30 stiga hiti hér í London í dag.

Góðan daginn elsku vinir og fjölskylda.

Síðustu dagar hafa verið frekar rólegir hjá mér þannig séð. Í gær var sá dagur sem Winnie (vinnukonan) kom ekki og var það þá í mínum höndum að taka til í húsinu og þrífa. Veit ekki betur en að það hafi bara tekist ágætlega hjá mér því um leið og Ingibjörg kom heim varð hún svo rosalega glöð og hrósaði mér fyrir að ég hafi þrifið rosalega vel. Chuck og Ingibjörg mega alveg eiga það að þeim finnst sko ekkert sjálfsagt að ég skuli gera hlutina og þakka mér alltaf fyrir þegar ég geng frá þvottinum, set í uppþvottavélina eða tek eitthvað til. Sem er mér til mikillar ánægju því þá finn ég ennþá meira fyrir því að ég sé heima hjá mér því mamma gerir alltaf slíkt hið sama.

Ég fór í fyrsta session-ið mitt í gær hjá einkaþjálfaranum og fór í ýmsar mælingar og sumar mælingarnar komu mér virkilega á óvart. Ég er búin að stækka um 2 cm og er semsagt núna orðin 163 cm, er búin að léttast um 2 kíló og er núna 50 kg og var aðeins með 19% í fituprósentu. Mér til mikillar ánægju með þetta allt saman. Æfingarnar mínar muna einungis snúast um það að styrkja mig en ekki til að efla þol eða annað, hann taldi mig vera með ágætt þol þegar hann fylgist með mér á skíðavélinni um daginn þannig styrkaræfingarnar verða númer 1,2 og 3. Vonandi að ég verði komin með örlítin massa þegar ég kem heim í jólafrí hahaha.

Dagurinn í dag var alveg hreint magnaður svona eða þannig. 30 stiga hiti úti sem er alltof heitt fyrir mig verð ég að segja, bakið farið að segja til sín eftir ræktina að ég held, ekki nema ég sé komin með sólsting. Mér er skítkalt og ALLSTAÐAR illt enda fyrsta skiptið sem ég fer  í 66° norður peysuna mína síðan ég kom hingað. Þannig næstu dagar verða frekar rólegir hjá mér enda er ég í fríi fram á sunnudag nánast. Hlakka samt til þegar Joshua kemur heim frá Íslandi á mánudaginn þá fær maður að kynnast honum svolítið meira, við Sofia erum orðnar fínar saman núna er bara að kynnast Joshua. Skólinn byrjar hjá þeim í byrjun september og þá fyrst kemur þessi daglega rútina. 

En jæja ætla segja þetta gott í bili, Ingibjörg og Chcuk eru úti að grilla í góða veðrinu og hungrið farið að segja örlítið til sín. Þangað til næst bið ég innilega að heilsa heim.

Bestu kveðjur frá London baby.. :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh eg hlakka svo til þegar krakkarnir hja mer byrja i skolanum þvi þa kemur loksins rútina :) það er miklu þægilegra! :)
en hafðu það gott sæta:*

Svanhildur (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:46

2 identicon

Ooo hvað er mikið stuð hjá þér! Flott hjá þér að taka þig á í ræktinni :) Tölurnar þínar eru flottar! Skemmtu þér ótrúlega vel og ég fylgist núna með eftir að ég vissi af heimasíðunni :)

 Bestu kveðjur frá íslandi :)

Gerður Rún (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband