Í fréttum er þetta helst....
9.11.2009 | 19:58
Ég fór að velta því fyrir mér um helgina hvort ég hefði virkilega misst af jólunum í ár því ég verð að viðurkenna það að mér leið eins og það væru áramót um helgina. Flugeldasýningar út um alla borg og jólaljósin tendruð um allann bæ. Ég var nú komin í smá jólaskap fyrir en þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér líður núna. Eitt orð til að lýsa því ég er gjörsamlega að SPRINGA úr spenningi. Ástæðan fyrir öllum þessum flugelda sýningum var sú að þetta var til minningar um Guy Fawkes sem reyndi að sprengja konung og þinghús í loft upp 5. nóvember 1605.
Það er svo ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég hef ekki sest undir stýri síðan 5.ágúst. Ég þarf sem betur fer ekki að keyra hérna úti því ég yrði ekki lengi að klessa bílinn og jafnvel fara mér að voða í þokkabót. Þessi öfuga umferð hérna er ekki alveg fyrir alla og alltaf þegar ég er með Ingibjörgu og Chuck í bíl þá finnst mér alltaf eins og við séum að fara lenda í árekstri.
Hérna tek ég bara strætó, lestarnar eða labba bara allar mínar leiðir. Vildi að ég hefði tekið með mér svona kílómetra mælir til að geta séð hversu marga kílómetra ég hef labbað síðan ég kom út. Það væri sko skemmtilega stór tala á þeim skjá skal ég segja ykkur.
Mér finnst skemmtilegt að sjá hvað Bretarnir eru háðir regnhlífum. Það er eins og þeir séu hræddir við rigninguna því þegar það rignir þá annað hvort eru allir með regnhlíf sem láta sjá sig úti eða maður sér ekki manneskju úti. Eins og þessar regnhlífar eru nú pirrandi, tala nú ekki um ef maður er á Oxford Street. Maður er alltaf að reka sig í mann og annann eða flækja sig í regnhlífum annarra. Ekkert nema pirrandi. Þegar það er rigning þá er manni sagt að hafa krakkana bara inni.
Svolítið öðruvísi en á Íslandi því einmitt þegar það rignir heima þá vilja krakkarnir fara út og hoppa í pollunum. Eða það var allavega þannig heima í Hrísey hehehe.
Svo hef ég tekið eftir því líka hvað breskir kvenmenn eru rosalega spéhræddir. Allstaðar svona sér klefar fyrir kvenmenn til að afklæða sig eða fara í sturtu. Á Íslandi er það ekkert nema sjálfsagt að afklæða sig eða klæða sig í föt fyrir framan alla og ekkert verið að stressa sig neitt yfir því. Ef þessir klefar til að afklæða sig og klæða sig í eru allir uppteknir þá eru þær með svona handklæði til að vera viss um að enginn sér eitt né neitt. Mér finnst þetta rosalega fyndið.
Ég söng með kórnum í minni fyrstu messu í gær og ég viðurkenni það að þetta var bara ágætis upplifun. Þessi messa var 1 og hálfur klukkutími því þetta var kveðjumessa hjá Sigga Íslenska prestinum sem er að fara flytja aftur heim, það var einnig skírn og sunnudagaskóli líka. Allt þetta tókst prestinum að komast yfir á einum og hálfum klukkutíma. WELL done segi ég bara.
Við að syngja ,,I have a dream" með ABBA
í kaffinu eftir messuna.
Mér tókst að villast í London í fyrsta skiptið í gær. Bara afþví ég var orðin tæp á tíma og átti að vera mætt á einhvern ákveðin stað á ákveðnum tíma þá voru samgöngurnar í London bara alls ekki að spila með mér í gær. Helgarnar eru ömurlegar í tengslum við lestarnar því það er notað helgarnar til þess að gera við nokkrar línur eins fáránlegt og það er nú. Ég þurfti að byrja á því að fara með krakkana í vinnuna til Ingibjargar og Chuck því ég átti að mæta á kóræfingu klukkan 15:00 og messan byrjaði 16:00. Ég átti að geta tekið eina lest og komið mér á staðinn og ekkert vandamál frá BBC ef það hefði ekki verið að laga línuna og sú lína semsagt LOKU. Jæja þetta endaði með því að ég tók 3 lestar og einn strætó til að koma mér á staðinn og ég stóð eins og illa gerður hlutur á einum stað og hafði ekki hugmynd um hvar ég var í lífinu mínu jú ég vissi að ég væri í London en vitneskjan mín náði ekki mikið lengra en það. En þar sem að ég hef aldrei dáið ráðalaus þá tókst mér að koma mér í kirkjuna 45 mínútum of sein semsagt 15:45 þá gekk ég inn í kirkjuna. Þeir sem þekkja mig vel þá er ég ALLTAF stundvís og þoli ekki óstundvíst fólk og ég verð sérstaklega pirruð þegar ég sjálf mæti seint en það voru fleiri en bara ég sem lenntu í sama veseni svo þetta reddaðist.
Gaman að segja frá því að ég ætla breyta aðeins til og fara úr borginni um helgina og skreppa til Oxford. Ótrúlega fallegur háskólabær sem mig dauðlangar að skoða allt í svona gamaldags byggingum og fyrstu 2 Harry Potter bíómyndirnar voru teknar upp í Oxford. Ég ætla fara seinni partinn á föstudeginum og koma heim á sunnudaginn. Hlakka rosalega til að breyta aðeins til og sjá nýja hluti á nýjum stað. Skemmti mér til dæmis konunglega þegar ég fór til Coventry með Þuru. Held að við Þura eigum alveg eftir að gera meira af einhverju svona þegar hún flytur út í Janúar.
Miðbærinn í Oxford. Kannast flestir við þetta um hverfi
sem hafa séð Harry Potter 1&2
Það eru einungis 39 dagar í að ég komi heim í jólafrí og það vildi svo skemmtilega til að Hulda er í sama flugi og ég þannig við getum eytt síðustu tímunum saman fyrir jól á Heathrow flugvelli. Ekki skemmir fyrir að þekkja þann sem situr við hliðin á manni. Við eigum eftir að skemmta okkur konunglega þetta kvöld sem við förum til Íslands.
Knús og kossar til ykkar allra heima.
Bestu kveðjur
Andrea Ösp.
Athugasemdir
Hæ Krúsa mín.
Sé þig alveg fyrir mér vera orðin of sein,þeir sem þekkja þig vita að það er vont mál hahahaha en annars góða skemmtun um helgina en farðu samt varlega ástin mín.Vi luv u.
Kv mamma pabbi og Árni.
Mamma (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 00:30
ógeðslega stórt og mikið komment!!!!
Reynir (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 00:35
hahaha Andrea, ert þú alltaf að afklæðast hér og þar þegar þú ert á Íslandi? Ég skildi þetta ekki alveg, hef ekki séð marga bera kvennmenn hérna allavega ;) hvar eru þessir klefar eiginlega?
Skemmtu þér um næstu helgi, Reynir passaðu hana !!
Hefði viljað sjá þig 45 min of seina að labba inn í kirkjuna með gufuna upp úr hausnum pottþétt úr pirringi! haha
En já við eigum eftir að fara í mööörg svona ferðalög, loofa sko! :)
love you
Þura Björg (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 17:32
Hæ Andrea!
Mikið skil ég þig með þessa vinstri umferð, ég held ég myndi aldrei geta keyrt í London! En já ég vildi líka að ég væri búin að telja kílómetrana sem ég er búin að labba, maður myndi ALDREI labbað svona á Íslandi! Því miður er ég farin að keyra þannig að letin eykst eftir því sem bílinn er oftar skilinn eftir heima handa mér!
Haha vá! Ég er alltaf að reyna að skilja þetta með klefana! Hérna stara konurnar á mig ef ég fel ekki hverja einustu skinnpjötlu á leiðinni í sturtu, sem er auðvitað bakvið tjöld! Þetta er bara fáránlegt!
Ég öfunda þig rosalega að vera að fara til Oxford! Þú ert á leiðinni á slóðir margra frægra Íslendinga! Þar má helst nefna Sigurðar Nordal sem samdi ljóðið Ást, en hann var einmitt í námi í Oxford! Ekki nema 100 ár síðan!
Anyways, skemmtu þér vel! Það styttist óðfluga í jólafrí ;-) Víj!
Kveðjur frá Boston!
Eva.
Eva Þórey (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 02:32
Skemmtilegar lýsingar Andrea
Fínt að hafa þesar myndir líka.
B. kveðjur,
Kata frænka.
Katrín Björk Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:08
Skemmtileg lesning og magnaðar myndir. Væri alveg til í að kíkja til Oxford, ekkert smá flott þar!:)
Þorri (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 17:23
úú flugeldarnir eru þvílíkt flottir!
Skemmtu þér um helgina sæta mín :)
erla björt (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.