Þura í heimsókn.

Góðan daginn elsku vinir og fjölskylda.

Dagarnir líða og líða og ég er búin að vera hérna í 2 mánuði.  Ótrúlega skrítið að hugsa út í það að ég sé búin að vera hérna svona lengi því mér líður ekki eins og þetta séu 2 mánuðir. Búin að vera ótrúlega heppin að fá 2 heimsóknir á þessum stutta tíma. Fyrst Unni og svo var Þura að fara til Íslands í gærkvöldi. Verð að viðurkenna það að ég fékk aftur þessa ,,vilja líka fara heim" tilfinningu þegar ég kvaddi Þuru á lestarstöðinni í gærkvöldi. Það var OF gott að hafa hana hjá mér og alls ekki leiðinlegt að hafa bestu vinkonu sína í heimsókn.  Veit að sumir bíða spenntir eftir að lesa ferðasöguna til Coventry þannig ég ætla reyna segja ykkur smá frá síðustu dögum.

Þura kom til London á föstudagskvöldinu.  Ingibjörg var á Íslandi með Sofiu og Chuck var að vinna fram að miðnætti þannig ég gat því miður ekki farið út á flugvöll til að taka á móti henni því ég var ein heima með Joshua. Það vildi hinsvegar  svo skemmtilega til að Hulda og Hrafnhildur voru líka að fara á Heathrow að sækja son Hrafnhildar sem var að koma til London í sömu vél og Þura. Ég bað þá Huldu og Hrafnhildi endilega að hafa auga með Þuru og kannski hjálpa henni að koma henni í rétta lest þar sem að þær voru nú líka að fara taka sömu lest og Þura. Það var ekkert mál og Þura hringir svo í mig þegar hún er komin út úr lestarstöðinni heima hjá mér. Það er smá spölur frá lestarstöðinni og alveg heim að dyrum þannig ég ætlaði að lýsa fyrir Þuru hvar hún gæti pantað bíl til að keyra sér heim.  Hún labbaði víst framhjá því sem ég var að reyna lýsa fyrir henni og hún komin hálfa leiðina heim þannig ég sá ekkert annað í stöðunni en að lýsa bara fyrir henni leiðina heim. Hún sagði mér bara í hvaða götu hún var í og hvað hún sæi fyrir framan sig og ég sagði henni hvort hún ætti að fara til hægri, vinstri eða beint áfram. Þetta gekk svona skemmtilega vel og þegar ég opna hurðina sá ég þá ekki duglegu stelpuna mína labba inn um götuna hjá mér. Fyrir þá sem hafa labbað heim til mín frá lestarstöðinni þykja þetta kannski ótrúlegt þar sem að þetta er mikið af beygjum og krókaleiðum þannig ég er virkilega stolt af Þuru minni að hafa labbað með ferðatöskuna sína alla leiðina heim. Get ekki lýst tilfinningu þegar ég sá hana, það var svo gott að sjá hana því við vinkonurnar höfðum sko margt að segja hvor annarri sem hefur þurft að frestast að sökum þess að það er dýrt að hringja og það er leiðinlegt að skrifa endalaust á msn.  Það fyrsta sem við gerðum var að opna ferðatöskuna og ég er að segja ykkur það ég hélt að Þura ætlaði aldrei að hætta týna nammi upp úr töskunni. Ég fékk elsku mixið mitt, fékk líka appelsín, harðfisk, bland í poka úr hagkaup, möndlur, bingó lakkrískúlur, hraunbita, grænan ópal, maríu kex, pólókex og ég veit ekki hvað og hvað.  Fengum okkur smá nammi fyrir svefninn, pökkuðum síðan smá nammi aftur ofan í tösku og hentum nokkrum fötum ofan í því ferðalaginu hennar Þuru var ekki lokið. Vorum að fara til Coventry eldasnemma daginn eftir í heimsókn til Arons og horfa á hann keppa á móti Leicester og taka smá Íslendingadjamm.  Það var síðan bara komið sér upp í rúm og spallað aðeins þrátt fyrir að við þurftum að vakna kl 05:00 daginn eftir.

Byrgðinar sem Þura kom með til London hahahahaha.

Vekjaraklukkann hringdi klukkan 05:00 og við ætluðum ekki að TRÚA því að við þyrftum að vakna strax því við töluðum svo mikið um nóttina. Jæja það var ekkert við því að gera enda frábær dagur framundan, við komum okkur á fætur, fengum okkur morgunmat og komum okkur út á lestarstöð.  Vorum komnar ti Euston svona hálf sjö og þaðan tókum við lestina til Coventry. Þökkuðum guði fyrir það að við vorum komnar svona snemma á lestarstöðinni í Euston því brottför frá Euston var 07:03 og það þurfti endilega að klikka eitthvað með miðana því Aron var svo elskulegur að bjóða okkur til Coventry og self service tækin þarna vildu bara kortið sem miðarnir voru keyptir með og við höfðum ekkert svoleiðis og byrjuðum á því að tala við einhverja grumpy kellingu sem ætlaði svona aldeilis að skemma fyrir okkur daginn og sagði að bókunarnúmerið væri ekki nóg og við gætum ekki fengið miðana okkar. Við stóðum þarna eins og asnar illa pirraðar og ógeðslega þreyttar og vissum ekkert hvað við áttum að gera. Gerðum svo aðra tilraun og töluðum í seinna skiptið við yndælis mann og þá var bara nóg að brosa og vera sætur og hann reddaði þessu fyrir okkur og við vorum komnar upp í lestina á réttum tíma og lagðar á stað til Coventry áður en við vissum af. Ferðin til Coventry tók klukkutíma og það var sko spjallað um ALLT í heiminum á leiðinni og étið yfir sig af nammi. Aron kom svo og tók á móti okkur á lestarstöðinni í Coventry. Þegar heim til hans var komið þá höfðum við það bara kósý horfðum á Ástríði og Fangavaktina og fengum okkur smá samlokur sem mamma hans var svo elskuleg að gera fyrir okkur.  Aron átti svo að vera mættur út á fótboltavöll um ellefu þannig við klæddum okkur svo bara og komum okkur út. Leikurinn var ótrúlega skemmtilegur og rosalega spennandi sáum frekar glataðar klappstýrur sem voru ekki alveg að gera góða hluti en samt gaman að sjá þetta allt saman. Coventry tapaði ekki mér til mikillar gleði því einhverja hluta vegna þá tapar allaf liðið sem ég á að halda með þegar ég mæti og horfi á leikinn þannig ég er ekki eins mikið óhappa og ég hélt.  Leikurinn endaði semsagt 1-1.



Eftir leikinn fórum við  svo öll út að borða semsagt ég, Þura, Aron, Guðrún, Snorri og mamma Arons á Pizza Hut. Svo var bara komið sér heim í sturtu og við Þura lögðum okkur í klukkutíma áður en við fórum að taka okkur til á djammið. Skemmtilegt að Guðrún og Snorri kærasti hennar voru akkúrat í heimsókn hjá Aroni þegar við komum þannig við gátum tekið gott íslendingadjamm og skemmtum okkur öll koooonunglega og klárlega mitt ALLRA besta djamm ever. Því miður þurftum við Þura svo að vakna eina ferðina enn snemma því lestin okkar fór frá Coventry kl 10:00 þannig ferskleikinn var alls ekki mikill þegar við vöknuðum. Þakka samt kærlega fyrir mig þetta ferðalag var frábært og ég skemmti mér konunglega með ykkur öllum.

Dean, Guðrún, Snorri, Þura, Aron og ég.

Ég og Þura áttum semsagt frábæra 5 daga saman, náðum að spjalla helling saman, fara til Coventry, fórum 2 sinnum út að borða, fórum nokkrum sinnum á kaffihús, versluðum á oxford street og ég sýndi henni Big Ben, Buckingham Palace of Westminister Abbey. Takk æðislega elsku Þura mín fyrir frábæra heimsókn þetta var ooof gaman og ég get ekki beðið eftir að sjá þig um jólin hvað þá fá þig út til mín eftir áramót. Við eigum eftir að skemmta okkur kooonunglega.

 Ég elska þessa svolítið mikið.

Gaman að segja frá því að það er búið að bóka fyrir mig flugið heim til Íslands 18. Desember þannig núna byrja ég bara að telja niður. Hlakka rooooosalega mikið til að kíkja smá heim í heimsókn og sjá alla aftur. Ég er farin að sakna allra virkilega mikið og get ekki neitað því að mig langi svolítið heim núna en það hlaut að koma að því að maður fengi smá heimþrá, annað væri óeðlilegt held ég. Þetta er samt alls ekkert alvarleg heimþrá. Það gengur allt vel hjá mér, krakkarnir eru bara í sínum skólum og ég held áfram að vera húsmóðir.

En jæja ætla segja þetta gott í dag, orðið svolítið langt blogg hjá mér. Þau eru nú yfirleitt alltaf í lengri kanntinum en ástæðan fyrir því er sú að ég vil frekar blogga sjaldnar og hafa eitthvað að segja frekar en að blogga oftar og hafa ekkert merkilegt að segja ykkur. Þannig þið megið yfirleitt búast við því að þegar ég blogga þá eru þið að fara lesa ritgerð. Væri gaman að sjá fleiri comment veit að það eru miklu fleiri sem lesa bloggið mitt en commentin segja til um, alltaf gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með manni.



Bið innilega að heilsa ykkur heima í snjónum.
Andrea kveður frá haust rigningunni í London.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega mjög gaman hjá ykkur.  Héðan er bara allt gott að frétta, amma og afi eru aftur komin suður, en afi var í augnsteinaaðgerðinni á hinu auganu. Allt gekk mjög vel......  Amma er að fara hjálpa mér að búa til slátur seinna í dag og er það í fyrsta skiptið sem ég bý til slátur - þannig að ég er líka að reyna vera húsmóðir :) Það er allt hvít hér, og Óli var mjög glaður með það.  Árni er í Frakklandi eða fór síðasta mánudag og kemur heim í kvöld í gengum London.  Mig langaði ekkert smá með.....

Kveðja frá okkur hér í Hafnarfirði, Ella, Amma, Afi, Óli og Unnur Kristín

þúsund kossar......við söknum þín líka....

Ella frænka og Amma (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 13:14

2 identicon

Hæ Andrea mín!

Ótrúlega gaman að lesa um hvað þið Þura voruð að gera og VÁ hvað Þura kom með mikið nammi! Haha! Ég er svooo afbrýðissöm! Hvenær ætlaru svo að koma í heimsókn til mín Þura mín ;-) Hehe.

Knús til þín, líka brjálaðar haustrigningar hér í Boston!

Kv. Eva.

Eva Þórey (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 17:54

3 identicon

hæ sæta Andrea mín!!

gaman að lesa þetta blogg, það hefur verið yndislegt að fá svona íslendingaheimsókn og djamm! :) gott að þú hefur það svona yndislegt! ég er svo stolt af þér sæta mín;*

hlakka til að sja þig fyrir jól og taka góð LÖNG spjöll á bláu könnunni eða svo;*

Fanney (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 21:22

4 identicon

Hæ sætust,

oh ég sakna þín og London svo mikið. Þetta var æði út í gegn og ég hlakka svo til að koma í janúar, það verður of gaman.

Við að heilsa sætu snúllunum og Ingibjörgu og Chuck líka ;)

 Takk aftur fyrir mig það var svo GAMAN!!

p.s. Eva mig langar svo í heimsókn til þín, haha hvenær má ég koma? :D

love you.

Þura Björg (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband