Tek á móti nýju ári skælbrosandi og hamingjusöm.

Kæru lesendur nær og fjær, þekktir sem óþekktir, kvittarar sem ókvittarar.

Dvölin mín á Íslandi var ekkert smá notaleg og róleg. Gott að taka svona jólafrí sem einkenndist eingöngu af slökun og “aðgerðaleysi“. Langt síðan að maður hefur tekið sér svoleiðis jólafrí. Enda er maður endurnærður eftir fríið, er búin að hlaða batteríin vel ef ekki bara of vel. Yndislegt að hitta alla aftur og frábært að eyða þessum fáu sólarhringum sem ég hafði með fjölskyldu og vinum. Gat því miður ekki hitt alla þá sem ég hefði viljað hitta, því miður þá get ég ekki verið á 2 stöðum í einu þó ég vildi það. Takk fyrir frábært jólafrí elsku vinir og fjölskylda, þið eruð æðisleg.


Ég er tilbúin undir þessa 7 mánuði sem eftir eru af dvöl minni hérna í Lundúnaborg. Ég trúi því ekki að þessi draumur sé að verða búinn þessir 7 mánuðir verða alltof fljótir að líða. Miða við hvað síðustu 5 mánuðir voru fljótir að líða þá get ég ekki ímyndað mér hvað þessir 7 mánuðir verða fljótir að líða þar sem að sumarið kemur þarna inní og Þura besta vinkona mín er að flytja út 14.febrúar. Tala nú ekki um afmælisgjöfina sem ég fékk frá fjölskyldu minni hérna úti. Jú, jú kæru lesendur ég er að fara til Parísar í apríl. Ég er löngu búin að plana þessa ferð því ég hef alltaf haldið í vonina um að þessi draumur myndi rætast. Þannig tilhlökkunin er gífurleg. Ég er alveg búin að komast að því að jákvæðnin mín er að koma mér virkilega áfram í lífinu. Hver hafði trú á því að litla ljóshærða stelpan frá Hrísey myndi gerast heimsborgari? Ég gerði mér allavega ekki grein fyrir því sem væri að gerast fyrir en í flugvélinni til London í ágúst og ég trúði því varla að mér hefði virkilega tekist að láta draum minn rætast. Ég er stolt af sjálfri mér og ég skammast mín ekki fyrir að segja það.

Ég kveð árið 2009 með bros á vör, þrátt fyrir virkilega erfitt og átakanlegt ár. Mér tókst að komast í gegnum árið með stæl, launaði sjálfri mér bestu lífreynslu sem hugsast getur og þessi lífreynsla á eftir að fylgja mér alla ævi.

Fyrsta bloggið mitt árið 2010 er stútfullt af jákvæðni, tilhlökkun og stolti enda þýðir ekkert annað.

Gleðilegt nýtt ár.

Hlakka til að sjá hverjir halda áfram að fylgjast með dvölinni minni hérna úti á nýju ári og þið sýnið það ekki öðruvísi nema kvitta elskurnar.

Andrea kveður með bros á vör.
andrea12_949091.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

,,Happy girls are the pretties".
- Audrey Hepburn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá til hamingju með þessa jákvæðni lilla min, haltu svona áfram:) enda verða þessir 7 mánuðir awesome:)

hulda rúnars (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:29

2 identicon

Æi Andrea þú ert svo mikil Pollýanna! Sem er bara æðislegt! Haltu áfram að vera svona jákvæð og til lukku með Parísarferðina! Ji hvað það verður gaman hjá þér!

Alveg sammála Audrey Hepburn btw ;-)

Knús og kossar,

Eva.

Eva Þórey (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 00:09

3 identicon

"JÁKVÆÐNI" hef ég sagt það einhvern tímann? Haltu áfram að hugsa svona aldrei að vita hvert það leiðir þig,sakna þín strax vona að þú frjósir ekki úr kulda.

Elska þig.Kv mamma.

mamma (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband