Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Elskar lífið.
31.8.2009 | 21:04
Góða kvöldið elsku vinir og fjölskylda.
Það hefur ýmislegt gerst síðan ég kvaddi ykkur síðast sem er bara nokkuð jákvætt býst ég við því þá hef ég eitthvað að til að segja ykkur frá.
Ég nefndi í síðasta bloggi að ég héldi að ég væri orðin veik sem var alls ekki vitlaust hjá mér því ég nældi mér í eitt stykki ælu og magapest þannig ég var alveg frá fram á mánudag. Hélt að þá fyrst fengi ég móðursýkiskast og heimþrá en ég er bara farin að halda að svoleiðis sé bara ekki til hjá mér. Mér líður svo rosalega vel hérna Ingibjörg var eins og mamma mín þegar ég var lasin og var alltaf að koma upp á morgnanna til mín og spurja hvernig ég hefði það og passaði að krakkarnir hefðu hljótt svo ég gæti sofið og allt eitthvað svona. Þessi fjölskylda er hreint út sagt frábær og ég hef ekkert út á hana að setja. Tel mig vera mjög heppna með allt saman og gæti ekki haft það betra.
- Langt síðan að mér hefur liðið svona virkilega vel,
- verið svona virkilega hamingjusöm
- og verið svona virkilega ánægð og stolt með sjálfan mig.
Joshua kom loksins heim til London á mánudaginn síðasta og fyrsti dagurinn okkar saman var á þriðjudeginum. Langur og erfiður dagur, amma hans og afi á Íslandi greinilega búin að spilla honum því ég verð að viðurkenna að í fyrsta skipti síðan ég kom hingað átti ég dag sem ég tel hafa verið MARTRÖÐ. Sem betur fer var það bara þessi eini dagur sem var svona erfiður ég var orðin kvíðin fyrir því að þetta yrði bara alltaf svona. Ég talaði við Ingibjörgu og Chuck um það sem hefði gerst um daginn og Ingibjörg ræddi við okkur Joshua í sitthvoru lagi og eftir að hafa rætt málin voru engin vandamál til staðar lengur og Joshua eins og engill alla vikuna. Þannig núna gengur allt vel bara og skólinn byrjar á mánudaginn okkur öllum til mikillar gleði. Þá kemur loksins þessi daglega rútína. Viðurkenni það samt að við Sofia Lilja náum aðeins betur saman og erum rosalega góðar vinkonur og hún er farin að hætta kalla mig Andreu og segir vandræðalega oft mamma. Hún er náttúrulega einum of mikil dúlla og þið sem eruð með mig á facebook getið einmitt séð myndir og myndbönd af þessari elsku.
Ég var í fríi um helgina og hálfan daginn í dag og má segja að ég hafi brallað ýmislegt á laugardeginum, sunnudeginum og í dag.
Laugardagur: Tók mér smá göngu niður í Crouch End og fór á uppáhalds kaffihúsið mitt Costa og sat þar inni og skrifaði ömmu og afa í Reykjavík bréf þar sem að þau eru nú ekki eins tæknileg og flestir að eiga tölvu. Endaði með því að skrifa 7 bls bréf til þeirra hahaha. Svo þegar ég kom heim þá var ætlunin að fara til Notting Hill á carnivalið en þegar við vorum komin til Notting Hill þá komust við að því að við hefðum farið dagavillt og carnivalið byrjaði ekki fyrir en í gær semsagt sunnudaginn. Við tókum því bara rölt um Notting Hill sem er fráááábær staður og ég myndi glöð vilja búa þarna ef allt væri ekki svona dýrt þarna. Millistéttar manneskja kaupir allavega ekki hús þarna. Enduðum svo daginn á því að panta mat frá Nando's sem er kjúklingastaður og mér til miiiiikillar gleði fékk ég franskar og KOKTEILSÓSU. Mér leið eins og í himnaríki. Fyrsta skiptið sem ég fæ eitthvað feitt síðan ég kom hingað. Sátum öll saman inn í stofu að borða elsku Nando's og horfa á X-factor. Semsagt mjög kósý kvöld hjá okkur. Mér leið allavega eins og ég væri bara heima hjá mér að borða Brekku pizzu með mömmu og pabba og þeim og horfa á Idolið með þeim hehehe.
Sunnudagur: Vaknaði snemma því planið var að fara niður í miðbæ. Fór alveg alein niður í miðbæ og fyrsta stoppistöð var Covent Garden og þar er alveg æðislegt að vera. Fullt af búðum, geðveikir markaðir og allt bara geðveikt þarna, labbaði svo þaðan að Trafalgar Square og labbaði bara út um allt, fór að sjá Big Ben aftur,fór á oxford circus og bara nefndu það. Verslaði mér smá föt og keypti mér London map til að geta ratað almennilega. Gaman að segja frá því að ég hef aaaaldrei fengið eins mikla athygli og ég fékk í gær. Byrjaði allt á því að ég var að bíða eftir græna kallinum fyrir framan Big Ben og var að skoða myndirnar mínar og þá segir maður ,,ertu að taka mynd af rassinum á mér?" ég varð eins og beygluð ýta þarna og sagði bara ,,uuu nei??" svo fór hann bara að spjalla og spurja hvaðan ég væri og hann sagðist vera frá Frakklandi og svo spurði hann hvort ég væri til í að setjast niður með honum og drekka te, ég bara ,,heyrðu nei takk, fjölskyldan mín er að bíða eftir mér þarna við Big Ben þannig ég verð að drífa mig, gaman að kynnast þér" Þannig hann fór í hina áttina geðveikt sár en því miður þá var þessi maður ekki alveg það sem ég er að leita mér að einhver gamall Frakki eeee já nei takk hahahaha. Svo ekki nóg með það að ég lét teikna mynd af mér nálægt oxford circus og þá kemur ungur og reyndar fjallmyndarlegur drengur og sagði við teiknarann ,,fyrirgefðu ég veit að þú ert að vinna vinnuna þína en ég verð aðeins að trufla þig" Teiknarinn bara já ekkert mál. Þá segir þessi ungi fjallmyndarlegi drengur við mig ,,Excuse me darling, I really have to say this to you but you are absolutely stunning" Þessi orð létu mig alveg bráðna og ég verð að viðurkenna að hjartað mitt tók aukakipp, annað eins hefur aldrei verið sagt við mig áður og með svona mikilli innlifun. Jesús minn! Af hverju gat hann ekki beðið mig um að setjast niður með sér og drekka te. Alveg týpist!! Jæja þessu var enn ekki lokið, ég var að labba að lestarstöðinni í Leicester square þegar maður kemur hlaupandi á eftir mér og grípur í hendina á mér. Mér dauðbrá alveg, ég náttúrulega ennþá alveg í himnaríki eftir þessi gullfallegu orð sem ég fékk að heyra frá fjallmyndarlegum dreng. Þá segir þessi maður sem ég hugsa að sé á svipuðum aldri og pabbi minn ,,heyrðu ég sá sitja hjá teiknaranum og þú ert rosalega falleg stelpa, hvernig er það er hægt að fá númerið þitt svo ég geti hitt þig einhvern tímann við tækifæri?" Ég náttúrulega alltaf jafn hreinskilin og sagði ,,nei það getiru ekki" hann gafst ekki upp og fer að spurja af hverju og svona og þá sagði ég að ég væri að fara aftur heim til mín í vikunni og enn gefst hann ekki upp og segir að það sé þá allavega ekki fyrir en í vikunni við gætum hisst fyrir það og eitthvað SVAKA. Mér tókst á endanum að losna við hann og koma mér heim. Þessi ferð var nú meira bíóið, aðra eins athygli hef ég bara ekki fengið. Maður getur alveg labbað á laugarveginum án þess að fólk stoppi mann eða horfir á mann eins og maður sé einhver stjarna. Þetta var algjör ævintýri fyrir litlu stelpuna frá Hrísey og fannst þetta ekkert nema skemmtilegt. Eyddi svo kvöldinu bara í rólegheitum í kósýherberginu mínu sem ég DÝRKA.
Mánudagur: Vaknaði við það þegar Sofia kallar á mig úr herberginu sínu, litla dúllan mín greinilega vöknuð þannig ég fór með hana niður að borða morgunmat og þar sat einmitt Joshua að borða morgunmatinn. Chuck og Joshua voru að fara saman á risaeðlusýningu þannig við Sofia vorum bara 2 heima. Tók til í eldhúsinu, skúraði og gerði allt fínt og á meðan sat Sofia að horfa á Latabæ í tölvunni minni. Eldaði svo hádegismatinn og kom svo Sofiu í rúmið því hún leggur sig alltaf eftir hádegi. Joshua og Chuck komu svo heim um hálf þrjú og ég fór þá niður á lestarstöð og tók lestina til Notting Hill. Var mjög stolt af mér að komast á réttann stað því ég var bara að fara í fyrsta skiptið í gær ein með lestinni og í dag þurfti ég að taka lestina niður að Oxford circus og skipta þar um línu til að komast til Notting Hill. Ég er að segja ykkur það að trafíkin í lestinni var svo mikil að það var ekki einu sinni pláss fyrir eina litla Andreu. Ég hætti 4 sinnum við að fara með lestinni, lestin kom alltaf og fór og alltaf var hún jafn troðin. Mér tókst að lokum að troða mér inn, þetta var ógeeeðslegt, það var rosalega heitt í dag þannig allir voru geðveikt sveittir og klístraðir og já þetta var bara ógeðslegt. Ég komst allavega til Notting Hill og allir sem voru þarna var örugglega 3 sinnum Íslands, ég vissi ekkert hvert ég var að fara og fylgdi bara straumnum og sá eitthvað smá en lítið sem ekki neitt. Gafst fljótlega upp á að vera þarna og fór á Starbucks og fékk mér Strawberry and Cream sem er einum OOOF gott og snilld í svona miklum hita. Tók strætó niður á Oxford street og keypti mér einn kjól í Primark, það var svo fyndið þessi búð er geðveikt ódýr og fólk var bara labbandi um þarna með körfur stútfullar af fötum og ég kom að afgreiðsluborðinu með EINN kjól hahahahaha. Svo ætlaði ég að kaupa mér annan kjól í New Look en neinei þá hætti kortið mitt að virka og ég bara hmmm það getur ekki verið. Fór í hraðbanka og hraðbankinn vildi heldur ekkert með kortið mitt hafa sem er frekar skrítið því ég fór í hraðbanka í Notting Hill og það var alveg nógur peningur inni á kortinu mínu og ég borgaði með kortinu mínu í H&M í gær. Þannig núna er bankinn örugglega að loka á mig og segja mér að hætta eyða svona miklum pening í föt hahahaha. Ætla skoða þetta á morgun og prófa að fara í hraðbanka í fyrramálið.
En jæja þetta er orðið svolítið langt blogg hjá mér núna og ætla ég að fara segja þetta gott. Eins og þið sjáið þá er bara allt frábært að frétta af mér, mér líður rosalega vel og er ánægð með allt saman. Gaman að heyra hvað þið heima séuð dugleg að fylgjast með mér. Hef meira gaman af því að blogga þegar ég fæ að heyra svoleiðis.
P.S Gaman að heyra í ykkur amma og afi í skype um daginn, rosalega tæknilegt allt saman. Hlakka til að heyra og sjá ykkur næst. Knús og kossar.
Þangað til næst bið ég að heilsa heim.
Bestu kveðjur frá London baby.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30 stiga hiti hér í London í dag.
19.8.2009 | 17:09
Góðan daginn elsku vinir og fjölskylda.
Síðustu dagar hafa verið frekar rólegir hjá mér þannig séð. Í gær var sá dagur sem Winnie (vinnukonan) kom ekki og var það þá í mínum höndum að taka til í húsinu og þrífa. Veit ekki betur en að það hafi bara tekist ágætlega hjá mér því um leið og Ingibjörg kom heim varð hún svo rosalega glöð og hrósaði mér fyrir að ég hafi þrifið rosalega vel. Chuck og Ingibjörg mega alveg eiga það að þeim finnst sko ekkert sjálfsagt að ég skuli gera hlutina og þakka mér alltaf fyrir þegar ég geng frá þvottinum, set í uppþvottavélina eða tek eitthvað til. Sem er mér til mikillar ánægju því þá finn ég ennþá meira fyrir því að ég sé heima hjá mér því mamma gerir alltaf slíkt hið sama.
Ég fór í fyrsta session-ið mitt í gær hjá einkaþjálfaranum og fór í ýmsar mælingar og sumar mælingarnar komu mér virkilega á óvart. Ég er búin að stækka um 2 cm og er semsagt núna orðin 163 cm, er búin að léttast um 2 kíló og er núna 50 kg og var aðeins með 19% í fituprósentu. Mér til mikillar ánægju með þetta allt saman. Æfingarnar mínar muna einungis snúast um það að styrkja mig en ekki til að efla þol eða annað, hann taldi mig vera með ágætt þol þegar hann fylgist með mér á skíðavélinni um daginn þannig styrkaræfingarnar verða númer 1,2 og 3. Vonandi að ég verði komin með örlítin massa þegar ég kem heim í jólafrí hahaha.
Dagurinn í dag var alveg hreint magnaður svona eða þannig. 30 stiga hiti úti sem er alltof heitt fyrir mig verð ég að segja, bakið farið að segja til sín eftir ræktina að ég held, ekki nema ég sé komin með sólsting. Mér er skítkalt og ALLSTAÐAR illt enda fyrsta skiptið sem ég fer í 66° norður peysuna mína síðan ég kom hingað. Þannig næstu dagar verða frekar rólegir hjá mér enda er ég í fríi fram á sunnudag nánast. Hlakka samt til þegar Joshua kemur heim frá Íslandi á mánudaginn þá fær maður að kynnast honum svolítið meira, við Sofia erum orðnar fínar saman núna er bara að kynnast Joshua. Skólinn byrjar hjá þeim í byrjun september og þá fyrst kemur þessi daglega rútina.
En jæja ætla segja þetta gott í bili, Ingibjörg og Chcuk eru úti að grilla í góða veðrinu og hungrið farið að segja örlítið til sín. Þangað til næst bið ég innilega að heilsa heim.
Bestu kveðjur frá London baby.. :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ferðalag niður í miðbæ.
15.8.2009 | 15:31
Reikna annars með að helgin verði róleg hjá mér, er í fríi þannig ég hef morgundaginn alveg út af fyrir mig og ætla kannski að taka smá rölt um hverfið til að læra rata almennilega. Kíkja kannski í uppáhalds íþróttabúðina mína sem er við hliðin á ræktinni sem ég fer í sem heitir Fitnes First og finna mér íþróttabuxur svo ég hafi 2 til skiptanna. Þetta var nú yfirleitt þannig með mig og Unni að hún fékk fínu fötin mín í láni og ég fékk íþróttafötin hennar Unnar í láni þannig núna þarf ég algjörlega kaupa allt sjálf bara. Það vill svo skemmtilega til að þessi íþróttabúð er svo dásamlega ódýr þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eyða of miklum peningi þarna inni fyrir kannski einar buxur. Langar líka svolítið að rölta að Arsenal leikvanginum, spurning hvort ég rati en það má allavega prófa. Langar rosalega að prófa stoppa þarna og skoða mig um ég hef alltaf bara keyrt framhjá nefnilega. Þetta kemur allt saman í ljós á morgun og þið sem eruð dugleg að fylgjast með mér fáið sko alveg að vita hvað ég gerði hahaha
Vil líka endilega óska Ellu frænku, Árna og Óla frænda með skírnina hjá Unni Kristínu nýja fjölskyldu meðliminum. Viðurkenni það að ég hefði alveg ótrúlega mikið viljað vera viðstödd þessa athöfn og eytt deginum með fjölskyldunni og dagurinn í gær var svolítið erfiður að sökum þess. Það er því miður ekki hægt að vera á 2 stöðu í einu hehehe... Ég get huggað mig við það að ég missi allavega ekki af jólunum heima á Íslandi. :)
En jæja ég ætla segja þetta gott í dag og læt fylgja með nokkrar myndir úr bæjarferðinni.
Þangað til næst bið ég innilega að heilsa ykkur heima :*
Andrea kveður frá London í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
London er frábær.
13.8.2009 | 20:14
Góða kvöldið elsku vinir og fjölskylda.
Ég get ekki sagt annað en bara það að London er frábær. Mér líður rosalega velhérna og alls ekki illa meint til ykkar heima en það vottar ekki einu sinni afsmáááá löngun til að vilja fara heim. Það gengur allt mjög vel hérna þrátt fyrir að ég sé ennþá bara ein meðSofiu litlu. Joshua er ennþá heima á Íslandi hjá ömmu sinni og afa en mérskilst að hann sé miklu auðveldari í umönnun en Sofia þannig ég held að égþurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Við Sofia erum orðnar miklar vinkonurog Chuck sagði einmitt í dag að það værirosalega áberandi að hún elskaði mig því hún hefur verið rosalega erfið viðkvöldmatartímann síðustu kvöld síðan ég kom hingað og ekki viljað borða. Svo íkvöld þegar ég var ein með hana þá borðaði hún svo rosalega vel og bað svo ummeira og þegar Chuck kom heim var hann mjög hissa á hvernig gengi með hana íkvöld hahaha.
Það var frábært veður í dag þannig ég var úti með Sofiu í allann dag eiginlega.Fór með hana í risa stóra almenningsgarðin sem heitir einmitt Finsbury Parkskruppum svo aðeins á bókasafnið því það er svo þægilegt barnahorn þar ogskemmtilegar barnabækur se eru fínar fyrir mig til að æfa mig í enskunni hehe.
Ég sótti um árskort í ræktina fyrr í vikunni og það er svo góður díll þarna aðmeð kortinu fylgir einkaþjálfari, 4 fríir kennslutímar eins og Yoga, pilates ogsvoleiðis þannig ég er bara í nokkuð góðum hérna. Heyrði í Unni í dag og hún sagði mér að húnværi að fara bóka flugið sitt til mín fljótlega þannig ég á von á henni íbyrjun september sem er æðislegt og ég hlakkamjög til að fá einhvern sem ég þekki mjög vel í heimsókn til mín.
Ætla ekki að hafa þetta eins langt og síðasta blogg þannig ég ætla segja þettagott í bili.
Andrea kveðjur frá London í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ferðasaga
11.8.2009 | 20:39
Góða kvöldið elsku vinirog fjölskylda.
Hérna kemur ferðasagan míntil London.
Föstudagur: Við mamma hófum stóra ferðalagið mitt á vit ævintýranna með 13:00ferjunni frá Hrísey og ég ekki með nema 3 ferðatöskur og 2 töskur til að hafa í handfarangri. Fórumþaðan til Akureyrar. Ég fór í bifreiðarskoðun til að klára afgreiðaeignaskiptin á bílnum mínum mér til mikillar gleði tókst Unni að selja bílinnsem var nánast óökufær og komst ekki einu sinni í gegnum skoðun. Ef þú veltirþví fyrir þér hvað það var sem var að bílnum þá myndi ég svara þér þannig,,hvað var EKKI að bílnum. Fór svo í pedromyndir til að framkalla myndir til aðramma inn hjá mér í London. Rétt áður en við brunuðum úr bænum fór ég til Ellulangömmu til að kveðja hana og þar voruEygló amma, Árni afi og Óli frændi og égkvaddi þau sömuleiðis og næstiáfangastaður var Blöndós. Elín frænka ogFjóla Birna tóku vel á móti okkur og borðuðum við dýrindis mat hjá þeim.Auðvitað kom að kveðjustund hjá þeim eins og hjá flestum öðrum og þá var næstiáfangastaður Reykjavík. Komum til ömmu og afa rétt um miðnætti og var þá barakomið sér í koju fljótlega.
Laugardagur: Við mammavöknuðum snemma og skelltum okkur í sund og fórum svo í Kringluna því það varýmislegt sem mig vantaði fyrir brottför. Auðvitað bara af því ég ætlaði mér ekki að versla föt þá var alveghelling sem ég sá sem mig langaði í þannig ég leyfði mér að versla smá og varmjög ánægð með kaupin og ferðatöskurnar þyngdust auðvitað við það. Mamma kenndimér að strauja kjólana mína því þeir eru víst orðnir svolítið margir, ég lýgþví ekki en það er nánast ein ferðataska bara með kjólunum mínum í. Frekarvandræðalegt. Auðvitað lærði ég handtökin við straumennskuna og ætti að getaredda þessu sjálf hérna í London. Borðaði síðan síðastu íslensku kvöldmáltíðinamína hjá ömmu og afa og ég fékk auðvitað að velja hvað var í matinn og valdi égkjúkling í brúnni sósu með brúnuðum kartöflum. Við mamma skelltum okkur svo íbíó á myndina The Proposal um kvöldið ogtókum svo smá rúnt um miðbæ Reykjavíkur. Drifum okkur svo heim til ömmu og afaþví þar var stór dagur framundan hjá mér. Næsta stoppi stöð var Keflavík.
Sunnudagur: Jæja þá var stóri dagurinn runninn upp oghófst stóri ferðadagurinn á því að fara í heita sturtu til að slaka á og vekjasig svolítið. Amma og afi voru með dýrindis hádegismat semsagt mjólkurgraut,slátur og rúnstykki. Kl 14:00 lögðum við af stað til Keflavíkur og þegar ég komá flugvöllinn var þetta fyrst farið að verða raunverulegt. Ég tjékkaði mig innog þurfti ekki að borga nema 15 þúsund kr í yfirvigt en fékk þó smá afslátt afþví ég var að flytja út. Var semsagt samtals með 50 kíló en það má vera með 20hahahaha vandræðalegt. Erfiðasta kveðjustundin tók við ég kvaddi ömmu og afaniðri og mamma fór með mér upp stigann þar sem farið var yfir vegabréfið ogflugmiðann minn. Ég ætlaði mér að vera svo rosalega sterk og ekki gráta en júþegar ég kvaddi mömmu brotnaði ég alveg niður. EN það þýddi ekkert annað en aðbíta bara á jaxlinn.Ég ráfaði ein um flugstöðina og það fyrsta sem ég gerði varað finna hvar mitt GATE væri.. GATE 27fannst að lokum og ég beið bara og beið þangað til leið að brottförum. Ótúrlegten satt þá var næsta stoppistöð LONDON!!
Ég lennti í London 20:30 ástaðartíma og beið eftir töskunum mínum í þessum þvílíka hita. Fann svoIngibjörgu konuna sem ég bý hjá og þá var víst ALLT í rugli.. Lestarkerfið varí rugli, Sandra au-pair stelpan var ekki bókuð í flugið heim og Chuck sem áttiað sækja okkur í Angel var einhversstaðar úti í vegarkannti með sprungiðdekk. Jæja við þurftum semsagt að taka 3lestar til að komast til Finsbury park og að lokum komumst við heim báðarþvílíkt þreyttar eftir að hafa þurft að klaungrast með 3 ferðatöskur uppstigana á lestarstöðunum. Komst að því að Bretarnir hérna eru nú svo miklirherramenn og oftar en ekki voru alltaf einhverjir sem buðust til þess að hjálpaokkur. Þegar heim kom var farið í sýnisferð um húsið og ég sem hélt að égþyrfti bara að labba upp einn stiga með töskurnar en ekki 4!!! Chuck ogIngibjörg fóru nú upp með töskrunar fyrir mig og ég dundaði mér að koma mérfyrir í risa stóra herberginu mínu á 4 hæð.
Þið verið að fyrirgefa hvað fyrsta bloggið mitt er langt en er við öðru aðbúast? Hehehe
Vonandi var þetta ekki of leiðinlegur lestur en ég minni ykkur á að allar mínarmyndir fara bara inn á facebookið mitt ;)
Andrea kveður frá London íbili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)