Færsluflokkur: Bloggar
Síðasta bloggið :)
6.7.2010 | 21:08
Jæja þá er komið að leikslokum hérna í London. Hef tekið eftir og líka heyrt frá því hvað flestir öfunda mig af þessari lífsreynslu, enda tel ég mig frekar heppna að hafa fengið tækifæri til þess að gera þetta. Þessi lífreynsla er virkilega nauðsynleg fyrir alla. Þetta er eitthvað sem ég á aldrei eftir að sjá eftir og mæli hiklaust með þessu fyrir ykkur öll sem viljið breyta til í lífinu ykkar. Þetta er alls ekki spurning um að þora heldur bara að gera. Mér bauðst þetta ótrúlega tækifæri að flytja í stórborgina London, búa hjá yndislegri fjölskyldu og hugsa um 2 yndisleg börn sem ég á eftir að sakna hræðilega. Ég þakka Þuru endalaust fyrir það að hafa hringt í mig og sagt mér frá þessari fjölskyldu. Ég var nú á báðum áttum með þessa ákvörðun mína til að byrja með, hélt að ég myndi missa af svo miklu heima, myndi fá heimþrá og bara ekki meika þetta starf og þetta var allt bara svo rosalega óraunverulegt. Þetta var búið að vera draumurinn minn lengi og ég trúði ekki að hann væri að verða að veruleika. Það sem fékk mig til að kýla á þetta var eingöngu það að ég þráði ekkert heitar en að yfirgefa Hrísey, Akureyri og bara Ísland yfir höfuð, upplifa nýja hluti, kynnast sjálfri mér og verða sterkari og þroskaðari manneskja.
Auðvitað tók það mig smá tíma að venjast stórborgar lífinu, kannski ekki við öðru að búast af lítilli ungri stelpu frá Hrísey. Að sjálfsögðu var þetta menningarsjokk. Ótrúlegt en satt varð ég svo eins og innfæddur Londonbúi eftir mánuð og lærði fljótt á lestarkerfið og strætókerfið. Kannski var það bara vegna þess að ég er talin hafa mikla aðlögunarhæfni og er fljót að læra undir pressu. Ég fann strax að þetta ætti eftir að verða yndislegur og lærdómsríkur tími og ég kæmi aldrei út úr þessu öðruvísi en bara í stórum plús.
Ég hef eignast frábærar vinkonur hérna úti og aldrei nokkrun tíman gat ég gert mér grein fyrir því að ég myndi kynnast nýju fólki sem gætu orðið svona náið mér á stuttum tíma. Elsku stelpurnar mínar hérna í London, Hulda, Elín og Linda eru orðnar einar af mínum bestu vinkonum og vona innilega að það eigi eftir að endast þrátt fyrir aðskilnað. Svo má ekki gleyma elskulega kærasta mínum honum Daða sem mér tókst að finna hérna í London. Ég gæti ekki verið hamingjusamari með þetta allt saman.
Ég er búin að sjá og gera hluti sem hafa alltaf bara verið í draumum mínum en urðu loksins að veruleika. Það má allavega segja að ég sé búin að næra ævintýraþránna mína ágætlega á þessu eina ári og er tilbúin til þess að takast á við venjulegt líf á Íslandi svona allavega á meðan ég klára skólann. Ég held að ég sé búin að breytast frekar mikið, ég segi og geri hluti allt öðruvísi en áður, tek á vandamálum allt öðruvísi og viðhorf mitt til lífsins hefur breyst til hins betra. Ég hef líka lært að ef það er eitthvað sem maður virkilega vill gera í lífinu þá er eina í stöðunni að einbeita sér að því að framkvæma þá og ekki bara tala um að vilja gera þessa hluti. Ég er ótrúlega ánægð með allt það sem ég hef gert hérna úti og yrðast einskis.
Þið eruð eflaust að hugsa núna að þetta hljómar alltof fullkomið og þetta geti bara ekki hafa alltaf verið svona frábært allan þennan tíma. Í heild sinni var þetta jú svona frábært en auðvitað komu slæmir tímar líka. Grasið er oft ekkert grænna hinum megin, þú getur ekki farið á neinn stað í heiminum án þess að þurfa takast á við einhver vandamál. Vandamálin koma við allstaðar og þú getur aldrei komið í veg fyrir að slíkt komi ekki fyrir. Auðvitað hefur verið leiðinlegt til lengdar að hafa haft svona mikinn tíma fyrir sjálfan mig, ekki þar fyrir utan þá var það augljóslega bara það sem ég þurfti á að halda. Þess vegna er ég orðin að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég hef til dæmis aldrei verið í eins góðu formi eins og ég er í dag og held að ég hafi bara aldrei litið betur út og liðið eins vel líkamlega og andlega eins og ég geri í dag. Ég hef kynnst sjálfri mér rosalega vel, ég hef fyllst af sjálfstrausti og sjálfsöryggi, ég hef lært að elska sjálfan mig, ég hef lært að elska aðra, ég hef lært að bera virðingu fyrir mér og öðrum og ég hef lært að bera ábyrgð á 2 mikilvægum gullmolum sem eru mikilvægari en allt annað í lífinu.
Ekki má svo gleyma því að ég hef virkilega séð hverjir eru vinir mínir og hverjir ekki. Ég get ekki lýst því hversu glöð ég var þegar Heiðar, Þorri og Unnur komu í heimsókn til mín í lok júní. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að eiga svona frábæra vini sem gáfu sér tíma og söfnuðu sér smá pening bara til þess að koma og heimsækja mig, sjá hvernig lífið mitt væri hérna og njóta þess að eyða einni helgi með mér hérna.
Þura kom líka í heimsókn til mín í október og ákvað svo að slá til og taka fjölskyldunni sem ég fann fyrir hana og fórna nokkrum mánuðum heima á Íslandi til þess að búa með mér í London frá febrúar til maí. Þetta verður tími sem ég mun ALDREI gleyma. 2 bestu vinkonur að búa saman í London, fórum í ógleymanlega ferð til Prag, fórum 2 sinnum til Coventry og gerðum allskonar skemmtilega hluti saman sem verða aldrei gleymdir.
Ég viðurkenni að síðustu vikurnar hérna í London hafa verið mjööög erfiðar því ég er orðin svo spennt að komast heim og það virðist allt hafa verið ömögulegt hjá mér. En eins og þeir sem hafa lennt í því að fá smá heimþrá og spenntir að komast heim vita hvernig þessi tilfinning er.
Án ykkar allra hefði mér aldrei tekist þetta allt saman og takk fyrir að vera svona dugleg að fylgjast með mér. Þó kvittanirnar hafa ekki verið margar þá sá ég hversu margir voru að kíkja á síðuna mína og ég er rosalega glöð að sjá hvað það voru margir sem þóttu spennandi að lesa um lífið mitt hérna í London.
Takk fyrir allt saman elsku vinir og fjölskylda.
Læt fylgja hérna með blogginu nokkrar eftirminnilegar myndir frá London.
Ég og Sofia í ágúst. Ég við Arsenal leikvaginn.
Unnur kom í heimsókn í september. Hvernig get ég gleymt Luca haha
Ég og Linda mín ;* Fyrsta djammið mitt með Huldu og Siggu.
Þura kom í heimsókn til mín í október Ég fór til Oxford í nóvember og sá
og við fórum í heimsókn til Arons Harry Potter matsalinn.
í Coventry.
Mamma kom í heimsókn í Desember. Ég á afmælinu mínu í Janúar.
Ég og Sigtryggur afmælisbörn. Elín, ég og Hulda :*
Oftar en ekki var ég eina ljóskan Þura flutti út í febrúar og þarna erum við
í hópnum. saman ásamt Sonju au-pair líka.
Eina myndin af mér úr Prag Prag ferðinni verður seint gleymt.
ferðinni með Þuru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vantar fleiri klukkutíma í sólarhringinn hjá mér.
21.5.2010 | 09:18
Þið verðið bara fyrirgefa hvað ég hef verið léleg að blogga. Ég hef hér með ákveðið að blogga bara einu sinni í mánuði og koma frekar bara með langt blogg í staðinn fyrir lítil og ómerkileg blogg. Ekki það að það sé mikið eftir af dvöl minni hérna í Lundúnarborg en mér finnst þetta bara þægilegra.
Það fer að styttast í endalokin og ég á rooosalega erfitt með að sætta mig við það. Mér finnst eins og ég sé að fara í frí frá börnunum mínum. Mér líður eins og verstu mömmu sem finnst þurfa að gera lista fyrir nýju barnapíuna um hvað það er sem á að gera með börnunum klukkan hvað. Ég er búin að setja upp svo góða rútínu sem virðist ganga svona rosalega vel með krökkunum og þá sérstaklega Sofiu þar sem að ég er náttúrulega með hana allann daginn á fimmtudögum og föstudögum. Maður er búin að mynda svo rosalega sterk tengsl við krakkana og ég er ekki frá því að ég sé farin að finna fyrir þessari sterku móðurtilfinningu. Tilfinning mín gagnvart börnunum er allavega ólýsanleg.
En að allt öðru.
Það er búið að vera alveg brjálað að gera hjá mér í bæði vinnu og söngnum. Loksins fékk ég eitthvað að gera sem tengdist söngnum. Eins og flestir vita þá fór ég náttúrulega í studio með Íslenskum tónlistarnemum. Ótrúlega gaman og spennandi að fá að fara í svona alvöru studio. Þurfti að fá svona sér passa og allt til þess að fá að labba um húsið. Það voru svo ótrúlega mikið af flottum studioum þarna. Eina sem ég sá voru bara riiisa herbergi með riiisa tækjum og tólum og fullt af fólki að vinna verkefni. Væri ekkert á móti því að fá að fara aftur og taka bara upp heilan disk þetta var svo ótrúlega gaman. Þó ég segi sjálf frá þá var ég ótrúlega ánægð með útkomuna. Þið getið hlustað á lagið hér fyrir neðan.
Kórinn er svo að fara halda tónleika á sunnudaginn. Ég fékk þau forréttindi að taka 2 lög einsöng þannig ég er búin að vera æfa alla vikuna með kórnum og svo hef ég verið að hitta konuna sem spilar undir í lögunum mínum ein og æft mín lög. Generalprufan var í gærkvöldi og þetta gekk allt saman mjög vel eina sem ég þarf að gera er bara að vera ekki svona stressuð, slaka og og bara kýla á þetta. Læt taka þetta upp og ef þetta gengur vel þá skelli ég þessu á facebook svo þið getið fengið að hlusta.
Okkur Þuru var svo boðið að koma í myndatöku hjá ljósmyndastudioi sem heitir ,,The Face London. Þetta hljómaði svo spennandi og skemmtileg að við ákváðum að taka áhættuna og segja já við þessu og við sjáum alls ekki eftir því í dag. Fengum þessar frábæru myndir og ég er ótrúlega ánægð með útkomuna á myndunum. Það var ekkert smá erfitt að velja úr öllum þessum 1000 myndum, fengum bara takmarkað margar myndir frítt og þetta er rosalega dýr og flott stofa. Við fengum þarna make up, hárgreiðslu, mini handsnyrtingu, kampavín og ég veit ekki hvað og hvað. Mætti segja að þetta hafi verið dekurdagur sem við Þura höfðum leeengi beðið eftir. Ég vil bara þakka ykkur öllum kærlega fyrir frábær comment á þessar myndir ég var alveg orðlaus að sjá þessi viðbrögð hjá ykkur. Þið eruð frábær.
Veðrið hérna í London er orðið ekkert smááá gott. Hitinn fer alveg upp í 26 gráður og minnst niður í 15 þessa dagana. Maður ætti að vera orðin vel tanaður þegar ég kem heim. Vonandi allavega hahaha!
Gaman að segja frá því að mamma og Árni bróðir eru að koma í heimsókn næstu helgi og ég get ekki beeeeeðið. Hlakka svo til að fá mömmuknús og fá að sýna Árna London. Hann er svo spenntur að hann veit varla hvernig hann á að haga sér elsku drengurinn. Svo eru Unnur, Heiðar og Þorri að koma 24.júní og það á eftir að vera ógeðslega skemmtlegur tími. Eyða helginni með bestu vinum mínum í London er ekki eitthvað sem maður hatar.
Ég með elskulegu strákunum mínum og Unni :*
Eins og þið sjáið þá hefur maí mánuður verið frekar upptekinn en alveg ótrúlega skemmtilegur og spennandi. Ég er ótrúlega hamingjusöm lítil stelpa þessa dagana og brosi allann hringinn.
Ég ætla segja þetta gott í bili og ég hef sko nóg að segja ykkur í næsta bloggi.
Þangað til næst bið ég að heilsa ykkur.
Andrea kveður með bros á vör frá elsku London.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúlegt en satt þá er apríl mánuður að verða búinn ;o
26.4.2010 | 18:35
Eins og fram kom í síðasta bloggi þá eyddi ég páskahelginni minni í góðum félagsskap í Coventry. Við Þura og Sonja lögðum í hann seint á föstudeginum langa. Byrjuðum á að fara út að borða á Fridays og fengum okkur nokkra ljúffenga kokteila í tilefni þess að við værum komnar í smá frí. Svo tóku Aron og Atli Páll á móti okkur á lestarstöðinni í Coventry. Fórum að sjálfsögðu á fótboltaleik daginn eftir sem var reyndar glataður og tölum helst ekkert meira um hann. Áttum frekar rólegt laugardagskvöld, spiluðum og kíktum svo eitthvað aðeins út á lífið. Í þetta skiptið brunuðum við til Birmingham og gaman að geta sagst hafa komið til Birmingham. Minning mín um Birmingham eru endalaus bláljós. Fannst vera bláljós á öllum byggingum þarna. Hefði verið gaman að koma þarna að degi og sjá ekki BARA bláljós á öllu hahaha.
Ég, Sonja og Þura í Coventry. Ég og Sonja í Birmingham.
Eins og flestir vita þá náttúrulega lömuðust flugsamgöngur í evrópu útaf þessu blessaða eldgosi okkar heima á Íslandi. Ég verð að viðurkenna að ég hef bara ALDREI orðið fyrir eins miklu áreiti eins og núna. Ég fann aldrei fyrir þessu Icesave dæmi, en þegar það kemur eldgos heima og flugsamgöngurnar lamast þá er það bara OKKUR Íslendingunum að kenna. Það hefur einu sinni verið spurt mig að því hvort það sé í lagi með fjölskyldu mína. Annars heyrir maður bara ,,hvenær ætli þessi aska fari? Hvenær ætli flugin komist á áætlun? Já ég kemst ekki í fríið mitt til Orlando útaf þessu fucking volcano, ég get ekki gert þetta, ég get ekki gert hitt, þessi átti að koma í heimsókn til mín, ég var föst í frakklandi og tók mig 3 daga að komast til London, blablablabla" Eeendalaust væl og enginn að átta sig á því hversu slæmar afleiðingar þetta hefur á bændur og fólki í nærsveitum Eyjafjallajökuls. Ég varð bara svolítið pirruð út í þetta lið og ég sagði líka bara að þetta væri búið að hafa slæm áhrif á bændur og fólk hafi þurft að yfirgefa heimili sín og þá bara ,,jáá er það? Jiii en hræðilegt" Þessir Bretar sko.
Ég viðurkenni það að það er komin ísyggileg tilhlökkun í mig að koma aftur heim. Ég hefði aldrei trúað því upp á mig að segja þetta en ég er svona lúmskt farin að sakna þessa "venjulega" lífs. Skóli, vinna, skóli, vinna. Mig er samt farið að kvíða fyrir að sakna London, þrátt fyrir hvað þessir Bretar eru nú vitlausir þá á maður eftir að sakna þess rosalega að vera hérna. Geta ekki skroppið á Starbucks með stelpunum.... Úff elsku Starbucks. Ég á eftir að sakna þess að fá pilluna fría og kvíða fyrir að þurfa borga aleiguna mína fyrir einn kassa heima á Íslandi. Hérna er ég að fá 2 pakka FRÍA.Hjúkrunarkonan sagði líka ,,Það er greinilegt að Íslendingar vilja ekki koma í veg fyrir unglingaóléttu." Svo af því ég ætti ekki kærasta þá skildi hún ekkert í mér af hverju ég væri að koma til að fá pilluna en eftir að mér tókst að klóra mér útúr því að útskýra fyrir henni á ensku að ég hefði verið sett ung á pilluna útaf túrverkjum þá fór þetta að skýrast hahahaha. Verst er að ég get ekki látið einhvern fara fyrir mig til að sækja pakkann og senda mér bara til Íslands því ég þarf alltaf í öll skipti að fara í blóðþrýstingmælingu, fylla út einhverja pappíra og taka klamidyutest. Sem er kannski skiljanlegt. Svo er bara svo margt, margt fleira sem ég á eftir að sakna hérna.
Af mér er annars allt gott að frétta. Ég er bara í fullri vinnu við að vera heimavinnandi einstæð móðir. Páskafríð hjá krökkunum hérna úti er ekkert eðlilega langt. Joshua var á Íslandi í 10 daga og svo var ég með hann í heila viku eftir að hann kom frá Íslandi. Þannig ég var með brjálaða dagskrá alla daga til að halda honum gangandi því hann er svo rosalega mikill orkubolti og er ekkert mikið í því að taka því rólega.
Ég og Sofia Lilja í dýragarðinum. Ég og Joshua Þór í Natrual History Museum.
Á kvöldin er ég svo búin að vera skipuleggja haustið og það virðist vera ganga svona stórkostlega vel og komin með vinnu í haust. Ég byrja í Hofsá fyrir austan þann 20. Ágúst - 20.september kem svo heim og byrja þá á fullu í Dressmann og fæ þar 80% vinnu fram að áramótum. Ég ætla svo að byrja í VMA eftir áramót og klára stúdentinn loksins. Ótrúlegt hvað svona hlutir létta á manni. Eina sem er eftir er bara að reyna finna ásættanlega íbúð á góðu verði. Ef einhver veit um eitthvað hafið þá endilega samband við mig.
Við au-pair stelpurnar höfum verið svolítið duglegar að hittast upp á síðkastið og fórum nokkrar stelpur út að borða um daginn sem var rosalega skemmtilegt. Gaman að kynnast líka nýjum stelpum, komu 2 nýjar stelpur með okkur og það var rosalegt fjör hjá okkur og skemmtun við okkur konunglega saman.
Hérna erum við allar saman. Vantar reyndar alveg
nokkrar au-pair stelpur en þetta eru allavega við
sem mættum þetta kvöld.
Það er loksins brjálað að gera í söngnum hjá mér. Við í kórnum erum á fullu að æfa fyrir tónleikana okkar 23.maí. Núna á fimmtudaginn byrja ég svo að æfa þessi 2 lög sem ég syng einsöng með píanóleikaranum. Gaman að segja svo frá því að það er stelpa sem er með mér í kórnum sem er hérna í tónlistarskóla. Hún á að skila lokaverkefninu sínu eftir 2 vikur og verkefnið á að vera þannig að þau eiga að velja lag til að setja upp með fullskipulagðri hljómsveit og hún bað mig um að syngja í hljómsveitinni. Erum að fara flytja lagið Líf með Hildi Völu. Hún vildi miklu frekar hafa eitthvað Íslenskt svo að verkefnið hennar yrði aðeins meira persónulegra. Erum á næstu dögum að fara vinna í þessu verkefni í studio þannig það eru spennandi tímar framundan. Loksins fékk ég eitthvað að gera í tenglsum við sönginn.
Annars hef ég svosem ekkert meira að segja ykkur í bili. Fer vonandi að styttast í að ég fari að fá heimsóknir frá Íslandi. Farin að sakna allra svo rooosalega mikið að það myndi muna ÖLLU að fá smáá heimsókn að heiman.
Unnur systir mín er svo 21. árs í dag og vil ég nota tækifærið til að óska henni innilega til hamingju með daginn. Væri ekkert á móti því að vera með fjölskyldunni núna að borða kökur og kræsingar.
Vonandi ertu búin að eiga góðan afmælisdag elskan mín :*
Afmælisbarnið ásamt fallegu nöfnu sinni.
Maí mánuður reikna ég með að verði aðeins meira spennandi þannig næsta blogg verður kannski innihaldsríkara og skemmtilegra.
Þangað til næst sendi ég ykkur risa knús og koss frá London.
Andrea kveðjur með bros á vör.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Farið að styttast heldur betur í heimkomu.
24.3.2010 | 09:34
Eftir hina frábæru lífsreynslu og ævintýri í Prag fannst mér vera komin tími á að skrifa nokkrar línur frá liðnum dögum. Gaman að heyra og sjá hvað fólk er alltaf jafn duglegt að fylgjast með mér.
Af mér er allt gott að frétta,lífið gengur sinn vanagang og lífsrútínan yfirleitt sú sama. Ingibjörg er búin að ráða nýja stelpu fyrir haustið. Blendnar tilfinningar yfir því. Ég trúi því ekki að þetta sé að verða búið hjá mér. Þetta ár hefur verið einum of fljótt að líða. Vona innilega að nýja au-pair stelpan sem heitir Þóra eigi eftir að líka vel hérna hjá þessari frábæru fjölskyldu sem ég á eftir að sakna SÁRT. Já já þann 23.júlí má búast við mér heim á klakann. Mér líður eins og ég sé að fara yfirgefa mín eigin börn og hef oft hugsað með mér ,,af hverju verð ég ekki bara eitt ár í viðbót? Ég er ekki að missa af neinu heima á Íslandi". Svo þegar ég fer að pæla alvarlega í þessu þá kemur hugsunin ,,Ég verð að klára skólann. Eftir stúdentinn get ég kannski bara farið aftur út til þeirra eða gert eitthvað annað spennandi" Hef hugsað mikið um þetta allt saman og það sem dregur mig heim er jú skólinn. Ég er alveg viss um að eftir svona mánuð heima verð ég farin að þrá það að komast í burtu þannig ég efast alls ekki um það að ég eigi eftir undirbúa nýtt ævintýri eftir stúdentinn. Ævintýraþráin verður farin að gera mig geðveika þá því þá veit ég að er næstum því bara "frjáls" og get gert hvað sem er þangað til ég er orðin nokkuð viss um hvað ég vil læra í háskóla. Neita því ekki að ég er með aaaaalltof margar hugmyndir til að gera eftir stúdentinn en það eru hugmyndir sem fá að dvelja í huganum og jú auðvitað í skipulagsbókinni minni (draumabókinni) þangað til kemur að því að láta þetta verða af veruleika. Þangað til held ég bara áfram að skoða og finna nýjar og nýjar hugmyndir.
Ég og sæti Joshua minn á Ég og Hulda mín ;*
afmælinu sínu 20.mars.
En að öðru.
Ég er byrjuð að læra ensku. Nei ég er ekki í enskuskóla því það er alltof dýrt og lítið sem ekkert um fría kúrsa hérna. Ingibjörg keypti handa mér frábæra kennslubók í ensku og ég tek klukkutíma jafnvel 2 tíma (fer eftir því hverju ég nenni) á hverju kvöldi í lærdóm. Síðan fer hún yfir hjá mér og útskýrir fyrir mér hlutina af hverju þeir eru svona en ekki svona. Gáfu mér svo líka Twilight bókina og ég viðurkenni að mér finnst svolítið erfitt að lesa hana en ég strika undir þau orð sem ég skil ekki og Ingibjörg segir mér hvað þau þýða og þetta á jú að hjálpa mér með orðaforðann. Þetta virðist ganga rosalega vel hjá mér miða við orð Ingibjargar og ég sjálf viðurkenni að mér finnst þetta vera eitthvað auðveldara núna. Svosem kannski ekki við öðru að búast ætla rétt að vona að dvölin mín hérna úti muni sína einhvern árangur. Hef sent námsráðgjafanum mínum í VMA póst um stöðuprófið og stefnan er að taka stöðuprófið í desember. Markmið mitt í þessu prófi er allavega að koma mér uppúr ensku 102. Vona samt innilega að ég geti bara klárað þetta og orðið student í ensku.. Það eru hinsvegar draumórar.
Næstu mánuðir hjá mér eru frekar uppteknir og má eignlega segja að við Þura séum að missa okkur í plönum og skipulagningu. Það er líka orðið svo rosalega gott veður hérna í London að maður vill helst bara ekkert vera inni. Enda er miklu kaldara inní húsunum en úti. Allavega hjá mér.
Næsta mál á dagskrá er allavega heimsókn til Arons í Coventry. Við Þura og Sonja vinkona hennar frá Dalvík ætlum að fara 2.apríl til Coventry og eyða páskahelginni þar í góðum félagsskap. Það verður rosalega gott að komast aðeins úr borginni í minna og rólegra umhverfi og eiga frábæra helgi með frábæru fólki.
Maí mánuður er orðin vel skipulagður og ég verð held ég upptekin allar helgarnar í maí. Það verða tónleikar hjá okkur í kórnum hvítasunnuhelgina nánara tiltekið 23.maí og ég er að fara syngja einsöng. Hlakka rosalega til. Mamma og pabbi ná vonandi að koma hvítasunnuhelgina. Það myndi vera svoooo gaman að fá þau í heimsókn og æðislegt að þau geti verið á tónleikunum. Mamma og Unnur hafa komið einu sinni áður en það væri svo gaman að geta fengið pabba og Árna líka. Þetta er líka eini tíminn sem þau öll gætu komið þannig ég krosslegg fingur og bíð eftir því að heyra að þau séu búin að bóka. Svo ætlar Unnur að reyna koma í júní. Svo verð ég bara komin heim áður en ég veit af.
Knús og koss til ykkar frá London.
Love Andrea Ösp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ævintýrið í Prag.
9.3.2010 | 18:22
Hérna kemur löng ferðasaga í boði Andreu.
Fimmtudagur: Við vöknuðum klukkan tvö um nóttina til að koma okkur niður á lestarstöð og taka lestina út á flugvöll. Þegar við vorum búnar að tjékka okkur inn fórum við bara og fengum okkur að borða og svo var bara koma sér út í vél. Áttum erfitt með að finna 2 sæti saman, komum svolítið seint og það var engin sætaskipun og við máttum bara ráða hvar við myndum sitja. Enduðum á að setjast við hliðin á einhverjum strák sem leit nú alveg út fyrir að vera nokkuð heilbrigður. Þegar leið á ferðina var þessi ungi piltur ekkert svo heilbrigður og var bara gjörsamlega að hrynja í það. Var með ööömurlega tónlist í botni í ipodinum sínum og var bara geðveikt pirrandi. Sjaldan sem mig hefur langað til að lemja einhvern en ég var næstu því búin að lemja þennan dreng. Reif af mér myndavélina og sagðist ætla taka mynd af mér og Þuru, var að bögga farþegana sem sátu á móti okkur líka voru nokkrir krakkar að fara í ferðalag saman og einn strákurinn átti afmæli og þessi ungi drengur ætlaði sko að kaupa handa honum drykk sem afmælisstrákurinn afþakkaði alltaf. Þessi ungi piltur er semsagt að flakka á milli landa til þess að verða fullur og fara í vímu. Hefur farið til USA, Bretlands, Amesterdam, Prag og marga fleiri landa bara til þess að gera þetta. Þvílíkt áhugamál. Við erum nokkuð vissar um að hann sé smyglari. Svo þegar við vorum að fara lenda þá dettur þessum pilti í hug að fara bara að pissa sem hann mátti náttúrulega ekki og flugfreyjurnar orðnar freeekar pirraðar. Jæja við lentum loksins í Prag og þar sem að við vorum ekki með neinar töskur nema handfarangur þá þurftum við ekki að bíða eftir töskunum og gátum labbað beint í gegn. Stungum þar með flugdólginn af. Reyndum að finna bestu leiðina til að koma okkur niður í bæ og enduðum á að taka taxa. Okkur leist nú eeeeekkert á þetta til að byrja með á leiðinni að hótelinu, héldum að taxa bílstjórinn væri að gabba okkur og væri mannsali. EN við komust loksins upp á hótel. Þegar við komum á hótelið sem var klukkan 10 um morguninn þá gátum við ekki tjékkað okkur inn fyrir en klukkan tvö þannig við þurftum að drepa tímann þangað til og tókum smá rölt um miðbæinn og sáum bara nokkuð mikið fyrsta daginn okkar. Svo tjékkuðum við okkur inn klukkan tvö. Hótelstarfsmanninum fannst svo frábært að við værum frá Íslandi og fannst við þurfa stærra herbergi og sendi okkur upp á 4 hæð þar sem stór íbúð tók á móti okkur. Urðum alveg orðlausar og vissum ekki aaaalveg hvernig við áttum að haga okkur. Frábær þjónusta á þessu hóteli, fengum internetið frítt fyrsta daginn og allt bara geðveikt frábært. Fórum svo í sturtu og lögðum okkur í 3 tíma enda ekki búnar að sofa í einn og hálfan sólarhring. Eftir góðan síðdegisblund fórum við út að borða á ítölskum pizzustað sem var bara neðst í götunni okkar og fengum þar dýrindis pizzu. Þetta kvöld endaði reyndar einum OF vandræðalega því ég fór og bað starfsmanninn um pizzukassa fyrir pizzuna okkar og þegar hann kemur með kassann til okkur skilur hann miða eftir á kassanum sem stóð á ,,Please take me your number" og ég hélt að ég myndi deyja þetta var svo vandræðalegt. Svo ákvað ég bara að vera hreinskilin og sagðist ekki ætla gefa honum númerið mitt sem hann ætlaði bara ekki að skilja af hverju ég vildi ekki og spurði svo ,,When you go back to London" þetta var orðið svo vandræðalegt og þegar hann loksins sætti sig við að ég ætlaði ekki að láta hann fá númerið mitt og labbaði í burtu þá lágum við Þura í hláturskasti og áttum erfitt með að koma okkur út við hlógum svo mikið. Svo fórum við bara aftur upp á hótel og fórum snemma að sofa enda stór dagur framundan.
Góður endir á fyrsta kvöldinu okkar í Prag.
Föstudagur: Ennþá gekk allt eins og í sögu og við Þura bara endalaust hissa á því hvað allt hafði gengið vel því það er svo mikið við að lenda í einhverju veseni. Við vorum allavega rosalega stoltar af okkur. Byrjuðum daginn á að fara í morgunmat á hótelinu og lögðum okkur svo aftur fram að hádegi enda skulduðum við enn nokkra klukkutíma í svefn. Dagurinn fór hinsvegar í það að skoða miðbæinn skoðuðum meðal annars:
- Estates theater sem er rosalega flott opera
- Wenceslas Square sem er lööööng verslunargata
- Old town square
- Karlsbrúnna
- Astronomical Clock eða með öðrum orðum Old town clock
Vorum með frábært kort sem við fengum frá hótelstarfsmanninum og ef við hefðum ekki haft þetta kort hefðum við örugglega ekki ratað á alla þessa staði. Enduðum svo daginn á að slaka á á Starbucks og fórum svo í Tesco að kaupa aðeins léttar matvörur til að hafa hjá okkur á hótelinu. Þegar við komum upp á hótel fórum við bara í heitt bað enda búnar að vera úti í nístandi kulda allan daginn. Mér var reyndar alls ekki jafn kalt og Þuru var en það var allavega ógeðslega kalt þennan dag en virkilega fallegt veður. Ákváðum líka að vera sparsamar þetta kvöld og borðuðum núðlur í kvöldmatinn og horfðum svo á myndina ,,The Lovely Bones".
Alveg búnar á því eftir þennan dag en samt sem áður frábær dagur og geðveik upplifun að sjá þessa fallegu borg. Vorum samt frekar ósáttar yfir því hvað fólkið þarna talaði litla sem enga ensku en það var ekkert til þess að pirra sig á því bíðið bara.
Frábær endir á degi 2 í ferðalaginu okkar í Prag.
Old Town Square Ég á Karlsbrúnni að tala við mömmu í símann.
Old town clock. Tekið af Karlsbrúnni.
Laugardagur: Byrjuðum daginn að sjálfsögðu að fara í morgunmat og planið var svo að klára skoða það sem eftir var af ferðaplaninu okkar. Þegar við erum að vakna þá heyri ég svona hljóð í bíl eins og hann sé að spóla og segi við Þuru ,,Veistu það Þura að ég er bara ekki frá því að þessi bíll sé að spóla, ég þori ekki að líta út um gluggann." Þura lítur út um gluggann og viti menn ALLT hvítt. Þar fór planið allt í rugl og ákváðum við því að hitta Elvu vinkonu Þuru og fara í stórt mall og eyða deginum þar inni. Sem ég sé alls ekki eftir, sáum geðveika nuddstóla og við splæstum okkur í eitt stykki svoleiðis enda veitti ekki af. Fengum bara GEÐVEIKT nudd í þessum stólum. Á leiðinni heim komum við við í hraðbanka til að taka út pening. Á undan okkur var blindfullur maður sem átti greinilega engann pening. Ég fer á eftir honum í hraðbankann og tek ekki eftir því að hann er að fylgjast með okkur. Ég tek peninginn minn og ætla svo að bíða eftir Þuru. Þá kemur þessi maður og sakar mig um að hafa stolið peningnum hans og ætlar að rífa af mér veskið. Hann var svo reiður að við Þura þurftum að hlaupa í burtu eins og við ættum lífið að leysa. Komumst heilar á húfi upp á hótel en vorum ennþá bara í geðveiku sjokki. Þrátt fyrir það þá var þetta nú loka kvöldið okkar í Prag og vildum við því gera vel við okkur og fórum út að borða á geðveikum veitingastað með Elvu og Viggó kærasta hennar. Svo fórum við á pöpparölt um bæinn. Án gríns þá var þetta án efa skemmtilegasta kvöld sem ég hef upplifað á þessu ári. Skemmti mér kooonunglega. ÞANGAÐ til við föttuðum í taxa á leiðinni heim að við værum ekki með myndavélina. Ég var nefnilega með allt inn á mér enda þorði ég ekki öðru eftir atvikið fyrr um daginn. Lét hinsvegar Þuru geyma myndavélina í úlpuvasanum sínum. Ég ætlaði að skilja myndavélina eftir heima því ég var hrædd um að henni yrði stolið en vildi samt taka hana með að lokum fyrst við værum að fara hitta Elvu og Viggó og fara út að borða og svona skemmtilegt og vildi einnig ná að taka mynd af borginni í myrki líka. Ég spurði hana svona þúsund sinnum allt kvöldið hvort myndavélin væri ekki alveg ööörugglega í vasanum. Svo þegar við vorum komnar í taxann á leiðinni heim spurði ég Þuru í síðasta skiptið hvort myndavélin væri ekki alveg örugglega í vasanum. Sem var síðan ekki. Verð því miður að segja að frábært kvöld hafi breyst í MARTRÖÐ. Myndavélin með ÖLLUM 200 myndunum sem við Þura höfðum tekið síðustu daga, og geeeeðveikar myndir sko. Létum taka af okkur geðveika mynd saman á Karlsbrúnni og á Old Town Square. Ég held að ég hafi nánast grenjað úr mér augun.
Ömurlegur endir á degi 3 í Prag.
Sunnudagur: Versti dagur í lífi mínu verð ég að segja. Það gekk EKKERT upp þennan dag. Var ennþá frekar viðkvæm útaf myndavélinni og ógeðslega pirruð bara. Planið þennan dag var að klára skoða það sem eftir var á ferðaplaninu enda áttum við ekki flug fyrir en seint um kvöldið, þurftum að tjékka okkur út klukkan 11 um morgunin og það var geðveikt veður. Þegar við komum niður á lestarstöð vorum við með lestarmiða sem við héldum að ætti alveg að virka, gleymdum svo hinum lestarmiðanum uppi á hóteli. Við höfðum ALDREI verið stoppaðar í lestunum áður og vorum ekkert að stressa okkur á þessu þannig séð útaf því að við höfðum aldrei séð neina svona verði áður. Einmitt BARA af því við vorum með ógildann miða kom lestarvörður og stoppaði okkur og bað okkur um að sína miðana okkar. Við gerðum það og komumst að því að miðarnir okkar væru ógildir og spurðum kallinn hvort við mættum ekki bara stökkva aftur upp og kaupa okkur nýja miða og málið leyst. Nei það var bara EKKI í boði. Fyrst við vorum nú komnar þangað niður með ógildann miða var ekkert annað í boði nema borga sekt. Okey okkur fannst nú ekkert að því enda áttum við nú ekki von á einhverri himinhárri upphæð og spurjum hversu mikil þessi sekt væri. 700 tékkneskar á haus takk fyrir sem er TÍUÞÚSUND kall í Íslenskum. Við vorum orðnar freeekar tæpar í peningamálum og áttum rétt pening til að borga taxann út á flugvöll sem kostaði einmitt 700 tékkneskar og svo smá pening til að kaupa okkur eitthvað að borða á flugvellinum. Við reyndum eins og við gátum að tala vörðinn til og útskýra mál okkar og þar sem að þetta fólk þarna skilur og kann nánast enga ensku gekk það ekkert og ef við myndum ekki borga núna þá FÆRUM VIÐ Í FANGELSI. Ég varð svo reið, hrædd eða bara eitthvað mér leið allavega ógeðslega illa og ég gjörsamlega sprakk og eftir að vörðurinn sagði að þetta væri ekki hans vandamál þá fékk ég algjörlega nóg. Svona dónaskap var ég ekki í stuði fyrir og kom með þvílíka ræðu við hann. Ég vissi ekki einu sinni að ég kynni svona mörg orð í ensku. Það var bara annað hvort að borga núna eða hann myndi fara með okkur í fangelsi. Þura hringir í pabba sinn og biður hann vinsamlegast um að leggja inn á sig pening til að geta borgað sekt því ef hún myndi ekki borga sektina þá værum við bara að fara í fangelsi í TÉKKLANDI. Án gríns þá hef ég aldrei á ævi minni verið svona hrædd. Ég titraði og átti erfitt með að halda tárunum inni. Þegar við komumst svo loksins á Starbucks eftir að hafa borgað þessa fjandans sekt þá sátum við þar bara og táruðumst endalaust. Plan dagsins ónýtt. Það var næstum ráðist á okkur í hraðbanka deginum áður, myndavélinni var stolið kvöldinu áður, við vorum næstum farnar í fangelsi í Tékklandi og það var bara ALLT ömurlegt þennan dag. Ég sá London í hyllingum og vildi helst ekki vera í þessu landi mínútu lengur. Ég vildi helst bara komast til Íslands NÚNA, ef Icelandair hefði verið með flug frá Prag þetta kvöld hefði ég DÁIÐ. Ég hefði alveg örugglega íhugað að smygla mér með í það flug. Við fórum heim til Elvu og Viggós og lögðum okkur þar í smástund til að drepa tímann og róa okkur niður. Svo var loksins komið að því að koma okkur út á flugvöll, það var virkilega góð tilfinning að komast bara út á flugvöll. Ætluðum að tékka inn töskuna hennar Þuru af því hún keypti Victoria Sectret sprey á flugvellinum í London og þar með alltof mikill vökvi til að hafa í handfarangri. Nei nei þetta var enn ekki búið þurftum að borga 600 tékkneskar fyrir það að tjékka inn töskuna og þá má eiginlega alveg segja að við værum gjörsamlega búnar að fá nóg af þessari vitleysu og endalaust látið okkur borga. Við slepptum því að tjékka inn töskuna og vorum beðnar um að henda spreyinu við öryggishliðið. Þar fór það! Svo þurfti endilega að vera seinkun á fluginu okkar bara af því við Þura vildum helst komast til London sem allra allra fyrst. Komumst loksins í flugvélina og það má segja að flugstjórinn hafi ALVEG bjargað deginum okkar. Þvílíkur snillingur sem hann var. Það voru allir að deyja úr hlátri í vélinni enda var hann alltaf að segja okkur eitthvað svakalegt. Svo lentum við LOKSINS í London og það var án efa besta tilfinning sem ég hafði fundið fyrir síðan á laugardagskvöldinu. Þá sagði flugstjórinn ,,Welcome to Singapore" sem var bara einum of fyndið. Lentum svo auðvitað í smá veseni á leiðinni heim frá flugvellinum og treystum því að við þyrftum að fara út á næst síðasta stoppi eins og einn ágætis maður sagði okkur áður en við kæmum að Victoria Stasion til að skipta þar um lest til að komast að London Bridge. Einmitt.... Þegar við fórum út á því stoppi var bara ALLT lokað og alltof dýrt að taka taxa að London Bridge og engir strætóar í boði heldur. Flott og það var hálftími í næstu lest og klukkan orðin hálf tvö um nóttina. Þetta ævintýri okkar ætlaði engann endi að taka. Komumst svo loksins heim til okkar um þrjú leytið um nóttina og að leggjast á koddann eftir versta sólarhring í lífi mínu var besta tilfinning í heimi. Ég var komin til London, var í öruggum höndum í öruggu húsi og í landi sem talar ensku, í landi sem fólk skilur mig og í landi sem er klárlega himnaríki miða við Tékkland.
Hræðilegur endir á síðasta deginum okkar í Prag.
Þetta var þvílíkt ævintýri verð ég að segja. Er samt búin að róast niður og er farin að líta á þetta allt öðrum augum. Ég er ekki sú eina í heiminum sem hef lent í því að vera rænd. Það hefði geta verið ráðist á mig fyrir utan hraðbankann, það hefði geta verið stolið af mér vegabréfinu og ég hefði EKKI komist úr landi. Það hefði maaargt verra geta gerst en þetta litla sem gerðist. Það sem ég er að einbeita mér að núna er það góða sem gerðist í ferðinni, þetta var skemmtileg upplifun að koma til svona fallegrar borgar. Við skemmtun okkur konunglega áður en þetta atvik gerðist. Ég er reynslunni ríkari eftir þetta og lærði helling af þessu. Horfi á Ísland allt öðrum augum, þrátt fyrir kreppu á Íslandi og allt sem því fylgir þá ætla ég að leyfa mér að staðfesta það að Ísland er besta land í HEIMI.
Svo má ekki gleyma að minnast á það að ég hafði besta ferðafélaga sem hægt er að hugsa sér með mér. Þura er frábærasta og besta vinkona sem hægt er að hugsa sér að eiga og án hennar hefði ég ekki getað þetta. Þrátt fyrir pirring, vorum báðar undir miklu álagi og ógeðslega þreyttar þá létum við aldrei okkar pirring bitna á hvor annarri. Við komumst í gegnum þetta allt saman í sameiningu og reyndum að hugsa um aðra hluti og fengum hvor aðra til að hlæja á versta tíma. Ég þakka fyrir að eiga svona yndislega vinkonu. Kannski var þetta prófsteinn á okkur hversu sannar við erum hvor annarri og ég tel okkur hafa staðist það próf. Þura mín þetta var frábær lífreynsla sem við munum læra af og við hættum sko alls ekki að ferðast saman þrátt fyrir þessa upplifun. Við lærðum helling á þessu. Þú veist að ég met það mikils að eiga þig að. Elska þig endalaust.
Love you :*
Myndirnar sem fylgja blogginu voru myndir sem teknar voru úr símanum hennar Þuru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég er komin aftur.
15.2.2010 | 11:55
ELSKU vinir og fjölskylda.
Ég er komin aftur, mér til mikillar gleði þá er ég búin að fá tölvuna mína eftir 3 vikna fjarveru. Viðurkenni það að þetta var kannski ekkert það auðveldasta í heimi en þetta var þó farið að venjast. Gaman að segja frá því semsagt að Þura vinkona mín er loksins flutt út og hún tók tölvuna mína með sér út í gærkvöldi og þið trúið því bara ekki hvað ég var glöð að kveikja á tölvunni og sjá að það var allt á sínum stað. Ég gjörsamlega titraði úr spenningi enda nóg að gera og erfitt að fara sofa þegar mér fannst ég þurfa skoða svo margt, henda inn öllum 200 myndunum og blogga.
Það hefur ýmislegt gerst hjá mér í þessu tölvuleysi og ætla ég að reyna segja stuttlega frá því svo þið verið ekki í allann dag að lesa.
- Ég afrekaði að skoða tvö söfn semsagt Aquarium sædýrasafnið og British Museum.
- Verð að viðurkenna það að ég varð fyrir svolítum vonbrigðum með Aquarium sædýrasafnið. Miða við hvað það er dýrt inn þá átti ég von á einhverju svakalegu en nei þetta var nú ekki neitt neitt því miður. Ég gleymi aldrei Sædýrasafninu sem við fórum í í Frakklandi það var svo rosalega stórt og flott og ég man að hákarlarnir þar voru svo stórir að mig dreymdi nóttina á eftir að ég hefði dottið ofan í vatnið sem þeir voru í og étið mig. Hinsvegar skemmtilegt að hafa verið búin að skoða þetta safn, þá ég það allavega ekki eftir ef það má líta á þetta þannig.
- British Museum var æðislega flott og spennandi safn. Enda eitt stærsta og fjölbreyttasta safn í heimi með gífurlegum fjölda dýrgripa, flokkuðum eftir aldri og þjóðerni. Af fjölmörgum deildum má nefna forsögu Bretlands, egypskar múmíur, íslamska list og grískar og rómverskar fornminjur. Ég datt bara alveg inn í innlifunina á safninu og fór að ímynda mér að ég væri bara í alvörunni í Egyptalandi, Grikklandi eða Japan. Safnið er svo rooosalega stórt að maður nær ekki að skoða allt á einum degi þannig þetta er safn sem maður þarf alveg að fara nokkrum sinnum á til að geta skoðað allt saman. - Ég byrjaði að passa aftur hjá hinni fjölskyldunni og núna er komin nýr fjölskyldumeðlimur. Gullfalleg stelpa sem fékk nafnið Florence og hún fæddist 3.janúar. Ég þurfti reyndar ekki að passa hana þar sem að Rachel er sú eina sem getur bara gefið henni að borða en ég passaði að sjálfsögðu Tiliku og Jamyn. Ég kom rétt fyrir matartíma og ég hef aldrei verið komin fyrir matartíma og ég upplifði rosalega fyndna hefð. Það er semsagt þannig að þegar maturinn er tilbúinn sem er alltaf klukkan 17:00 þá hringir Rachel svona bjöllu og þá koma krakkarnir og setjast við matarborðið og þá er Rachel búin að gera allt klárt, setja mat á diskana þeirra, hella djús í glösin svo er ALLTAF jógúrt í eftirrétt og einn ávöxtur. Tilika fær svolítið meira í glasið sitt af djús af því hún er eldri og Jamyn fær aðeins minna af því hann er yngri. Þau fá bara þetta eina djúsglas með matnum og svo búið. Ég stóð þarna bara eins og asni og hugsaði með mér bara vááá þvílíkt skipulag. Þetta er allavega ekki alls ekki svona á mínu heimili og guð hvað ég er fegin því. Samt ótrúlega gaman að upplifa eitthvað svona.
- Ég er búin að vera ótrúlega dugleg í ræktinni og er líka byrjuð að æfa fótbolta. Þannig það vantar allavega ekki hreyfinguna hjá mér tala nú ekki um labbið á daginn með krakkana. Þetta er samt ekkert neitt rosalegt æfingarprógram í þessum fótbolta þetta heitir bara ,,Ladies football for fun" Erum bara að leika okkur að spila, læra einfalda tækni og svo framvegis. Samt mjög gaman að fá að leika sér aðeins með boltann og rifja upp gamla takta. Hlakka samt til þegar við fórum að vera á æfingum úti því þessi salur sem við erum í núna er ótrúlega lítill og maður getur varla gefið almennilega sendingu nema maður fái boltann aftur til baka. Hinsvegar mjög gaman, reyndar æfingar á frekar leiðinlegum tíma semsagt föstudagskvöldum, er samt eitthvað verið að tala um að færa þetta yfir á miðvikudaga sem yrði strax betra. Ég er með einni annarri Íslenskri stelpu í þessu sem er með mér í kórnum líka þannig það er mjög fínt að hafa eina svona Íslenska með sér þarna.
- Ég hef verið að skoða nokkra enskuskóla og Ingibjörg er búin að senda inn fyrirspurn í nokkra skóla fyrir mig og erum við bara enn að bíða eftir almennilegum svörum svo við getum farið að ákveða hvaða skóla ég á að velja. Veitir ekki af að fara æfa sig aðeins í málfræðinni þegar maður er orðin alveg nokkuð örugg í tal, núna finnst mér vanta bara aðeins meira upp á málfræðina og þá held ég að ég sé að verða nokkuð góð. Mig er farið að dreyma helling á ensku og held að það sé bara nokkuð jákvætt.
- Í tölvuleysinu hef ég afrekað að lesa 2 bækur ,,Áður en ég dey" og ,,Á ég að gæta systur minnar?" Ótrúlega góðar bækur verð ég að segja þrátt fyrir að þær séu bæði sorglegar og átakanlegar. Eftir að hafa lesið þessar bækur hef ég hugsað alltof mikið um það að ég gæti hugsanlega dáið ung og ég er komin með lagalista af þeim lögum sem ég vil að verði spiluð í jarðaförinni minni. Maður er ekkert orðin neitt geðveikur eða neitt svoleiðis er það? Svo hef ég bara verið að horfa á Glee og Greys Anatomy í sjónvarpinu þannig það má segja að mér hafi alls ekki leiðst þrátt fyrir að ég hafði enga tölvu.
- Valentínusardagurinn var í gær og guð minn góður. Þvílíkt og annað eins, ég þurfti að skreppa inn í kortabúð til að kaupa eitt afmæliskort og ég hélt að ég yrði ekkert eldri þegar ég kom inn. Röðin var út að dyrum og þetta voru BARA karlmenn. Ef strákarnir voru ekki með kort þá voru þeir með súkkulaðikassa, blöðrur eða glös og annað drasl. Ég vissi ekki hvernig mér átti að líða. Átti ég að öfunda allar konurnar sem áttu þessa krúttlegu menn sem voru að kaupa þetta allt fyrir þær eða átti ég að hugsa ,,vá hvað það er gott að vera single"? Blendnar tilfinningar á þessu mómenti en mér fannst þetta samt of mikið, öllu má nú ofgera. Fyrir mér er þessi dagur bara til að eyða peningum og dagur afsakanna. Afsökun til þess að leyfa sér að borða súkkulaðiköku, rjóma og ís, afsökun til að sína kærustunni sinni fullann áhuga, afsökun til þess að opna hjarta sitt og tjá sig almennilega og afsökun til þess að eyða pening í að bjóða henni út að borða. Lestarnar voru stútfullar af stelpum í stuttum kjólum og háum hælum með kærastan sér við hlið og það var sko alveg áberandi að það var dagur ástfangn í gær því í fyrsta skiptið síðan ég kom hingað út brosti fólk í lestunum og sýndu svipbrigði og það voru allir ofan í öllum þarna og límdir saman eins og það hefði verið rosa gott tilboð af límum í Tesco og allir ákváðu að splæsa í eitt stykki.
En að öðru.....
Það eru einungis 17.dagar í Prag ferðina okkar Þuru. Tala nú ekki um ævintýrið sem það á eftir að verða og ég er orðin ótrúlega spennt að komast aðeins í burtu frá London og koma á einhvern stað sem er algjörlega nýr fyrir mér.
Það er komin dagsetning á heimferðina mína. Já lömbin mín ég flyt aftur til Íslands 23.júlí og ég viðurkenni að ég er orðin svolítið spennt þrátt fyrir að það séu frábærir tímar framundan hérna í London.
Hlakka til að sjá hverjir halda áfram að lesa hjá mér og vona að þið séuð ekki búin að gleyma mér.
Minni svo á að ég setti inn ekki nema 200 myndir inn á facebook og fyrir þá sem eru með facebook og eru með mig sem vin þá mæli ég eindregið með að kíkja við og skoða.
Knús og koss til ykkar frá mér sem er ótrúlega hamingjusöm og ánægð með lífið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tölvulaus í mánuð!
25.1.2010 | 19:27
Góða kvöldið kæru vinir og fjölskylda.
Af mér er allt gott að frétta svona í heildina. Það sem kemur í veg fyrir að það sé kannski ekki alveg allt fullkomið hjá mér er að tölvan mín ákvað að bila, glænýja tölvan sem ég keypti í ágúst já. Þannig ég þarf að senda tölvuna mína til Íslands 2.janúar með stelpu sem ég veit hver er og svo fæ ég tölvuna vonandi aftur 21.febrúar með ömmu krakkana sem kemur í heimsókn til okkar þá. Það er svo fáránlegadýrt að fara með hana í viðgerð hérna úti og tölvan er náttúrulega ennþá í ábyrgð heima á Akureyr þannig ég sá að þetta væri líklega bara sniðugasta leiðin. Þannig næsta mánuðinn verð ég lítið í tölvunni en get samt látið vita að ég sé á lífi á facebook annað slagið því ég hef tölvuna hjá Ingibjörgu og Chuck til að kíkja annað slagið í. Eina sem mér finnst leiðinlegt við þetta er að þetta er eina tækið sem ég nota til að hafa samband við fjölskyldu mína og vini. Tala alltaf við alla á skype eða er í tölvupóst sambandi við vini mína þannig já, þetta verður hrikalega erfiður tími. Ætla samt að vona að þetta verði bara svona erfitt fyrst og svo venjist þetta bara. Ég á nóg af bókum til að lesa þannig ég get notað kvöldin þegar ég er búin að vinna í það að leggjast upp í rúm og lesa.
En að allt öðru.
Afmælishelgin mín var mjög fín og ég er orðin 19 ára gömul. Ég hélt upp á afmælið með félaga mínum honum Sigtryggi sem átti afmæli 25.janúar. Ástæðan fyrir því að við héldum afmælið saman var eingöngu sú að við eigum svo marga sameiginlega vini og mjög sniðugt að halda bara eina veislu saman. Buðum okkar nánustu vinum og áttum skemmtilega kvöldstund saman. Fór svo út að borða með Lindu og Huldu á afmælisdeginum sjálfum á uppáhalds veitingastaðnum mínum sem er í hjarta London. Kann aldrei að skrifa nafnið á þessum veitingastað enda mexíkóskur og ég ætla ekki að reyna skrifa nafnið á honum hér. Fékk furðulega margar afmælisgjafir þetta árið og afmæliskort sem gladdi litla hjartað mitt mikið. Alltaf gaman að fá gjafir og hvað þá afmæliskort. Þeir sem þekkja mig vel vita að kort eru mitt uppáhald. Ef ég dett inn í kortabúð þá er ekki fræðilegur möguleiki á að fólk nái mér út eftir 15 mín, gefið mér minnst hálftíma til að skoða. Ég þakka öllum fyrir frábærar afmæliskveðjur sem voru ekkert eðlilega margar, alltaf gaman að sjá hverjir muna eftir afmælisdeginum sínum.
Ég og Sigtryggur afmælisbörnin.
Hérna gengur allt sinn vanagang. Joshua fer til Íslands núna í byrjun febrúar vegna þess að þá er vetrafrí í skólanum hjá honum. Hann er að fara til Akureyrar í skíðaferð með afa sínum sem er gaman að segja frá vegna þess að fyrir ári síðan hitti ég afa hans og Joshua í sundlaug Akureyar á sama tíma í fyrra þegar Ingibjörg var búin að ráða mig sem au-pair hjá sér. Í þetta skiptið verður samt engin ný au-pair stelpa sem þeir hitta því Ingibjörg er ekki ennþá búin að finna neina stelpu sem tekur við af mér enda ekkert alltof mikið úrval enn sem komið er. Ég og Sofia verðum þá bara einar á meðan Joshua verður í burtu og það verður bara áfram sama rútína með hana á meðan.
Það styttist óðum í að Þura komi til London eða 20 dagar nánara tiltekið og er tilhlökkunin ekkert eðlilega mikil. Það verður auðveldara að vera tölvulaus þegar hún kemur því þá hef ég einhvern til að stytta mér stundir á virkum kvöldum. Þegar hún er komin þá styttist líka óðum í Prag ferðina okkar þannig það er nóg af ævintýrum eftir. Eigum eftir að skemmta okkur konunglega saman.
Reikna ekki með að blogga næst fyrir en ég fæ tölvuna mína aftur þannig ég ætla bara biðja innilega að heilsa ykkur og ég lofa að láta vita af mér á facebook að ég sé allavega á lífi.
Wish me good luck!!
Kossar og knús til ykkar heima.
Bestu kveðjur
Andrea Ösp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Orðlaus yfir Bretum.
12.1.2010 | 17:08
Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég er orðlaus yfir Bretum. Þessi snjór er náttúrulega alveg að fara með þá og allt bara í rugli. Flugvellir hafa verið lokaðir, lestarnar hættar að ganga sumstaðar, SKÓLAR LOKAÐIR og fótboltaleikjum frestað. Við erum að tala um að snjórinn hérna er í álíka miklu magni og í góðu fallegu vetrarveðri í mars eða apríl sem allir njóta þess að fara á skíði á Akureyri. Þeir segja að ástæðan fyrir því að skólarnir séu lokaðir er sú að það er erfitt fyrir fólk að koma sér í vinnuna þannig það vanti mannskap sem ég skil svosem EN það sem mér finnst toppa þessa ástæðu best er að ,,það er svo hættulegt að vera úti í svona veðri því það er svo hált og fólk getur dottið og slasað sig". Hélt ég yrði ekki eldri þegar ég heyrði þetta. ,,Í svona veðri" þetta er ekki einu sinni veður. Við erum að tala um smá snjókomu og meira að segja sól og logn bara spurning um að læra labba í hálku. Mér finnst þetta til háborinnar skammar, að svona stórt land geti ekki haldið uppi sínum samgöngum þegar lítil þjóð eins og Ísland sér þetta varla sem vandamál og heldur nánast öllu sínu gangandi í þúsund sinnum verra veðri en þetta sem hefur verið hérna úti. Svo annað, þeir notar regnhlífar í snjókomu. Hvað er það? Það má ekki rigna á þá og það má ekki heldur snjóa á þá? Þeir nota kreditkortin sín, plasthlífar og annað drasl til þess að skafa bílana sína, þeir eiga ekki skóflu þeir moka með sköfum svona eins og maður notar í sundlaugum til að koma vatninu niður í vatnsrenslin eða strá salti já semsagat MATARSALTI nánara tiltekið á gangstéttirnar til þess að snjórinn bráðni, þeir labba um eins og þeir hafi verið á viku fylleríi í þessari hálku...... Eins og ég sagði í byrjun bloggsins þá er ég hreint út sagt orðlaus og þykir Bretarnir vera miklir aumingjar. Ekki orð um það meir.
Okkur Íslendingunum finnst þessi snjór bara alls ekki leiðinlegur sko.
Þrátt fyrir þetta allt saman sé ég alls ekki eftir þessari ákvörðun minni með að skella mér út til Bretlands. Það er endalaust gaman að kynnast nýjum hefðum og kynnast nýrri menningu og ef ég hefði ekki gert þetta hefði ég ekki hugmynd um þessa skrýtnu lifnaðarhætti Breta. Það er heldur ekki alveg það léttasta í heiminum að búa inn á ókunnugri fjölskyldu sem er komin til að vera mitt nánasta fólk næsta árið og ég á að haga mér eins og heima hjá mér inni á þessu heimili næsta árið. Ég er reyndar ótrúlega heppin með fjölskyldu sem er miklu meira en til í það að taka mig inn í fjölskylduna og mér hefur ALDREI liðið eins og ég sé BARA au-pair en ekki ein af fjölskyldunni. Ég hef heldur aldrei litið á fjölskyldu mína sem vinnuveitendur mína og ég geri margt á heimilinu sem stendur í ákveðnum au-pair reglum að sé bannað og það sé ekki í okkar verkahring. Á þessu heimili hjálpast allir að og allir vinna saman til að gera daginn auðveldari. Þetta er fjölskyldan mín númer tvö og mér finnst ekkert mikið öðruvísi að vera í kringum þau og mína alvöru. Ég hefði bara ekki getað verið heppnari. Þau vilja allt fyrir mig gera og það eru aldrei nein vandamál, ef það kemur upp eitthvað vandamál þá eru þau mál leyst samdægurs og gleymt og grafið daginn eftir.
Er komin með þessa hefbundnu rútínu í daglega lífið mitt hérna úti aftur sem er stórkostlegt. Joshua í sínum skóla alla daga vikunnar frá 9 til 3.15 á daginn.
Sofia í leikskólanum á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá 9 til 4.
Fimmtudagar eru ferðadagarnir okkar þá fer ég með krakkana í musik class, Sofia fer á morgnanna klukkan 11.30 og Joshua seinna um daginn eða 4:45.
Föstudagar eru dagar sem ég reyni að fara með Sofiu í playgroub hóp þannig hún getur leikið við aðra krakka eða bara dundað sér við að mála, föndra eða litla. Ég hef hinsvegar sínt meiri áhuga á því dunderíi en hún og finnst mér ekkert leiðinlegt að fara með henni þangað því mér finnst endalaust gaman að dunda mér við eitthvað svona. Svo reyni ég að breyta til annað slagið og fara með hana í Sobell Center sem er svona staður fyrir börn, þau geta klifrað, rennt sér niður rennibrautir í stútfullt rými af boltum og allskonar skemmtilegt.
Þá daga sem Sofia er í leikskólanum fer ég í ræktina á morgnanna, nema þá mánudaga sem ég er að þrífa þá sleppi ég þeim dögum því það tekur sinn tíma þrífa eins og flest allir ættu að kannast við og ákveðin líkamsrækt útaf fyrir sig líka.
Svo held ég að sjálfsögðu áfram í Íslenska kórnum í London og eru æfingar öll þriðjudagskvöld.
Ég hef svo einnig verið að reyna leita mér að ódýrum eða jafnvel fríum námskeiðum í enskuskóla, það virðist vera lítið um það, en ég reyni ennþá mitt besta að finna eitthvað gáfulegt til þess að efla kunnáttu mína enn betur.
Ég skellti mér á útsölurnar hérna í London síðustu helgi og ég varð fyrir smá vonbrigðum því allt sem ég keypti mér var ekki á útsölu og allt sem var á útsölu var allt geðveikt mikið drasl og ekkert spes. 70% afsláttur og sumar flíkurnar voru bara á 2-5 pund. Frekar svekkjandi, en mér tókst svosem að gera góð kaup og mér á ekki að vera kalt það sem eftir er af vetrinum í London sem er jú fyrir öllu. Nýjustu fréttirnar eru svo þær að gasið í London er að verða búið? Það yrði náttúrulega hræðilegt ef svo myndi gerast, ekki bara það að við getum ekki eldað og farið í heita sturtu heldur SHITT HVAÐ ÞAÐ VERÐUR KALT! Efast samt um að þeir muni láta þetta gerast. Hef alls ekki miklar áhyggjur af þessu allavega. Í þessari verslunarferð minni fór ég að velta því fyrir mér hinsvegar hvort áramótaheit Breta hafi verið að hætta vera svona kurteisir því þvílíkur ruddaskapur sem var í liðinu. Ekki nema þetta sé bara snjórinn sem er að pirra þá svona mikið þessa dagana. Það er svosem ekkert vitlaus hugmynd heldur.
Ég hef ákveðið að vera ekki hérna í 2 ár þrátt fyrir að mér hafi verið boðið það. Fékk minn umhusgunartíma og ég komst að niðustöðu. Það hefði verið gaman að vera hérna lengur en ég veit bara að ég á eftir að sjá eftir því í september að ég hafi tekið þessa ákvörðun og þá verður tímabilið fram á jólum mesta helvíti á jörðu. Þannig núna fer Ingibjörg í það að fara leita sér að au-pair og þetta er nákvæmlega sami tíminn og þegar hún byrjaði að leita í fyrra. Ég var til dæmis ráðin í febrúar þannig það verður spennandi að sjá hvaða stelpa á eftir að taka við af mér. Þið megið búast við mér aftur á heimaslóðir í lok júlí, það er pottþétt að ég kem heim í kringum 20 og eitthvað júlí.
Í síðasta bloggi sagði ég ykkur frá afmælisgjöfinni minni frá fjölskyldu minni hérna í London sem átti að vera til Parísar en þegar kom að því að bóka þá voru bara engin tilboð til Parísar eins og við héldum að yrði og allt ógeðslega dýrt. Við Ingibjörg skoðuðum fullt af stöðum sem hefði verið gaman að fara til og við enduðum á að bóka ferð til Prag. Þannig ég og Þura yndislega vinkona mín erum að fara til Prag 4.mars til 7.mars. Stoppum stutt en fáum þó smá frí til þess að lifa aðeins lífinu, koma á nýjan stað og leika okkur smá. Ég hlakka rosalega til að eyða árinu með Þuru, búa í London með henni og fara með henni til Prag. Er hægt að hafa það betra eða? Nei veistu ég held ekki. Þetta ár er svo mikið árið okkar Þuru.
Ég og Þura í Coventry Október 2009.
Andrea kveður með bros á vör að vanda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tek á móti nýju ári skælbrosandi og hamingjusöm.
5.1.2010 | 22:52
Kæru lesendur nær og fjær, þekktir sem óþekktir, kvittarar sem ókvittarar.
Dvölin mín á Íslandi var ekkert smá notaleg og róleg. Gott að taka svona jólafrí sem einkenndist eingöngu af slökun og aðgerðaleysi. Langt síðan að maður hefur tekið sér svoleiðis jólafrí. Enda er maður endurnærður eftir fríið, er búin að hlaða batteríin vel ef ekki bara of vel. Yndislegt að hitta alla aftur og frábært að eyða þessum fáu sólarhringum sem ég hafði með fjölskyldu og vinum. Gat því miður ekki hitt alla þá sem ég hefði viljað hitta, því miður þá get ég ekki verið á 2 stöðum í einu þó ég vildi það. Takk fyrir frábært jólafrí elsku vinir og fjölskylda, þið eruð æðisleg.
Ég er tilbúin undir þessa 7 mánuði sem eftir eru af dvöl minni hérna í Lundúnaborg. Ég trúi því ekki að þessi draumur sé að verða búinn þessir 7 mánuðir verða alltof fljótir að líða. Miða við hvað síðustu 5 mánuðir voru fljótir að líða þá get ég ekki ímyndað mér hvað þessir 7 mánuðir verða fljótir að líða þar sem að sumarið kemur þarna inní og Þura besta vinkona mín er að flytja út 14.febrúar. Tala nú ekki um afmælisgjöfina sem ég fékk frá fjölskyldu minni hérna úti. Jú, jú kæru lesendur ég er að fara til Parísar í apríl. Ég er löngu búin að plana þessa ferð því ég hef alltaf haldið í vonina um að þessi draumur myndi rætast. Þannig tilhlökkunin er gífurleg. Ég er alveg búin að komast að því að jákvæðnin mín er að koma mér virkilega áfram í lífinu. Hver hafði trú á því að litla ljóshærða stelpan frá Hrísey myndi gerast heimsborgari? Ég gerði mér allavega ekki grein fyrir því sem væri að gerast fyrir en í flugvélinni til London í ágúst og ég trúði því varla að mér hefði virkilega tekist að láta draum minn rætast. Ég er stolt af sjálfri mér og ég skammast mín ekki fyrir að segja það.
Ég kveð árið 2009 með bros á vör, þrátt fyrir virkilega erfitt og átakanlegt ár. Mér tókst að komast í gegnum árið með stæl, launaði sjálfri mér bestu lífreynslu sem hugsast getur og þessi lífreynsla á eftir að fylgja mér alla ævi.
Fyrsta bloggið mitt árið 2010 er stútfullt af jákvæðni, tilhlökkun og stolti enda þýðir ekkert annað.
Gleðilegt nýtt ár.
Hlakka til að sjá hverjir halda áfram að fylgjast með dvölinni minni hérna úti á nýju ári og þið sýnið það ekki öðruvísi nema kvitta elskurnar.
Andrea kveður með bros á vör.
,,Happy girls are the pretties".
- Audrey Hepburn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðileg jól!
7.12.2009 | 13:16
Að sökum þess að ég hafi sagt ykkur svo mikið frá því hvað væri að fara gerast næstu daga í síðasta bloggi ákvað ég að blogga ekkert fyrir en ég væri búin að fara í Hull ferðina. Þess vegna leið svona langt á milli blogga hjá mér. Þetta er einnig síðasta bloggið fyrir jól þannig ég blogga næst bara í Janúar.
Eins og flestir vita kom mamma í heimsókn 27.nóvember og var hjá mér í 6 daga. Það var ekkert smá gott að fá mömmu í heimsókn. Gaman að sýna henni hvernig lífsrútínan hjá mér er hérna í London og gaman að kynna henni fyrir fjölskyldu minni og öllum vinum mínum sem ég hef kynnst hérna úti. Við gerðum margt skemmtilegt saman eins og að fara í stærstu verslunarmiðstöð evrópu sem heitir , Westfield, fórum á Oxford street, sýndi henni miðbæinn, fórum út að borða, hún kom að horfa á mig syngja með kórnum á 1.des hátíðinni, buðum Huldu bestu vinkonu minni hérna úti í mat og áttum rólegar kvöldstundir saman sem einkenndust af spjalli og nammiáti. Þegar ég kvaddi hana á lestarstöðinni langaði mig rosalega að fara bara með henni heim en það sem huggaði mig var að það er orðið svo stutt þangað til ég kem heim í jólafrí þannig ég verð komin heim áður en ég veit af.
Takk fyrir komuna mamma mín, það var rooooosalega gott að hafa þig.
Mamma á Westminister Bridge Ég að syngja á 1.des hátíðinni með kórnum
og áin Times í baksýn.
Hin margumtalaða Hull ferð varð að veruleika um helgina og verð ég að segja að ég hafi bara skemmt mér konunglega. Hull er lítill og sætur bær sem minnti mig rosalega mikið á Akureyri. Gaman að koma á svona stað sem er ekki eilíft stress. Til að byrja með sagði ég að ég væri alveg til í að búa þarna þangað til að ég fór svo að líta í kringum mig þá er markaðurinn af karlmönnum ekkert sá besti þannig ég læt það vera að flytja til Hull. Kórhópurinn lagði í hann frá London snemma á laugardagsmorgni og tók lestarferðin alveg 3 tíma. Þegar til Hull var komið tékkuðum við okkur inn á hótelið sem var bara beint á móti "kirkjunni" sem við sungum í. Ástæðan fyrir því að ég set kirkju í gæsalappir er sú að það er varla hægt að kalla þetta kirkju, þetta er bara svona safnaðarheimili með lítilli kapellu. Við Hulda komum okkur fyrir á herberginu okkar, gerðum okkur til fyrir messuna og svo og keyptum okkur smá að borða og svo var bara koma sér í kapelluna. Ég hélt fyrst að þessi messa yrði á ensku og var búin að undirbúa mig undir að skilja ekki orð í 45 mínútur nei,nei svo var bara messan á Íslensku og einungis Íslendingar í messunni sem gladdi litla hjartað mitt mikið. Fengum heimabökuð flatbrauð með hangikjöti, heimabakaðar kleinur og brauðtertur og margar aðrar góðar kræsingar. Íslenskt JÁ TAKK! Gaman að segja frá því að ég hitti Jónas frænda Ella og ég skilaði innilegri kveðju til hans frá þér og hann sömuleiðis til þín. Eftir að hafa sungið 4 íslensk jólalög, borða yfir okkur af Íslenskum kræsingum og spjalla við Íslendingana sem búa í Hull,. fórum við stelpurnar aðeins að skoða bæinn. Ætluðum að fara kaupa hvítvín sem endaði með Primark ferð, fyrsta skiptið sem við fórum inn í Primark sem var hægt að fá að máta fötin. Hérna í London eru bara kílómeters raðir í mátunarklefana og við fengum sko aðeins njóta okkar inn í búðinni í þetta skiptið og maður gat loksins HUGSAÐ þarna inni. Þegar heim á hótel var komið var bara klætt sig í djammgallann og komið sér út. Fórum út að borða allur hópurinn og svo var bara kíkt á djammið. Ótrúlega gaman að segja frá því að kvenfólkið þarna er kannski ekkert það myndarlegasta og þegar við löbbuðum inn á skemmtistaðina þarna var liggur við snúið sér á hálslið. Eins og við værum bara einhverjar poppstjörnur eða ungfrú heimur. Auðvitað leiðist manni ekki þessi athygli því aldrei hefur maður fengið svona mikla athygli á Íslandi því þar er allt morandi í gullfallegu kvenfólki og maður er bara núll og nix þar. Þessi ferð var frábær í alla staði og eins og fram var komið skemmti ég mér konunglega.
Það eru einungis 11 dagar í að Hríseyingar verði að fara undirbúa sig undir komu mína. Tilhlökkunin er gífurleg eins og ég hef marg oft sagt áður. Þrátt fyrir að lífið hjá mér sé frábært hérna í London hlakka ég bara rosalega til að fá smá frí og slaka á í kyrrð og ró í eyjunni fögru með fólkinu mínu.
Eins og ég sagði þá er þetta síðasta bloggið fyrir jól þannig ég ætla þakka ykkur öllum sem hafa verið dugleg að fylgjast með dvölinni minni hérna í London kærlega fyrir að vera svona áhugasöm um líf mitt og vonandi verði þið eins dugleg og áhugasöm eftir áramót.
Gleðileg jól og takk fyrir allt gamalt og gott.
Hlakka til að sjá ykkur öll um jólin.
Knús og kossar til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)