Unnur í heimsókn.

Góða kvöldið elsku vinir og fjölskylda.

Síðustu dagar hjá mér hafa alls ekki verið leiðinlegir enda margt sem hefur verið um að vera. Eins og flestir vita þá kom Unnur í heimsókn á miðvikudaginn og fór heim til Íslands í dag. Þessir 5 dagar með henni voru hreint út sagt frábærir og rosalega gaman að fá hana í heimsókn. Þrátt fyrir mikið bras að koma sér á réttann stað þá komst hún loksins til mín. Þetta byrjaði allt á því að ég klikkaði á því að sækja hana á King's cross lestarstöðina því ég átti pantaðan tíma í litun á hárinu kl 11:00 og ég átti að vera búin kl 12:30 en nei,nei ég var ekki búin fyrir en 13:30!!! Ég átti svo að sækja krakkana í skólann kl 15:00 þannig tíminn var svolítið tæpur ef eitthvað skildi nú klikka. Þannig Ingibjörg hringdi í Unni og bað hana um að taka lestina að Finsbury Park. Ég hljóp að lestarstöðinni til að taka á móti henni þar og beið þarna í góðan klukkutíma og var orðin virkilega stressuð. Hugsaði með mér af hverju hún væri ekki löngu búin að láta sjá sig, það tekur 10 mín að koma frá King's cross lestarstöðinni til Finsbury Park þannig þetta var farið að verða svolítið skrítið. Ingibjörg hringir svo í mig og segir mér að hún hafi tekið lestina í vitlausa átt og væri semsagt komin til suður London og það fyrsta sem ég sagði var ,,NEI SHIIITT." Held að ég hafi verið meira stressuð en Unnur þennan dag. Ég fór þá bara og hljóp aftur heim, smurði nesti fyrir krakkana því Joshua og Sofia eru alltaf svo svöng þegar þau eru að koma úr skólanum og leikskólanum og hljóp í skólann hans Joshua. Um leið og ég er komin fyrir framann skólann hringir Unnur og segir að hún sé kominn til Finsbury Park. Ég átti ekki von á henni nærrum því strax þannig ég lét Joshua skella í sig banana hljóp með hann heim. Spurði svo Snorra hvort hann gæti hugsanlega gert mér smá greiða og sækt systur mína út á lestarstöð því ég væri orðin tæp á tíma að sækja Sofiu í leikskólann. Snorri er arkitekt og er að setja upp ný herbergi í húsinu fyrir krakkana og er eiginmaður systir Ingibjargar. Hann fór semsagt að sækja Unni og ég byrjaði aftur að hlaupa, Joshua var á hjólinu sínu og ég sagði við hann að núna færum við sko í kapp hver væri á undann í leikskólann. Náðum að sækja Sofiu án þess að þurfa láta hana bíða og þá var bara að hlaupa til baka til að vera komin þegar Unnur kæmi heim. Þegar heim var komið var Unnur komin heim og mér til MIKILLAR gleði heil á húfi og það fyrsta sem ég sagði var ,,MIKIÐ er gott að sjá þig" hahahahahaha. Fór með Unni svo í bíó um kvöldið og fórum bara mjög snemma að sofa enda erfiður dagur hjá okkur báðum að baki.

Á fimmtudaginn þurfti ég að sinna krökkunum aðeins en við Unnur fórum út að borða á fimmtudagskvöldinu á voðalega fínum Mexíkóskum veitingastað. Sáum ekki eftir að hafa farið þangað, mjög góður matur og virkilega góð þjónusta. Tókum svo smá rölt og stoppuðum á 2 kósý pubum. Tókum svo lestina niður í miðbæ og skoðuðum lífið í miðbænum, fórum á skemmtistað sem er rétt hjá Piccadilly Circus, skemmtum okkur mjög vel.

Á föstudeginum var vaknað snemma enda stór dagur framundan. Ég búin að skipuleggja daginn frá 10:00 - 22:00 hahahaha. Ég var semsagt skipuleggjari ferðarinnar og Unnur var svo heppin að fá svona einkaguide. Ég byrjaði að fara með hana niður að Covent Garden og skoðuðum þar markaðina, operu húsið og fengum okkur ekta breskan morgunmat á Covent Garden torginu. Svo var bara labbað um allt saman og ég sýndi henni Buckingham Palace, Westminster Abbey, 10 downing street og auðvitað house of parliament sem er auðvitað Big ben og allt það. Gaman að segja frá því að eftir að við vorum búnar að labba um og skoða og ég búin að sýna Unni nokkra staði og segja henni frá hinu og þessu þá stoppar Unnur mig og segir ,,hérna ein spurning samt.. hvernig veistu þetta allt? það mætti halda að þú hafir átt heima hérna í 20 ár." Ég er bara búin að sjá það að þarna er ég að fýla mig, ferðast og fræðast um hina og þessa staðina. Skemmti mér konunglega að labba um með Unni og vera guide-inn hennar. Spurning um að ég bjóði mig fram í að vera guide í London þegar ég er búin að vera hérna í ár. Ekki alvitlaust. Enduðum svo á því að fara á oxford street að versla. Búðirnar sem stórinnkaupin voru í var H&M og elsku Primark. Þvílíka geðveikin sem er þarna inni alltaf hreint. Eftir vel heppnaðan dag fórum við Unnur heim að taka okkur til á djammið. Fórum til Kensington á djammið og sjáum við sko ekki eftir því. Það héldu allir að við værum tvíburar og það var bara nóg að labba yfir gangbraut og þá var sagt ,,heey twins sitsers." Það var bara skemmtilegt enda skemmtu við okkur koooonunglega.

Á laugardeginum var aftur farið niður í miðbæ. Fórum í bakarí á Trafalgar Square, komum okkur fyrir á túninu sem er þarna og nutum við þess að sitja úti og borða í góða veðrinu. Löbbuðum svo að Oxford street því það var keypt eitthvað vitlaust deginum áður og þurftum við að kippa því í liðinn. Drifum okkur svo heim og versluðum í matinn því Unnur ætlaði að elda laxinn sem hún gerir svo vel og ég bakaði bananabrauð og við gerðum svo skinkuhorn í sameiningu. Síðasta kvöldið var semsagt tekið rólega enda lappirnar á okkur handónýtar eftir allt labbið síðustu 4 dagana.


Skipuleggjari ferðarinnar.                    Túristi ferðarinnar.

Sunnudagurinn fór í það að klára versla það sem þurfti að versla og raða ofan í töskurnar. Fórum svo niður á lestarstöð og ég náði að fylgja henni í þetta skiptið. Fór með henni að lestarstöðinni sem er í London Bridge þaðan þurfti hún bara að taka eina lest sem færi beint til Gatwick. Unnur komst vandræðalaust til Gatwick og þurfti víst að borga 25 þúsund kr í yfirvigt sem segir allt til um það hversu mikið var verslað. Viðurkenni það að ég fékk í fyrsta skiptið svona mikla tilfinningu fyrir að vilja fara heim þegar ég kvaddi hana. Dauðlangaði með henni heim og knúsa mömmu, pabba og Árna á morgun eins og hún er að fara gera en ég er nú að fara koma heim í jólafrí eftir nokkra mánuði svo þetta er allt í lagi. Unnur mín ég vil bara þakka þér æðislega fyrir frábæra heimsókn. Ég skemmti mér konunglega með þér.

Annars gengur allt hérna sinn vanagang. Krakkarnir byrjaðir í skólanum og ég nota tímann á meðan þau eru í skólanum til að fara í ræktina. Hérna er allt á fullu í framkvæmdum krakkarnir að fá ný herbergi og það er verið að setja upp alveg ný herbergi, setja ný teppi og nýtt á veggina og bara allt nýtt. Hlakka til að sjá útkomuna á þessu öllu saman og svo verður bara hjálpað til við að gera herbergin kósý.  Linda au-pair stelpan sem er hjá vinafólki minnar fjölskyldu er loksins komin út þannig núna hefur maður smá félagsskap þegar maður er í frí sem er alveg frábært.

Ég og Linda á fyrsta djamminu okkar í London.

London er frábær, ég elska lífið, ég á bestu vini sem hægt er að hugsa sér að eiga og bestu fjölskyldu í heimi.

Vonandi var þetta ekki alltof langt blogg fyrir ykkur.
Ætla segja þetta gott núna og þangað til næst bið ég innilega að heilsa ykkur. 

Andrea kveðjur frá elsku London.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að þú sért búin að gera guide plan fyrir mig ;) 19 dagar Andrea! Ég get ekki beðið, sakna þín svo mikið í dag e-ð :* verður of gaman hjá okkur og ég tala nú ekki um eftir áramót!!!!

Þura Björg (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 21:48

2 identicon

Svooo gaman að lesa bloggið þitt=)

Svanhildur (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:21

3 identicon

Haha! Andrea guide! Ánægð með þig! Æði að systir þín hafi komið í heimsókn! Ég skil vel að þið hafið verið spurðar hvort þið væruð tvíburar, eruð mjög líkar! Systir mín er einmitt að panta sér Boston ferð í næsta mánuði :-) Samt í vinnuferð, hún er flugfreyja ;-) En þú ert ekkert smá heppin að þekkja einhverja stelpu svona nálægt þér. Gaman að geta farið út á lífið á London, virkar mjög fancy ;-)

Hafðu það gott sæta mín!

Kv. Eva.

Eva Þórey (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband