Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Tölvulaus í mánuð!

Góða kvöldið kæru vinir og fjölskylda.

Af mér er allt gott að frétta svona í heildina. Það sem kemur í veg fyrir að það sé kannski ekki alveg allt fullkomið hjá mér er að tölvan mín ákvað að bila, glænýja tölvan sem ég keypti í ágúst já. Þannig ég þarf að senda tölvuna mína til Íslands 2.janúar með stelpu sem ég veit hver er og svo fæ ég tölvuna vonandi aftur 21.febrúar með ömmu krakkana sem kemur í heimsókn til okkar þá. Það er svo fáránlegadýrt að fara með hana í viðgerð hérna úti og tölvan er náttúrulega ennþá í ábyrgð heima á Akureyr þannig ég sá að þetta væri líklega bara sniðugasta leiðin. Þannig næsta mánuðinn verð ég lítið í tölvunni en get samt látið vita að ég sé á lífi á facebook annað slagið því ég hef tölvuna hjá Ingibjörgu og Chuck til að kíkja annað slagið í.  Eina sem mér finnst leiðinlegt við þetta er að þetta er eina tækið sem ég nota til að hafa samband við fjölskyldu mína og vini. Tala alltaf við alla á skype eða er í tölvupóst sambandi við vini mína þannig já, þetta verður hrikalega erfiður tími. Ætla samt að vona að þetta verði bara svona erfitt fyrst og svo venjist þetta bara. Ég á nóg af bókum til að lesa þannig ég get notað kvöldin þegar ég er búin að vinna í það að leggjast upp í rúm og lesa.

En að allt öðru.

Afmælishelgin mín var mjög fín og ég er orðin 19 ára gömul. Ég hélt upp á afmælið með félaga mínum honum Sigtryggi sem átti afmæli 25.janúar. Ástæðan fyrir því að við héldum afmælið saman var eingöngu sú að við eigum svo marga sameiginlega vini og mjög sniðugt að halda bara eina veislu saman. Buðum okkar nánustu vinum og áttum skemmtilega kvöldstund saman. Fór svo út að borða með Lindu og Huldu á afmælisdeginum sjálfum á uppáhalds veitingastaðnum mínum sem er í hjarta London. Kann aldrei að skrifa nafnið á þessum veitingastað enda mexíkóskur og ég ætla ekki að reyna skrifa nafnið á honum hér.  Fékk furðulega margar afmælisgjafir þetta árið og afmæliskort sem gladdi litla hjartað mitt mikið. Alltaf gaman að fá gjafir og hvað þá afmæliskort. Þeir sem þekkja mig vel vita að kort eru mitt uppáhald. Ef ég dett inn í kortabúð þá er ekki fræðilegur möguleiki á að fólk nái mér út eftir 15 mín, gefið mér minnst hálftíma til að skoða. Ég þakka öllum fyrir frábærar afmæliskveðjur sem voru ekkert eðlilega margar, alltaf gaman að sjá hverjir muna eftir afmælisdeginum sínum.

Ég og Sigtryggur afmælisbörnin.

Hérna gengur allt sinn vanagang. Joshua fer til Íslands núna í byrjun febrúar vegna þess að þá er vetrafrí í skólanum hjá honum. Hann er að fara til Akureyrar í skíðaferð með afa sínum sem er gaman að segja frá vegna þess að fyrir ári síðan hitti ég afa hans og Joshua í sundlaug Akureyar á sama tíma í fyrra þegar Ingibjörg var búin að ráða mig sem au-pair hjá sér. Í þetta skiptið verður samt engin ný au-pair stelpa sem þeir hitta því Ingibjörg er ekki ennþá búin að finna neina stelpu sem tekur við af mér enda ekkert alltof mikið úrval enn sem komið er. Ég og Sofia verðum þá bara einar á meðan Joshua verður í burtu og það verður bara áfram sama rútína með hana á meðan.

Það styttist óðum í að Þura komi til London eða 20 dagar nánara tiltekið og er tilhlökkunin ekkert eðlilega mikil. Það verður auðveldara að vera tölvulaus þegar hún kemur því þá hef ég einhvern til að stytta mér stundir á virkum kvöldum. Þegar hún er komin þá styttist líka óðum í Prag ferðina okkar þannig það er nóg af ævintýrum eftir. Eigum eftir að skemmta okkur konunglega saman.

Reikna ekki með að blogga næst fyrir en ég fæ tölvuna mína aftur þannig ég ætla bara biðja innilega að heilsa ykkur og ég lofa að láta vita af mér á facebook að ég sé allavega á lífi.

Wish me good luck!!

Kossar og knús til ykkar heima.

Bestu kveðjur
Andrea Ösp

 


Orðlaus yfir Bretum.

Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég er orðlaus yfir Bretum. Þessi snjór er náttúrulega alveg að fara með þá og allt bara í rugli. Flugvellir hafa verið lokaðir, lestarnar hættar að ganga sumstaðar, SKÓLAR LOKAÐIR og fótboltaleikjum frestað. Við erum að tala um að snjórinn hérna er í álíka miklu magni og í góðu fallegu vetrarveðri í mars eða apríl sem allir njóta þess að fara á skíði á Akureyri. Þeir segja að ástæðan fyrir því að skólarnir séu lokaðir er sú að það er erfitt fyrir fólk að koma sér í vinnuna þannig það vanti mannskap sem ég skil svosem EN það sem mér finnst toppa þessa ástæðu best er að ,,það er svo hættulegt að vera úti í svona veðri því það er svo hált og fólk getur dottið og slasað sig". Hélt ég yrði ekki eldri þegar ég heyrði þetta. ,,Í svona veðri" þetta er ekki einu sinni veður. Við erum að tala um smá snjókomu og meira að segja sól og logn bara spurning um að læra labba í hálku.  Mér finnst þetta til háborinnar skammar, að svona stórt land geti ekki haldið uppi sínum samgöngum þegar lítil þjóð eins og Ísland sér þetta varla sem vandamál og heldur nánast öllu sínu gangandi í þúsund sinnum verra veðri en þetta sem hefur verið hérna úti.  Svo annað, þeir notar regnhlífar í snjókomu. Hvað er það? Það má ekki rigna á þá og það má ekki heldur snjóa á þá? Þeir nota kreditkortin sín, plasthlífar og annað drasl til þess að skafa bílana sína, þeir eiga ekki skóflu þeir moka með sköfum svona eins og maður notar í sundlaugum til að koma vatninu niður í vatnsrenslin eða strá salti já semsagat MATARSALTI nánara tiltekið á gangstéttirnar til þess að snjórinn bráðni, þeir labba um eins og þeir hafi verið á viku fylleríi í þessari hálku......  Eins og ég sagði í byrjun bloggsins þá er ég hreint út sagt orðlaus og þykir Bretarnir vera miklir aumingjar. Ekki orð um það meir.

Okkur Íslendingunum finnst þessi snjór bara alls ekki leiðinlegur sko.

Þrátt fyrir þetta allt saman sé ég alls ekki eftir þessari ákvörðun minni með að skella mér út til Bretlands. Það er endalaust gaman að kynnast nýjum hefðum og kynnast nýrri menningu og ef ég hefði ekki gert þetta hefði ég ekki hugmynd um þessa skrýtnu lifnaðarhætti Breta. Það er heldur ekki alveg það léttasta í heiminum að búa inn á ókunnugri fjölskyldu sem er komin til að vera mitt nánasta fólk næsta árið og ég á að haga mér eins og heima hjá mér inni á þessu heimili næsta árið.  Ég er reyndar ótrúlega heppin með fjölskyldu sem er miklu meira en til í það að taka mig inn í fjölskylduna og mér hefur ALDREI liðið eins og ég sé BARA au-pair en ekki ein af fjölskyldunni. Ég hef heldur aldrei litið á fjölskyldu mína sem vinnuveitendur mína og ég geri margt á heimilinu sem stendur í ákveðnum au-pair reglum að sé bannað og það sé ekki í okkar verkahring. Á þessu heimili hjálpast allir að og allir vinna saman til að gera daginn auðveldari. Þetta er fjölskyldan mín númer tvö og mér finnst ekkert mikið öðruvísi að vera í kringum þau og mína alvöru. Ég hefði bara ekki getað verið heppnari. Þau vilja allt fyrir mig gera og það eru aldrei nein vandamál, ef það kemur upp eitthvað vandamál þá eru þau mál leyst samdægurs og gleymt og grafið daginn eftir.

