Tölvulaus í mánuð!

Góða kvöldið kæru vinir og fjölskylda.

Af mér er allt gott að frétta svona í heildina. Það sem kemur í veg fyrir að það sé kannski ekki alveg allt fullkomið hjá mér er að tölvan mín ákvað að bila, glænýja tölvan sem ég keypti í ágúst já. Þannig ég þarf að senda tölvuna mína til Íslands 2.janúar með stelpu sem ég veit hver er og svo fæ ég tölvuna vonandi aftur 21.febrúar með ömmu krakkana sem kemur í heimsókn til okkar þá. Það er svo fáránlegadýrt að fara með hana í viðgerð hérna úti og tölvan er náttúrulega ennþá í ábyrgð heima á Akureyr þannig ég sá að þetta væri líklega bara sniðugasta leiðin. Þannig næsta mánuðinn verð ég lítið í tölvunni en get samt látið vita að ég sé á lífi á facebook annað slagið því ég hef tölvuna hjá Ingibjörgu og Chuck til að kíkja annað slagið í.  Eina sem mér finnst leiðinlegt við þetta er að þetta er eina tækið sem ég nota til að hafa samband við fjölskyldu mína og vini. Tala alltaf við alla á skype eða er í tölvupóst sambandi við vini mína þannig já, þetta verður hrikalega erfiður tími. Ætla samt að vona að þetta verði bara svona erfitt fyrst og svo venjist þetta bara. Ég á nóg af bókum til að lesa þannig ég get notað kvöldin þegar ég er búin að vinna í það að leggjast upp í rúm og lesa.

En að allt öðru.

Afmælishelgin mín var mjög fín og ég er orðin 19 ára gömul. Ég hélt upp á afmælið með félaga mínum honum Sigtryggi sem átti afmæli 25.janúar. Ástæðan fyrir því að við héldum afmælið saman var eingöngu sú að við eigum svo marga sameiginlega vini og mjög sniðugt að halda bara eina veislu saman. Buðum okkar nánustu vinum og áttum skemmtilega kvöldstund saman. Fór svo út að borða með Lindu og Huldu á afmælisdeginum sjálfum á uppáhalds veitingastaðnum mínum sem er í hjarta London. Kann aldrei að skrifa nafnið á þessum veitingastað enda mexíkóskur og ég ætla ekki að reyna skrifa nafnið á honum hér.  Fékk furðulega margar afmælisgjafir þetta árið og afmæliskort sem gladdi litla hjartað mitt mikið. Alltaf gaman að fá gjafir og hvað þá afmæliskort. Þeir sem þekkja mig vel vita að kort eru mitt uppáhald. Ef ég dett inn í kortabúð þá er ekki fræðilegur möguleiki á að fólk nái mér út eftir 15 mín, gefið mér minnst hálftíma til að skoða. Ég þakka öllum fyrir frábærar afmæliskveðjur sem voru ekkert eðlilega margar, alltaf gaman að sjá hverjir muna eftir afmælisdeginum sínum.

Ég og Sigtryggur afmælisbörnin.

Hérna gengur allt sinn vanagang. Joshua fer til Íslands núna í byrjun febrúar vegna þess að þá er vetrafrí í skólanum hjá honum. Hann er að fara til Akureyrar í skíðaferð með afa sínum sem er gaman að segja frá vegna þess að fyrir ári síðan hitti ég afa hans og Joshua í sundlaug Akureyar á sama tíma í fyrra þegar Ingibjörg var búin að ráða mig sem au-pair hjá sér. Í þetta skiptið verður samt engin ný au-pair stelpa sem þeir hitta því Ingibjörg er ekki ennþá búin að finna neina stelpu sem tekur við af mér enda ekkert alltof mikið úrval enn sem komið er. Ég og Sofia verðum þá bara einar á meðan Joshua verður í burtu og það verður bara áfram sama rútína með hana á meðan.

Það styttist óðum í að Þura komi til London eða 20 dagar nánara tiltekið og er tilhlökkunin ekkert eðlilega mikil. Það verður auðveldara að vera tölvulaus þegar hún kemur því þá hef ég einhvern til að stytta mér stundir á virkum kvöldum. Þegar hún er komin þá styttist líka óðum í Prag ferðina okkar þannig það er nóg af ævintýrum eftir. Eigum eftir að skemmta okkur konunglega saman.

Reikna ekki með að blogga næst fyrir en ég fæ tölvuna mína aftur þannig ég ætla bara biðja innilega að heilsa ykkur og ég lofa að láta vita af mér á facebook að ég sé allavega á lífi.

Wish me good luck!!

Kossar og knús til ykkar heima.

Bestu kveðjur
Andrea Ösp

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gullið mitt þú færð að hanga í tölvunni minni þegar ég kem :) 20 dagar ! Hlakka svo til að hitta þig og lenda í ævintýrum með þer!!!

love love love

Þura Björg (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 20:08

2 identicon

Ææææ Snúllan mín mér finnst þetta líka ömurlegt en þú verður að reyna að hafa nóg fyrir stafni þangað til Þura kemur að bjarga lífi þínu.Elskum þig.

Kv mamma.

mamma (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 00:45

3 identicon

Sætar afmælismyndirnar þínar, þú ert meira krúttið :-) Leiðinlegt með tölvuna samt :-/ Hvernig tölva er þetta eiginlega? En Þura kemur og bjargar þér rétt bráðum, það er orðið ekkert smá stutt í þetta hjá ykkur :-)

Knús frá Needham,

Eva.

Eva Þórey (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 18:39

4 identicon

Ég hef fulla trúa á þér í þessu tölvuleysi ! :D

(vá langt síðan ég hef komið hingað inn)

Anna Björg (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 19:16

5 identicon

Til hamingju með afmælið aftur -  þetta verður nú ekkert mál með tölvuleysið - ég vorkenni þér nú ekkert mikið þar sem þu ert í London og ég í Hafnarfirði :)  En hvað um það er þessi meXikóski veitingastaður nokkuð rétt hjá Covent Garden???  man eftir einum sem ég og Árni fórum á einhvern tíman fyrir ca tveimur árum og það var geðveikt stuð á barnum og löng bið eftir borði.  Mikið stuð og mikið gaman.  Óli fór norður til Ömmu og afa í dag og við förum á föstudaginn á þorrablót (bara svona til að þú öfundir mig af einhverju :))

Hafðu það bara svo allra best njóttu þín í botn og til baka

kv

Ella

Ella frænka (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:35

6 identicon

Sæta afmælisstelpa :) Við höfum öll gott af tölvuleysi þvi þá sér maður hvað maður er að hanga í þessu apparati í stað þess..einmitt að vera að lesa góða bók eða fara snemma að sofa :)

eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeen guð hvað ég skil þig samt:D erfitt að vera tölvulaus í úglöndum:O

Hafðu það gott snúlla:)

Gerún Ólafs (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 04:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband