Elskar lífið.
31.8.2009 | 21:04
Góða kvöldið elsku vinir og fjölskylda.
Það hefur ýmislegt gerst síðan ég kvaddi ykkur síðast sem er bara nokkuð jákvætt býst ég við því þá hef ég eitthvað að til að segja ykkur frá.
Ég nefndi í síðasta bloggi að ég héldi að ég væri orðin veik sem var alls ekki vitlaust hjá mér því ég nældi mér í eitt stykki ælu og magapest þannig ég var alveg frá fram á mánudag. Hélt að þá fyrst fengi ég móðursýkiskast og heimþrá en ég er bara farin að halda að svoleiðis sé bara ekki til hjá mér. Mér líður svo rosalega vel hérna Ingibjörg var eins og mamma mín þegar ég var lasin og var alltaf að koma upp á morgnanna til mín og spurja hvernig ég hefði það og passaði að krakkarnir hefðu hljótt svo ég gæti sofið og allt eitthvað svona. Þessi fjölskylda er hreint út sagt frábær og ég hef ekkert út á hana að setja. Tel mig vera mjög heppna með allt saman og gæti ekki haft það betra.
- Langt síðan að mér hefur liðið svona virkilega vel,
- verið svona virkilega hamingjusöm
- og verið svona virkilega ánægð og stolt með sjálfan mig.
Joshua kom loksins heim til London á mánudaginn síðasta og fyrsti dagurinn okkar saman var á þriðjudeginum. Langur og erfiður dagur, amma hans og afi á Íslandi greinilega búin að spilla honum því ég verð að viðurkenna að í fyrsta skipti síðan ég kom hingað átti ég dag sem ég tel hafa verið MARTRÖÐ. Sem betur fer var það bara þessi eini dagur sem var svona erfiður ég var orðin kvíðin fyrir því að þetta yrði bara alltaf svona. Ég talaði við Ingibjörgu og Chuck um það sem hefði gerst um daginn og Ingibjörg ræddi við okkur Joshua í sitthvoru lagi og eftir að hafa rætt málin voru engin vandamál til staðar lengur og Joshua eins og engill alla vikuna. Þannig núna gengur allt vel bara og skólinn byrjar á mánudaginn okkur öllum til mikillar gleði. Þá kemur loksins þessi daglega rútína. Viðurkenni það samt að við Sofia Lilja náum aðeins betur saman og erum rosalega góðar vinkonur og hún er farin að hætta kalla mig Andreu og segir vandræðalega oft mamma. Hún er náttúrulega einum of mikil dúlla og þið sem eruð með mig á facebook getið einmitt séð myndir og myndbönd af þessari elsku.
Ég var í fríi um helgina og hálfan daginn í dag og má segja að ég hafi brallað ýmislegt á laugardeginum, sunnudeginum og í dag.
Laugardagur: Tók mér smá göngu niður í Crouch End og fór á uppáhalds kaffihúsið mitt Costa og sat þar inni og skrifaði ömmu og afa í Reykjavík bréf þar sem að þau eru nú ekki eins tæknileg og flestir að eiga tölvu. Endaði með því að skrifa 7 bls bréf til þeirra hahaha. Svo þegar ég kom heim þá var ætlunin að fara til Notting Hill á carnivalið en þegar við vorum komin til Notting Hill þá komust við að því að við hefðum farið dagavillt og carnivalið byrjaði ekki fyrir en í gær semsagt sunnudaginn. Við tókum því bara rölt um Notting Hill sem er fráááábær staður og ég myndi glöð vilja búa þarna ef allt væri ekki svona dýrt þarna. Millistéttar manneskja kaupir allavega ekki hús þarna. Enduðum svo daginn á því að panta mat frá Nando's sem er kjúklingastaður og mér til miiiiikillar gleði fékk ég franskar og KOKTEILSÓSU. Mér leið eins og í himnaríki. Fyrsta skiptið sem ég fæ eitthvað feitt síðan ég kom hingað. Sátum öll saman inn í stofu að borða elsku Nando's og horfa á X-factor. Semsagt mjög kósý kvöld hjá okkur. Mér leið allavega eins og ég væri bara heima hjá mér að borða Brekku pizzu með mömmu og pabba og þeim og horfa á Idolið með þeim hehehe.
Sunnudagur: Vaknaði snemma því planið var að fara niður í miðbæ. Fór alveg alein niður í miðbæ og fyrsta stoppistöð var Covent Garden og þar er alveg æðislegt að vera. Fullt af búðum, geðveikir markaðir og allt bara geðveikt þarna, labbaði svo þaðan að Trafalgar Square og labbaði bara út um allt, fór að sjá Big Ben aftur,fór á oxford circus og bara nefndu það. Verslaði mér smá föt og keypti mér London map til að geta ratað almennilega. Gaman að segja frá því að ég hef aaaaldrei fengið eins mikla athygli og ég fékk í gær. Byrjaði allt á því að ég var að bíða eftir græna kallinum fyrir framan Big Ben og var að skoða myndirnar mínar og þá segir maður ,,ertu að taka mynd af rassinum á mér?" ég varð eins og beygluð ýta þarna og sagði bara ,,uuu nei??" svo fór hann bara að spjalla og spurja hvaðan ég væri og hann sagðist vera frá Frakklandi og svo spurði hann hvort ég væri til í að setjast niður með honum og drekka te, ég bara ,,heyrðu nei takk, fjölskyldan mín er að bíða eftir mér þarna við Big Ben þannig ég verð að drífa mig, gaman að kynnast þér" Þannig hann fór í hina áttina geðveikt sár en því miður þá var þessi maður ekki alveg það sem ég er að leita mér að einhver gamall Frakki eeee já nei takk hahahaha. Svo ekki nóg með það að ég lét teikna mynd af mér nálægt oxford circus og þá kemur ungur og reyndar fjallmyndarlegur drengur og sagði við teiknarann ,,fyrirgefðu ég veit að þú ert að vinna vinnuna þína en ég verð aðeins að trufla þig" Teiknarinn bara já ekkert mál. Þá segir þessi ungi fjallmyndarlegi drengur við mig ,,Excuse me darling, I really have to say this to you but you are absolutely stunning" Þessi orð létu mig alveg bráðna og ég verð að viðurkenna að hjartað mitt tók aukakipp, annað eins hefur aldrei verið sagt við mig áður og með svona mikilli innlifun. Jesús minn! Af hverju gat hann ekki beðið mig um að setjast niður með sér og drekka te. Alveg týpist!! Jæja þessu var enn ekki lokið, ég var að labba að lestarstöðinni í Leicester square þegar maður kemur hlaupandi á eftir mér og grípur í hendina á mér. Mér dauðbrá alveg, ég náttúrulega ennþá alveg í himnaríki eftir þessi gullfallegu orð sem ég fékk að heyra frá fjallmyndarlegum dreng. Þá segir þessi maður sem ég hugsa að sé á svipuðum aldri og pabbi minn ,,heyrðu ég sá sitja hjá teiknaranum og þú ert rosalega falleg stelpa, hvernig er það er hægt að fá númerið þitt svo ég geti hitt þig einhvern tímann við tækifæri?" Ég náttúrulega alltaf jafn hreinskilin og sagði ,,nei það getiru ekki" hann gafst ekki upp og fer að spurja af hverju og svona og þá sagði ég að ég væri að fara aftur heim til mín í vikunni og enn gefst hann ekki upp og segir að það sé þá allavega ekki fyrir en í vikunni við gætum hisst fyrir það og eitthvað SVAKA. Mér tókst á endanum að losna við hann og koma mér heim. Þessi ferð var nú meira bíóið, aðra eins athygli hef ég bara ekki fengið. Maður getur alveg labbað á laugarveginum án þess að fólk stoppi mann eða horfir á mann eins og maður sé einhver stjarna. Þetta var algjör ævintýri fyrir litlu stelpuna frá Hrísey og fannst þetta ekkert nema skemmtilegt. Eyddi svo kvöldinu bara í rólegheitum í kósýherberginu mínu sem ég DÝRKA.
Mánudagur: Vaknaði við það þegar Sofia kallar á mig úr herberginu sínu, litla dúllan mín greinilega vöknuð þannig ég fór með hana niður að borða morgunmat og þar sat einmitt Joshua að borða morgunmatinn. Chuck og Joshua voru að fara saman á risaeðlusýningu þannig við Sofia vorum bara 2 heima. Tók til í eldhúsinu, skúraði og gerði allt fínt og á meðan sat Sofia að horfa á Latabæ í tölvunni minni. Eldaði svo hádegismatinn og kom svo Sofiu í rúmið því hún leggur sig alltaf eftir hádegi. Joshua og Chuck komu svo heim um hálf þrjú og ég fór þá niður á lestarstöð og tók lestina til Notting Hill. Var mjög stolt af mér að komast á réttann stað því ég var bara að fara í fyrsta skiptið í gær ein með lestinni og í dag þurfti ég að taka lestina niður að Oxford circus og skipta þar um línu til að komast til Notting Hill. Ég er að segja ykkur það að trafíkin í lestinni var svo mikil að það var ekki einu sinni pláss fyrir eina litla Andreu. Ég hætti 4 sinnum við að fara með lestinni, lestin kom alltaf og fór og alltaf var hún jafn troðin. Mér tókst að lokum að troða mér inn, þetta var ógeeeðslegt, það var rosalega heitt í dag þannig allir voru geðveikt sveittir og klístraðir og já þetta var bara ógeðslegt. Ég komst allavega til Notting Hill og allir sem voru þarna var örugglega 3 sinnum Íslands, ég vissi ekkert hvert ég var að fara og fylgdi bara straumnum og sá eitthvað smá en lítið sem ekki neitt. Gafst fljótlega upp á að vera þarna og fór á Starbucks og fékk mér Strawberry and Cream sem er einum OOOF gott og snilld í svona miklum hita. Tók strætó niður á Oxford street og keypti mér einn kjól í Primark, það var svo fyndið þessi búð er geðveikt ódýr og fólk var bara labbandi um þarna með körfur stútfullar af fötum og ég kom að afgreiðsluborðinu með EINN kjól hahahahaha. Svo ætlaði ég að kaupa mér annan kjól í New Look en neinei þá hætti kortið mitt að virka og ég bara hmmm það getur ekki verið. Fór í hraðbanka og hraðbankinn vildi heldur ekkert með kortið mitt hafa sem er frekar skrítið því ég fór í hraðbanka í Notting Hill og það var alveg nógur peningur inni á kortinu mínu og ég borgaði með kortinu mínu í H&M í gær. Þannig núna er bankinn örugglega að loka á mig og segja mér að hætta eyða svona miklum pening í föt hahahaha. Ætla skoða þetta á morgun og prófa að fara í hraðbanka í fyrramálið.
En jæja þetta er orðið svolítið langt blogg hjá mér núna og ætla ég að fara segja þetta gott. Eins og þið sjáið þá er bara allt frábært að frétta af mér, mér líður rosalega vel og er ánægð með allt saman. Gaman að heyra hvað þið heima séuð dugleg að fylgjast með mér. Hef meira gaman af því að blogga þegar ég fæ að heyra svoleiðis.
P.S Gaman að heyra í ykkur amma og afi í skype um daginn, rosalega tæknilegt allt saman. Hlakka til að heyra og sjá ykkur næst. Knús og kossar.
Þangað til næst bið ég að heilsa heim.
Bestu kveðjur frá London baby.
Athugasemdir
Hææjjjj ég las:D vúhú, duglega ég! En það er rosa gaman að heyra að þú hafir það svona gott þarna í borginni og vá, þvílík athygli hahaha ;) Hafa menn aldrei séð ljóshærðar sætar stelpur eða?:D hehehe
Sæta:*
Allavega, haltu áfram að líða svona vel! Lovjú!
Svanhildur (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:33
Vá eins mikið og ég elska að lesa bloggin þín þá fá þau mig til að næstum deyja ég hlakka svo til að flytja til þín, já og bara koma í heimsókn eftir 31 dag!!!
Mér líðu svooo vel að vita að þér líði vel, þú átt það bara skilið sko.
Elska þig og sakna.
þín þura.
Þura Björg (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:50
Alltaf svo gaman að sjá hvað þú ert ánægð og glöð þarna úti! :)
Gott að geta fylgst aðeins með þér sæta. Hahah engin smá athygli sem þú færð stelpa - þú verður kannski bara kominn með einn breskan áður en þú kemur heim! ;)
Erla Björt (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.