Er komin með þessa hefbundnu rútínu í daglega lífið mitt hérna úti aftur sem er stórkostlegt. Joshua í sínum skóla alla daga vikunnar frá 9 til 3.15 á daginn.
Sofia í leikskólanum á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá 9 til 4.
Fimmtudagar eru ferðadagarnir okkar þá fer ég með krakkana í musik class, Sofia fer á morgnanna klukkan 11.30 og Joshua seinna um daginn eða  4:45.
Föstudagar eru dagar sem ég reyni að fara með Sofiu í playgroub hóp þannig hún getur leikið við aðra krakka eða bara dundað sér við að mála, föndra eða litla. Ég hef hinsvegar sínt meiri áhuga á því dunderíi en hún og finnst mér ekkert leiðinlegt að fara með henni þangað því mér finnst endalaust gaman að dunda mér við eitthvað svona. Svo reyni ég að breyta til annað slagið og fara með hana í Sobell Center sem er svona staður fyrir börn, þau geta klifrað, rennt sér niður rennibrautir í stútfullt rými af boltum og allskonar skemmtilegt.
Þá daga sem Sofia er í leikskólanum fer ég í ræktina á morgnanna, nema þá mánudaga sem ég er að þrífa þá sleppi ég þeim dögum því það tekur sinn tíma þrífa eins og flest allir ættu að kannast við og ákveðin líkamsrækt útaf fyrir sig líka.
Svo held ég að sjálfsögðu áfram í Íslenska kórnum í London og eru æfingar öll þriðjudagskvöld.
Ég hef svo einnig verið að reyna leita mér að ódýrum eða jafnvel fríum námskeiðum í enskuskóla, það virðist vera lítið um það, en ég reyni ennþá mitt besta að finna eitthvað gáfulegt til þess að efla kunnáttu mína enn betur.

Ég skellti mér á útsölurnar hérna í London síðustu helgi og ég varð fyrir smá vonbrigðum því allt sem ég keypti mér var ekki á útsölu og allt sem var á útsölu var allt geðveikt mikið drasl og ekkert spes. 70% afsláttur og sumar flíkurnar voru bara á 2-5 pund. Frekar svekkjandi, en mér tókst svosem að gera góð kaup og mér á ekki að vera kalt það sem eftir er af vetrinum í London sem er jú fyrir öllu. Nýjustu fréttirnar eru svo þær að gasið í London er að verða búið? Það yrði náttúrulega hræðilegt ef svo myndi gerast, ekki bara það að við getum ekki eldað og farið í heita sturtu heldur SHITT HVAÐ ÞAÐ VERÐUR KALT! Efast samt um að þeir muni láta þetta gerast. Hef alls ekki miklar áhyggjur af þessu allavega. Í þessari verslunarferð minni fór ég að velta því fyrir mér hinsvegar hvort áramótaheit Breta hafi verið að hætta vera svona kurteisir því þvílíkur ruddaskapur sem var í liðinu. Ekki nema þetta sé bara snjórinn sem er að pirra þá svona mikið þessa dagana. Það er svosem ekkert vitlaus hugmynd heldur.

 

Ég hef ákveðið að vera ekki hérna í 2 ár þrátt fyrir að mér hafi verið boðið það. Fékk minn umhusgunartíma og ég komst að niðustöðu. Það hefði verið gaman að vera hérna lengur en ég veit bara að ég á eftir að sjá eftir því í september að ég hafi tekið þessa ákvörðun og þá verður tímabilið fram á jólum mesta helvíti á jörðu. Þannig núna fer Ingibjörg í það að fara leita sér að au-pair og þetta er nákvæmlega sami tíminn og þegar hún byrjaði að leita í fyrra. Ég var til dæmis ráðin í febrúar þannig það verður spennandi að sjá hvaða stelpa á eftir að taka við af mér.  Þið megið búast við mér aftur á heimaslóðir í lok júlí, það er pottþétt að ég kem heim í kringum 20 og eitthvað júlí.

Í síðasta bloggi sagði ég ykkur frá afmælisgjöfinni minni frá fjölskyldu minni hérna í London sem átti að vera til Parísar en þegar kom að því að bóka þá voru bara engin tilboð til Parísar eins og við héldum að yrði og allt ógeðslega dýrt. Við Ingibjörg skoðuðum fullt af stöðum sem hefði verið gaman að fara til og við enduðum á að bóka ferð til Prag. Þannig ég og Þura yndislega vinkona mín erum að fara til Prag 4.mars til 7.mars. Stoppum stutt en fáum þó smá frí til þess að lifa aðeins lífinu, koma á nýjan stað og leika okkur smá. Ég hlakka rosalega til að eyða árinu með Þuru, búa í London með henni og fara með henni til Prag. Er hægt að hafa það betra eða? Nei veistu ég held ekki. Þetta ár er svo mikið árið okkar Þuru.

Ég og Þura í Coventry        Október 2009.



Andrea kveður með bros á vör að vanda.


Tek á móti nýju ári skælbrosandi og hamingjusöm.

Kæru lesendur nær og fjær, þekktir sem óþekktir, kvittarar sem ókvittarar.

Dvölin mín á Íslandi var ekkert smá notaleg og róleg. Gott að taka svona jólafrí sem einkenndist eingöngu af slökun og “aðgerðaleysi“. Langt síðan að maður hefur tekið sér svoleiðis jólafrí. Enda er maður endurnærður eftir fríið, er búin að hlaða batteríin vel ef ekki bara of vel. Yndislegt að hitta alla aftur og frábært að eyða þessum fáu sólarhringum sem ég hafði með fjölskyldu og vinum. Gat því miður ekki hitt alla þá sem ég hefði viljað hitta, því miður þá get ég ekki verið á 2 stöðum í einu þó ég vildi það. Takk fyrir frábært jólafrí elsku vinir og fjölskylda, þið eruð æðisleg.


Ég er tilbúin undir þessa 7 mánuði sem eftir eru af dvöl minni hérna í Lundúnaborg. Ég trúi því ekki að þessi draumur sé að verða búinn þessir 7 mánuðir verða alltof fljótir að líða. Miða við hvað síðustu 5 mánuðir voru fljótir að líða þá get ég ekki ímyndað mér hvað þessir 7 mánuðir verða fljótir að líða þar sem að sumarið kemur þarna inní og Þura besta vinkona mín er að flytja út 14.febrúar. Tala nú ekki um afmælisgjöfina sem ég fékk frá fjölskyldu minni hérna úti. Jú, jú kæru lesendur ég er að fara til Parísar í apríl. Ég er löngu búin að plana þessa ferð því ég hef alltaf haldið í vonina um að þessi draumur myndi rætast. Þannig tilhlökkunin er gífurleg. Ég er alveg búin að komast að því að jákvæðnin mín er að koma mér virkilega áfram í lífinu. Hver hafði trú á því að litla ljóshærða stelpan frá Hrísey myndi gerast heimsborgari? Ég gerði mér allavega ekki grein fyrir því sem væri að gerast fyrir en í flugvélinni til London í ágúst og ég trúði því varla að mér hefði virkilega tekist að láta draum minn rætast. Ég er stolt af sjálfri mér og ég skammast mín ekki fyrir að segja það.

Ég kveð árið 2009 með bros á vör, þrátt fyrir virkilega erfitt og átakanlegt ár. Mér tókst að komast í gegnum árið með stæl, launaði sjálfri mér bestu lífreynslu sem hugsast getur og þessi lífreynsla á eftir að fylgja mér alla ævi.

Fyrsta bloggið mitt árið 2010 er stútfullt af jákvæðni, tilhlökkun og stolti enda þýðir ekkert annað.

Gleðilegt nýtt ár.

Hlakka til að sjá hverjir halda áfram að fylgjast með dvölinni minni hérna úti á nýju ári og þið sýnið það ekki öðruvísi nema kvitta elskurnar.

Andrea kveður með bros á vör.
andrea12_949091.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

,,Happy girls are the pretties".
- Audrey Hepburn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband