Spennandi au-pair líf.

Hæhæ elsku vinir og fjölskylda.

Þetta er örugglega í 3 skiptið sem ég opna þennan glugga á síðustu 2 sólarhringum. Byrja alltaf að skrifa eitthvað en endar alltaf með því að ég stroka út og loka glugganum. Ætla hinsvegar að reyna skrifa eitthvað fróðlegt og skemmtilegt fyrir ykkur án þess að stroka það út í þetta skiptið. Löngu orðið tímabært að skella inn einu bloggi.

Heyrði í mömmu á skype í gærkvöldi og hún færði mér þær fréttir að það væri farið að kólna heima og farið að sjást í hvíta fjallatoppa allt í kring. Hérna hefur veðrið verið frekar misjafnt bæði kalt, rigning og mikill hiti. Síðustu dagar hafa aldrei farið neðar en 15°c í hita. Það sést samt alveg að haustið er að nálgast því sumar gangséttirnar eru farnar að drukkna í brúnum laufblöðum. Viðurkenni það að mér hefur alltaf fundist haustið svolítið kósý og hvað þá hérna í London. Er samt farin að kvíða fyrir kuldanum sem verður hérna í vetur enda er ég búin að biðja mömmu um að pakka niður hlýju teppi til að senda til mín. Ef einhver er hugmyndalaus um jólagjöf til að gefa mér í ár þá væru hlýjir ullarsokkar vel þegnir í ár.

Ég hef grun um það að einhverjir bíða spenntir eftir að heyra frá deitinu sem ég fór á á föstudagskvöldinu. Ég semsagt fór á mitt fyrsta deit á föstudaginn með mjög ljúfum og góðum dreng. Hann hitti mig við lestarstöðina í mínu hverfi og ég tók alveg eftir því að það er mjög algengt að hitta deitið sitt við lestarstöðvarnar. Það voru fleiri en bara ég að bíða eftir deitinu mínu. Sá þarna einn myndarlegan í jakkafötum og læti greinilega að bíða eftir einhverjum, svo var önnur þarna rosalega fín að bíða líka eftir einhverjum. Þegar við loksins hittumst þá var tekið lestina til Covent Garden og fórum þar út að borða á mjög kósý veitingastað og þar fékk ég rauða rós. Svo var bara tekið labb um miðbæinn, löbbuðum um Trafalgar Square og löbbuðum að Big Ben og nutum ljósadýrðarinnar. Eina sem ég get sagt um þetta allt saman er að þetta var allt rosalega flott og skemmtilegt og frábær strákur en fyrir minn smekk var þetta OF fullkomið og hann OF fullkominn og ég er ekki að fýla þessa fullkomnum.

Ég áður en ég fór á deitið.

Ég hef kynnst nokkrum au-pair stelpum hérna í London sem er ekkert nema frábært við það og allt alveg yndislegar stelpur sem ég hlakka til að kynnast betur. Fór til dæmis núna á laugardaginn með Lindu og finnskri au-pair stelpu sem heitir Anette í Camden Town. Anette er rosalega góð í ensku þannig við spjöllum bara saman á ensku sem er alls ekki verra fyrir mig. Gott að þjálfa sig í enskunni enda veitir ekki af að efla enskukunnáttuna. Fyrir þá sem ekki vita þá er Camden Town alþjóðlegt íbúðarhverfi sem til dæmis Amy Winehouse á heima í. Það eru líka allskonar skemmtilegir og merkilegir útimarkaðir sem gaman er að skoða. Camden Lock markaðurinn er markaður sem hægt er að finna allkonar handíðir, skartgripi, föt og fullt af öðru eins drasli. Ótrúlega skemmtilegt að fara þarna og skoða og sjá allt þetta fólk. Sumir skrítnari en aðrir hehehe. Á tímabili vissum við stelpurnar ekki í hvora áttina við áttum að líta því það var svo mikið af marköðum í kringum okkur. Ég keypti mér nú ekki neitt í þetta skiptið, naut þess bara að skoða mig um.  Keypti mér jú eina brownies köku sem ég geymdi þangað til ég kom heim því Linda gisti hjá mér á laugardagskvöldinu og hún keypti sér  líka brownies til að borða um kvöldið. Sáum nú alls ekki eftir þessum kaupum því þessi brownies kaka var lýgilega góð. Skelltum kökunum í örbylgjuofninn og svo átti ég vanilluís í frysti og þetta var bara aaaalgjör sprengja. Við Linda borðuðum kökurnar okkur með bestu lyst og horfðum á dvd á góðu laugardagskvöldi.

 Ég, Linda og Anette í Camden Town

Á sunnudaginn var svo messa á vegum íslendinga félagsins. Ingibjörg var svo krúttleg og bað mig svo ótrúlega fallega um að baka eitthvað gott því það er yfirleitt þannig að það koma allir með eitthvað og setja á kökuhlaðborðið. Ingibjörg hefur aldrei komið með neitt því hún kann ekki að baka og við Unnur komumst að því þegar hún var hérna í heimsókn því hún vissi varla hvað kökukefli væri sem okkur Unni fannst rooosalega fyndið. Eftir messu settust allir saman og borðuðu gotteríið sem hver og einn kom með.  Ég bakaði semsagt bananabrauð fyrir þá sem vildu vita það hahaha.
Mjög gaman að hitta alla íslendingana og heyra bara íslensku í kringum sig. Hitti þarna 2 aðrar au-pair stelpur sem heita Hulda og Sigga. Þær eru rosalega fínar og ég var eftir í Paddington eftir messuna og var með Huldu og litla Oliver Jack sem hún var að passa. Fórum út að borða og ég fékk mér pizzu í fyrsta skiptið síðan bara einhvern tímann í sumar. Svo er planið að fara á djammið næsta laugardag að hittast allar au-pair stelpurnar og kannski kíkja á eitthvað skrall saman. Ætlum að reyna ná sem flestum saman ég, Hulda, Sigga, Linda, Anette, Kolbrún og jafnvel Aline sem er þýsk au-pair stelpa hérna líka.

Au-pair lífið leggst svo rosalega vel í mig sem hefur held ég ekki farið framhjá neinum. Þetta er í rauninni bara einn ákveðinn au-pair heimur sem maður kynnist. Þú ert að kynnast endalaust af nýju fólki og ef maður veit af au-pair stelpu nálægt sér þá í rauninni er bara heimska að reyna ekki að kynnast henni því félagsskapurinn í þessu jobbi er svo mikilvægur og er númer 1,2 og 3. Ég er rosalega ánægð með hvað ég hef kynnst mörgum og sé ég ekki fram á að mér eigi eftir að leiðast er búin að kynnast svo mörgum. Fékk að vita það á sunnudaginn að ég get bókað flugið mitt heim 19. desember þannig ég reikna með að koma heim til Íslands þá. Auðvitað hlakka ég til að kíkja aðeins heim og hitta fjölskylduna og vini þó svo að mig langi í rauninni ekkert heim. Hlakka samt ótrúlega til að eyða jólunum heima í elsku Hrísey.

Þura er svo að fara koma í heimsókn til mín 2.október við ætlum líka að kíkja til Arons Gunnars í Coventry, fara til Leicester og horfa á Leicester - Coventry og hafa bara almennt gaman af lífinu. Mamma hans Arons er búin að lofa okkur ekta íslenskum mömmumat þannig ég get eiginlega ekki beðið eftir að fá einn slíkann

Jæja mér tókst loksins að ljúka við eina bloggfærslu án þess að stroka út og ætla ég að segja þetta gott í bili svona áður en ég fer að stroka allt út.
Þangað til næst bið ég að heilsa ykkur heima.

Andrea kveður frá London.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott blogg sæta mín!:) hlakka til að sjá þig um jólin í elsku hrísey;)!

Svanhildur (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 14:26

2 identicon

En hvað er gaman að heyra að allt gangi vel hjá þér .  Verð eiginlega að segja að ég öfunda þig alveg rosalega og hefði viljað gera þetta á þínum aldri.  Allt gott að frétta hér hjá okkur í Hafnarfirði.  Unnur stækkar og stækkar og verður mannalegri með hverjum degi.  Óli er að verða FH ingur og er mjög stoltur af því.   Mér sýnist að hann sé að verða Hafnfirðingur   Amma og Afi eru hérna hjá okkur núna en Afi var að koma úr Augnsteina aðgerð og það gekk bara mjög vel (lagði sig eftir það ).  Þarf að vísu sennilega að fara líka með hitt augað.  Árni var að koma úr Laxveiði og kom í þetta skipti með 8 stykki, Þannig að það verður nýveiddur Lax í kvöldmatin ekki slæmt.....Það er nú spurning um að þú verðir bara Aupair hjá mér næst ... hehehe kannski ekki eins gaman og í London.

Kveðja frá okkur í Hafnarfirði , Amma sendir knús og koss, og Óli segir Love you......

Ella frænka

Ella frænka (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 17:13

3 identicon

Hvað meinaru með OF fullkominn? Er það hægt??? Haha! Þú ert nú ekki í lagi!

En þú ert rosa heppin að þekkja svona margar au pair stelpur í kring. Ég veit ekki um neinar stelpur sem eru au pair hérna nálægt :/ En það er kannski algengara að stelpur fari til Bretlands en til Bandaríkjanna.

Knúsaðu Þuru frá mér þegar hún kemur til þín, þið eigið eftir að skemmta ykkur svo vel!

Bestu kveðjur,

Eva.

Eva Þórey (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 18:38

4 identicon

Haha, ég skil alveg þetta "of fullkominn" hjá þér ;)
& vá hvað mig langar núna í bananabrauð, mitt uppáhald haha!

Erla Björt (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:00

5 identicon

Svo gaman að lesa bloggið þitt Andrea :) ég les ALLTAF !

hafðu það gott þarna uti =) verð að fara heyra betur í þér svo

Íris (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband