Ferðasaga

Góða kvöldið elsku vinirog fjölskylda.

Hérna kemur ferðasagan míntil London.

Föstudagur: Við mamma hófum stóra ferðalagið mitt á vit ævintýranna með 13:00ferjunni  frá Hrísey  og ég ekki með nema 3 ferðatöskur og  2 töskur til að hafa í handfarangri. Fórumþaðan til Akureyrar. Ég fór í bifreiðarskoðun til að klára afgreiðaeignaskiptin á bílnum mínum mér til mikillar gleði tókst Unni að selja bílinnsem var nánast óökufær og komst ekki einu sinni í gegnum skoðun. Ef þú veltirþví fyrir þér hvað það var sem var að bílnum þá myndi ég svara þér þannig,,hvað var EKKI að bílnum.“  Fór svo  í pedromyndir til að framkalla myndir til aðramma inn hjá mér í London. Rétt áður en við brunuðum úr bænum fór ég til Ellulangömmu til að kveðja hana  og þar voruEygló amma, Árni afi og Óli frændi  og égkvaddi þau sömuleiðis  og næstiáfangastaður var Blöndós.  Elín frænka ogFjóla Birna tóku vel á móti okkur og borðuðum við dýrindis mat hjá þeim.Auðvitað kom að kveðjustund hjá þeim eins og hjá flestum öðrum og þá var næstiáfangastaður Reykjavík. Komum til ömmu og afa rétt um miðnætti og var þá barakomið sér í koju fljótlega.

Laugardagur: Við mammavöknuðum snemma og skelltum okkur í sund og fórum svo í Kringluna því það varýmislegt sem mig vantaði fyrir brottför. Auðvitað bara af því ég ætlaði mér ekki að versla föt þá var alveghelling sem ég sá sem mig langaði í þannig ég leyfði mér að versla smá og varmjög ánægð með kaupin og ferðatöskurnar þyngdust auðvitað við það. Mamma kenndimér að strauja kjólana mína því þeir eru víst orðnir svolítið margir, ég lýgþví ekki en það er nánast ein ferðataska bara með kjólunum mínum í. Frekarvandræðalegt. Auðvitað lærði ég handtökin við straumennskuna og ætti að getaredda þessu sjálf hérna í London. Borðaði síðan síðastu íslensku kvöldmáltíðinamína hjá ömmu og afa og ég fékk auðvitað að velja hvað var í matinn og valdi égkjúkling í brúnni sósu með brúnuðum kartöflum. Við mamma skelltum okkur svo íbíó á myndina The Proposal  um kvöldið ogtókum svo smá rúnt um miðbæ Reykjavíkur. Drifum okkur svo heim til ömmu og afaþví þar var stór dagur framundan hjá mér. Næsta stoppi stöð var Keflavík.

Sunnudagur:  Jæja þá var stóri dagurinn runninn upp oghófst stóri ferðadagurinn á því að fara í heita sturtu til að slaka á og vekjasig svolítið. Amma og afi voru með dýrindis hádegismat semsagt mjólkurgraut,slátur og rúnstykki. Kl 14:00 lögðum við af stað til Keflavíkur og þegar ég komá flugvöllinn var þetta fyrst farið að verða raunverulegt. Ég tjékkaði mig innog þurfti ekki að borga nema 15 þúsund kr í yfirvigt en fékk þó smá afslátt afþví ég var að flytja út. Var semsagt samtals með 50 kíló en það má vera með 20hahahaha vandræðalegt. Erfiðasta kveðjustundin tók við ég kvaddi ömmu og afaniðri og mamma fór með mér upp stigann þar sem farið var yfir vegabréfið ogflugmiðann minn. Ég ætlaði mér að vera svo rosalega sterk og ekki gráta en júþegar ég kvaddi mömmu brotnaði ég alveg niður. EN það þýddi ekkert annað en aðbíta bara á jaxlinn.Ég ráfaði ein um flugstöðina og það fyrsta sem ég gerði varað finna hvar mitt GATE væri.. GATE  27fannst að lokum og ég beið bara og beið þangað til leið að brottförum. Ótúrlegten satt þá var næsta stoppistöð LONDON!!

Ég lennti í London 20:30 ástaðartíma og beið eftir töskunum mínum í þessum þvílíka hita. Fann svoIngibjörgu konuna sem ég bý hjá og þá var víst ALLT í rugli.. Lestarkerfið varí rugli, Sandra au-pair stelpan var ekki bókuð í flugið heim og Chuck sem áttiað sækja okkur í Angel var einhversstaðar úti í vegarkannti með sprungiðdekk.  Jæja við þurftum semsagt að taka 3lestar til að komast til Finsbury park og að lokum komumst við heim báðarþvílíkt þreyttar eftir að hafa þurft að klaungrast með 3 ferðatöskur uppstigana á lestarstöðunum. Komst að því að Bretarnir hérna eru nú svo miklirherramenn og oftar en ekki voru alltaf einhverjir sem buðust til þess að hjálpaokkur. Þegar heim kom var farið í sýnisferð um húsið og ég sem hélt að égþyrfti bara að labba upp einn stiga með töskurnar en ekki 4!!! Chuck ogIngibjörg fóru nú upp með töskrunar fyrir mig og ég dundaði mér að koma mérfyrir í risa stóra herberginu mínu á 4 hæð.

Þið verið að fyrirgefa hvað fyrsta bloggið mitt er langt en er við öðru aðbúast? Hehehe
Vonandi var þetta ekki of leiðinlegur lestur en ég minni ykkur á að allar mínarmyndir fara bara inn á facebookið mitt ;)

Andrea kveður frá London íbili.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtu þér ekkert smá vel þarna úti sæta! :D

Fanndís (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 20:49

2 identicon

úff hvað eg skil þig með kveðjustundina! það var fáranlega erfitt að kveðja mömmu og pabba þegar ég "flutti" út..
Enþú ert nú svo sterk,ferð auðvelt með þetta:D
En skemmtu þér æðislega elsku Andrea mín og njóttu þess í botn!
Hlakka svo til að fylgjast með þér sæta;*

Alda ýr (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 20:50

3 identicon

Gaman ad lesa fyrsta bloggid:) Annars vil eg bara segja goda skemmtun og hafdu tad gott tharna uti :) en asnalegt samt, eg var lika med 50 kilo en eg thurfti ad borga 25 thusund!! Hun hefur greinilega sleppt ther mjog vel:( svindl. en jaeja vid heyrumst :)

Svanhildur (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband