London er frábær.

Góða kvöldið elsku vinir og fjölskylda.

Ég get ekki sagt annað en bara það að London er frábær. Mér líður rosalega velhérna og alls ekki illa meint til ykkar heima en það vottar ekki einu sinni afsmáááá löngun til að vilja fara heim. Það gengur allt mjög vel hérna þrátt fyrir að ég sé ennþá bara ein meðSofiu litlu. Joshua er ennþá heima á Íslandi hjá ömmu sinni og afa en mérskilst að hann sé miklu auðveldari í umönnun en Sofia þannig ég held að égþurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Við Sofia erum orðnar miklar vinkonurog Chuck  sagði einmitt í dag að það værirosalega áberandi að hún elskaði mig því hún hefur verið rosalega erfið viðkvöldmatartímann síðustu kvöld síðan ég kom hingað og ekki viljað borða. Svo íkvöld þegar ég var ein með hana þá borðaði hún svo rosalega vel og bað svo ummeira og þegar Chuck kom heim var hann mjög hissa á hvernig gengi með hana íkvöld hahaha.
Það var frábært veður í dag þannig ég var úti með Sofiu í allann dag eiginlega.Fór með hana í risa stóra almenningsgarðin sem heitir einmitt Finsbury Parkskruppum svo aðeins á bókasafnið því það er svo þægilegt barnahorn þar ogskemmtilegar barnabækur se eru fínar fyrir mig til að æfa mig í enskunni hehe.
Ég sótti um árskort í ræktina fyrr í vikunni og það er svo góður díll þarna aðmeð kortinu fylgir einkaþjálfari, 4  fríir kennslutímar eins og Yoga, pilates ogsvoleiðis þannig ég er bara í nokkuð góðum hérna.  Heyrði í Unni í dag og hún sagði mér að húnværi að fara bóka flugið sitt til mín fljótlega þannig ég á von á henni íbyrjun september sem er æðislegt og  ég hlakkamjög til að fá einhvern sem ég þekki mjög vel í heimsókn til mín.

Ætla ekki að hafa þetta eins langt og síðasta blogg þannig ég ætla segja þettagott í bili.

 Andrea kveðjur frá London í bili.

 

london2.jpg london1.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtu þér og þetta er alveg rétt hjá þér... þetta með barnabækurnar :)

Tedda (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 20:21

2 identicon

aedislegar myndir alveg hreint ;)

svanhildur (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 20:23

3 identicon

Ég ætlasvo að mæta í þessa rækt sko !

Þura (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 22:47

4 identicon

gott að þetta gangi allt vel hjá þér, ég kem svo út og tek lagið með þér

Helgi Björns (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 23:04

5 identicon

Njóttu þess að vera úti, öfunda þig helling! það er æðislegt að vera í Englandi :)

Kristrún Ösp (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 15:10

6 identicon

Æðislegt að þér líður vel þarna, skemmtu þér vel og njóttu þess! :)

Erla Björt (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband