frakklandi og tók mig 3 daga að komast til London, blablablabla" Eeendalaust væl og enginn að átta sig á því hversu slæmar afleiðingar þetta hefur á bændur og fólki í nærsveitum Eyjafjallajökuls. Ég varð bara svolítið pirruð út í þetta lið og ég sagði líka bara að þetta væri búið að hafa slæm áhrif á bændur og fólk hafi þurft að yfirgefa heimili sín og þá bara ,,jáá er það? Jiii en hræðilegt" Þessir Bretar sko.

Ég viðurkenni það að það er komin ísyggileg tilhlökkun í mig að koma aftur heim. Ég hefði aldrei trúað því upp á mig að segja þetta en ég er svona lúmskt farin að sakna þessa "venjulega" lífs. Skóli, vinna, skóli, vinna. Mig er samt farið að kvíða fyrir að sakna London, þrátt fyrir hvað þessir Bretar eru nú vitlausir þá á maður eftir að sakna þess rosalega að vera hérna. Geta ekki skroppið á Starbucks með stelpunum.... Úff elsku Starbucks. Ég á eftir að sakna þess að fá pilluna fría og kvíða fyrir að þurfa borga aleiguna mína fyrir einn kassa heima á Íslandi. Hérna er ég að fá 2 pakka FRÍA.Hjúkrunarkonan sagði líka ,,Það er greinilegt að Íslendingar vilja ekki koma í veg fyrir unglingaóléttu." Svo af því ég ætti ekki kærasta þá skildi hún ekkert í mér af hverju ég væri að koma til að fá pilluna en eftir að mér tókst að klóra mér útúr því að útskýra fyrir henni á ensku að ég hefði verið sett ung á pilluna útaf túrverkjum þá fór þetta að skýrast hahahaha. Verst er að ég get ekki látið einhvern fara fyrir mig til að sækja pakkann og senda mér bara til Íslands því ég þarf alltaf í öll skipti að fara í blóðþrýstingmælingu, fylla út einhverja pappíra og taka klamidyutest. Sem er kannski skiljanlegt. Svo er bara svo margt, margt fleira sem ég á eftir að sakna hérna.

Af mér er annars allt gott að frétta. Ég er bara í fullri vinnu við að vera heimavinnandi einstæð móðir. Páskafríð hjá krökkunum hérna úti er ekkert eðlilega langt. Joshua var á Íslandi í 10 daga og svo var ég með hann í heila viku eftir að hann kom frá Íslandi. Þannig ég var með brjálaða dagskrá alla daga til að halda honum gangandi því hann er svo rosalega mikill orkubolti og er ekkert mikið í því að taka því rólega.

Ég og Sofia Lilja í dýragarðinum.                Ég og Joshua Þór í Natrual History Museum.

Á kvöldin er ég svo búin að vera skipuleggja haustið og það virðist vera ganga svona stórkostlega vel og komin með vinnu í haust. Ég byrja í Hofsá fyrir austan þann 20. Ágúst - 20.september kem svo heim og byrja þá á fullu í Dressmann og fæ þar 80% vinnu fram að áramótum. Ég ætla svo að byrja í VMA eftir áramót og klára stúdentinn loksins. Ótrúlegt hvað svona hlutir létta á manni. Eina sem er eftir er bara að reyna finna ásættanlega íbúð á góðu verði. Ef einhver veit um eitthvað hafið þá endilega samband við mig.
Við au-pair stelpurnar höfum verið svolítið duglegar að hittast upp á síðkastið og fórum nokkrar stelpur út að borða um daginn sem var rosalega skemmtilegt. Gaman að kynnast líka nýjum stelpum, komu 2 nýjar stelpur með okkur og það var rosalegt fjör hjá okkur og skemmtun við okkur konunglega saman.

Hérna erum við allar saman. Vantar reyndar alveg
nokkrar au-pair stelpur en þetta eru allavega við
sem mættum þetta kvöld.


Það er loksins brjálað að gera í söngnum hjá mér. Við í kórnum erum á fullu að æfa fyrir tónleikana okkar 23.maí. Núna á fimmtudaginn byrja ég svo að æfa þessi 2 lög sem ég syng einsöng með píanóleikaranum. Gaman að segja svo frá því að það er stelpa sem er með mér í kórnum sem er hérna í tónlistarskóla. Hún á að skila lokaverkefninu sínu eftir 2 vikur og verkefnið á að vera þannig að þau eiga að velja lag til að setja upp með fullskipulagðri hljómsveit og hún bað mig um að syngja í hljómsveitinni. Erum að fara flytja lagið Líf með Hildi Völu. Hún vildi miklu frekar hafa eitthvað Íslenskt svo að verkefnið hennar yrði aðeins meira persónulegra. Erum á næstu dögum að fara vinna í þessu verkefni í studio þannig það eru spennandi tímar framundan. Loksins fékk ég eitthvað að gera í tenglsum við sönginn.

Annars hef ég svosem ekkert meira að segja ykkur í bili. Fer vonandi að styttast í að ég fari að fá heimsóknir frá Íslandi. Farin að sakna allra svo rooosalega mikið að það myndi muna ÖLLU að fá smáá heimsókn að heiman.
Unnur systir mín er svo 21. árs í dag og vil ég nota tækifærið til að óska henni innilega til hamingju með daginn. Væri ekkert á móti því að vera með fjölskyldunni núna að borða kökur og kræsingar.
Vonandi ertu búin að eiga góðan afmælisdag elskan mín :*

Afmælisbarnið ásamt fallegu nöfnu sinni.

Maí mánuður reikna ég með að verði aðeins meira spennandi þannig næsta blogg verður kannski innihaldsríkara og skemmtilegra.

Þangað til næst sendi ég ykkur risa knús og koss frá London.

Andrea kveðjur með bros á vör.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband