Ferðalag niður í miðbæ.

Hæhæ elsku vinir og fjölskylda.

Ég vil byrja á því að afsaka þetta með að það hefur vantað annaðslagið bilin á milli orða í síðustu 2 bloggum en þetta virtist víst alltaf gerast þegar ég var búin að save-a bloggið mitt. Vonandi olldi þetta ekkert of miklum truflunum við lesturinn. Ég biðst innilegrar afsökunnar á þessum tæknilegu mistökum.

Dagarnir halda áfram að líða og líða og það verður komin vika á morgun síðan ég flutti til London. Mér finnst enn eins og ég hafi komið hingað í gær. Þessi vika var ekkert smá fljót að líða. Laugardagur í dag og við Ingibjörg og Sofia fórum í smá ferðalag niður í miðbæ og þar var sko ýmislegt spennandi að sjá fyrir svona litla og unga stúlku frá Hrísey. Big Ben, The Westminster Abbey, Buckingham palace, Trafalgar Square og margt, margt fleira spennandi. Gaman að segja frá því að við vorum akkúrat að koma að Buckingham höllinni þegar vaktskipti lífvarðanna voru og þau voru ekkert lítið flott. Hefði viljað sjá byrjunina en ég rétt náði að sjá eitthvað smá allavega sem er skárra en ekki neitt. Tókum svo strætó heim og á leiðinni keyrðum við framhjá Oxford street en Ingibjörg sagðist ætla láta mig alveg eina um það að fara þangað þar sem að það er geðveiki að fara þangað á laugardegi. Það styttist í að Unnur komi í heimsókn þannig þá fer maður með henni þangað og þá ætla ég einmitt að taka litlu bleiku doppóttu ferðatöskuna mína með því þá ætla ég sko að versla og gott að henda bara jafnóðum ofan í töskuna frekar en að halda á 1700 pokum eða svo.. Okei djók ég ætla kannski ekki að versla svoooo mikið en þó eitthvað smá.

Reikna annars með að helgin verði róleg hjá mér, er í fríi þannig ég hef morgundaginn alveg út af fyrir mig og ætla kannski að taka smá rölt um hverfið til að læra rata almennilega. Kíkja kannski í uppáhalds íþróttabúðina mína sem er við hliðin á ræktinni sem ég fer í sem heitir Fitnes First og finna mér íþróttabuxur svo ég hafi 2 til skiptanna. Þetta var nú yfirleitt þannig með mig og Unni að hún fékk fínu fötin mín í láni og ég fékk íþróttafötin hennar Unnar í láni þannig núna þarf ég algjörlega kaupa allt sjálf bara. Það vill svo skemmtilega til að þessi íþróttabúð er svo dásamlega ódýr þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eyða of miklum peningi þarna inni fyrir kannski einar buxur. Langar líka svolítið að rölta að Arsenal leikvanginum, spurning hvort ég rati en það má allavega prófa. Langar rosalega að prófa stoppa þarna og skoða mig um ég hef alltaf bara keyrt framhjá nefnilega. Þetta kemur allt saman í ljós á morgun og þið sem eruð dugleg að fylgjast með mér fáið sko alveg að vita hvað ég gerði hahaha 
Joyful 

Vil líka endilega óska Ellu frænku, Árna og Óla frænda með skírnina hjá Unni Kristínu nýja fjölskyldu meðliminum. Viðurkenni það að ég hefði alveg ótrúlega mikið viljað vera viðstödd þessa athöfn og eytt deginum með fjölskyldunni og dagurinn í gær var svolítið erfiður að sökum þess. Það er því miður ekki hægt að vera á 2 stöðu í einu hehehe... Ég get huggað mig við það að ég missi allavega ekki af jólunum heima á Íslandi. :) 

En jæja ég ætla segja þetta gott í dag og læt fylgja með nokkrar myndir úr bæjarferðinni.
Þangað til næst bið ég innilega að heilsa ykkur heima :*

Andrea kveður frá London í bili.

london_023_895205.jpglondon_010.jpglondon_014_895207.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ooooh Öfunda þig svo Andrea! ad vera bara í tjilli og versla og skoða allt þetta flotta:) við Kristjan erum einmitt ad pæla i þvi ad fara til Paris i des.
Ut um Sjondeildar hringinn má kannski seigja , skoða og vera algjörir ferðamenn með mittis töksuna , kortið , orðabókina og svona ! i guðabænum ekki þu gera tad :D haha,
en skemmtu þer Músí eg mun fylgjast med þer :)

Petra breiðfjord (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 15:51

2 identicon

Hææjj vildi bara kasta kveðju á þig ;) Gott að allt gengur vel og vonandi ferðu að rata um þarna. hehe
Væri til í að sjá þig í búðunum með doppóttu ferðatöskuna, hahahah.
Allavega, til hamingju með frænkuna og eg bið að heilsa :)

Svanhildur (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband