Alltaf nóg að gera.

Oxford
Oxford var frábær þrátt fyrir að hafa ekki fengið besta veðrið sem veðurguðirnir okkar geta boðið uppá. Þrátt fyrir rigningu, vind og kulda þá létum við okkur hafa það að kíkja og skoða okkur um. Það vill svo skemmtilega til að ég á vin sem býr í Oxford og hann er þar í skóla sem segir ykkur það að ég fékk fínasta guide með mér í ferðina. Gáfum okkur kannski ekki alveg eins mikinn tíma til að skoða allt eins og maður hefði kannski gert í góðu veðri, en ég náði allavega að sjá svona það helsta. Christ Church er meiriháttar og maður fékk Harry Potter fýlinginn beint í æð. Ekki skemmdi fyrir að það kom streymandi krakkaskari í klædd svörtum buxum og með svona svartar skykkjur bara alveg eins og þau í Harry Potter voru með í mynd nr 1. Ég náði því miður ekki mynd af því af því þau löbbuðu svo hratt í gegnum gangana og inn um aðra hurð og ég var svo hissa á þessu og var ekki með hugann við að taka mynd af þessu. Það sem ég elskaði mest við Oxford var hvað þetta er allt eldgamlar byggingar og þvílík list sem þetta er.  Allt svo lítið og krúttlegt, þröngar göturnar og sumstaðar svona pínulitlar hurðir sem hobbitar gætu hugsanlega átt heima í. Litlu stelpunni frá Hrísey fannst þetta allt svo merkilegt og ég  ætla reyna fara aftur í sumar með Þuru og reyna ná þá góðu veðri til að geta skoðað bæinn betur.

Christ Church                                       Matsalurinn sem Harry Potter var tekin upp í.

Íslendinga partý

Núna á föstudaginn er verið að fara halda Íslendinga partý sem við stelpurnar ætlum að mæta saman á. Ég get ekki sagt annað en bara það að ég sé rosalega spennt. Búið að taka frá skemmtistað fyrir okkur þannig þetta verður samkoma sem verður allt morandi í Íslendingum og það verður sko skemmt sér eins og okkur Íslendingunum er einum lagið.

Mamma

Það fer að styttast í að mamma komi í heimsókn, ætla vona að hún fari bráðum að bóka flugið svo ég geti farið að telja niður. Ætla vona að ég verði eitthvað í fríi á meðan hún verður í heimsókn svo ég geti sýnt henni miðbæinn og sýnt henni hvað ég er orðin klár hehehe.  Ætla líka að vona að hún nái 1.des hátíðinni hjá Íslendinga félaginu því þá getur hún komið með mér og séð hvað ég hef verið að gera í kórnum og hitt stóran hluta af því fólki sem ég hef kynnst.

Hull
Í byrjun desember nánara tiltekið 5.desember þá er ég að fara til Hull með kórnum. Erum að fara syngja í messu 5.desember, það verður gaman að prófa vera í messu sem fer einungis fram á ensku. Svo ætlum við hópurinn að fara út að borða saman og kíkja eitthvað á bæinn um kvöldið. Hlakka mjög til að fara þangað, langt síðan ég sá sjóinn þannig það verður gaman að sjá eitthvað annað en bara háhýsi og endalaus hús.

Jólafrí
Það er akkúrat mánuður í að ég komi heim til Íslands í jólafrí og spenningurinn er í hámarki. Get ekki sagt annað en að það verði besta tilfinning í heimi að setjast í ferjuna, hitta Hríseyingana og labba síðan inn í Kelahús og sofa í mínu eigin rúmi og njóta þess að vera heima. Held að þetta verður annað hvort þannig að ég sé endalaust að gera eitthvað, ganga frá, setja í uppþvottavélina og þess háttar vegna þess að það er það sem ég hef gert á hverjum degi í 4 mánuði eða ég geri nákvæmlega bara ekki neitt.  Ætla nýta þessar 2 vikur mjög vel og get ég því miður ekki lofað því að hitta alla sem mig langar til að hitta en ég ætla reyna mitt besta að reyna sjá sem flesta en þar sem að ég er alltaf svo skipulögð þá er ég búin að forgangsraða því ef ég myndi ekki gera það þá kannski gleymi ég að hitta mikilvæga manneskju fyrir kannski manneskju sem er mér ekki eins mikilvæg. No offence en þetta er bara mitt áhyggjuefni hehehe. Langt þangað til ég kem heim eftir jólafrí þannig þessar 2 vikur hjá mér eru að verða fullbókaðar og er ekki einn dagur laus liggur við. Þetta kemur allt í ljós þegar nærdregur stundum er alveg hrikalega erfitt að vera svona skipulögð þegar kemur að einhverju svona.  Ég ætla samt sem áður að reyna mitt besta að ná að gera allt sem þarf að gera og hitta þá sem eru mér mikilvægir.

Eins og þið sjáið þá er alltaf nóg að gera hjá mér enda reyni ég eins og ég get að hafa sem mest að gera.  Ég er vön því að vera alltaf á fullu og þannig líður mér best. Það er reyndar alveg fínt að vera vinna fyrir fjölskylduna mína, passa fyrir aðra fjölskyldu annað slagið og vera í kór.  Væri samt rosalega til í að vera í skóla með au-pair starfinu en þar sem að fólkið mitt vinnur vaktavinnu og eru ekki alltaf að vinna á sama tímanum er rosalega erfitt fyrir mig vita hvenær ég er laus og hvenær ekki. Hef samt nokkrar hugmyndir eftir áramót sem kemur bara í ljós hvernig fer þegar kemur að því.  Ætla ekki að segja eitt né neitt nema það sé pottþétt. Eina sem er pottþétt er að ég passa allavega upp á það að hafa bara nógu mikið að gera eftir áramót líka. Ég trúi því varla að ég sé að fara koma heim í jólafrí eftir mánuð, þetta hefur verið svo ótrúlega fljótt að líða og ég hef skemmt mér konunglega. Ég hef aldrei verið eins hamingjusöm, ánægð og sátt með sjálfan mig og lífið eins og á þessum 4 mánuðum. Þetta var bara það sem fullkomnaði líf mitt og þurfti greinilega á þessu að halda. Tala nú ekki um allt þetta frábæra fólk sem ég hef kynnst, hef eignast nýjar frábærar vinkonur sem hafa alltaf verið til staðar fyrir mig þegar ég þarf á þeim að halda. Svo kemur Þura besta vinkona mín út til London sem au-pair líka í lok Janúar þannig  ég bara get ekki kvartað yfir einu né neinu
 
Lífið mitt er fullkomið.

Ég, Sigga og Hulda uppáhalds stelpurnar mínar hérna úti.

 

 

 

Knús og kossar til ykkar allra heima.
Ástarkveðja Andrea Ösp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert krútt:) ég hlakka til að hitta þig um jólin sæta mín!!:):) vonandi  nærðu að skipuleggja þig vel í jólafríinu svo þú getir hitt allt fólkið þitt!

en með það hvort þú verðir á fullu í heimilisverkum þegar þú kemur heim eða bara gerir ekki neitt. ég legg til að þú gerir EKKI NEITT:D hehe, ég held þú eigir það skilið! þú ert að standa þig konunglega þarna úti og ég er geggjað stolt af þér sætamin :*

love!

Svanhildur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:07

2 identicon

Hæhæ

Skemmtilegt blogg hjá þér Andrea og frábært að heyra hversu vel þér líður í útlandinu.            

Hafðu það gott.

Kveðja Kristín Björk.

Kristín Björk (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 18:17

3 identicon

Hæ Andrea!

Vá hvað eru flottar myndirnar frá Oxford! Ég missti næstum andann þegar ég sá Harry Potter matsalinn! Haha! Þetta hefur greinilega verið frábær ferð hjá þér!

Þú ert nú meira krúttið að vera að skipuleggja allt jólafríið þitt! Haha! En auðvitað langar mann að hitta sem flesta meðan maður er heima :-) Gott að þú ætlar að nýta tímann vel!

Æðislegt að mamma þín ætli að koma í heimsókn! Ég er svona líka, mig langar geðveikt að sýna mömmu hvað ég er orðin klár ;-) Haha!

Kveðjur frá Boston,

Eva.

Eva Þórey (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 22:16

4 identicon

Hæ Andrea, bara að skilja eftir komment að ég fylgist með þér þarna úti :D
Vonandi fæ ég að sjá þig í jólafríinu elskan :)

Erla Björt (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 09:12

5 identicon

andrea sæta mín;*

hlakka svo til að sjá þig í jólafríinu ef þú verður vonandi ekki OF upptekinn;oen gaman að sjá og lesa bloggin þín þó svo ég sé ekki of dugleg við að lesa;o fyrirgefðu;*

Rosa ertu sæt og gaman að lesa að þú skemmtir þér ástin min;*

kossar og innilegt knús frá akureyri <3

fanney (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband