Alltaf nóg að gera.
18.11.2009 | 10:38
Oxford
Oxford var frábær þrátt fyrir að hafa ekki fengið besta veðrið sem veðurguðirnir okkar geta boðið uppá. Þrátt fyrir rigningu, vind og kulda þá létum við okkur hafa það að kíkja og skoða okkur um. Það vill svo skemmtilega til að ég á vin sem býr í Oxford og hann er þar í skóla sem segir ykkur það að ég fékk fínasta guide með mér í ferðina. Gáfum okkur kannski ekki alveg eins mikinn tíma til að skoða allt eins og maður hefði kannski gert í góðu veðri, en ég náði allavega að sjá svona það helsta. Christ Church er meiriháttar og maður fékk Harry Potter fýlinginn beint í æð. Ekki skemmdi fyrir að það kom streymandi krakkaskari í klædd svörtum buxum og með svona svartar skykkjur bara alveg eins og þau í Harry Potter voru með í mynd nr 1. Ég náði því miður ekki mynd af því af því þau löbbuðu svo hratt í gegnum gangana og inn um aðra hurð og ég var svo hissa á þessu og var ekki með hugann við að taka mynd af þessu. Það sem ég elskaði mest við Oxford var hvað þetta er allt eldgamlar byggingar og þvílík list sem þetta er. Allt svo lítið og krúttlegt, þröngar göturnar og sumstaðar svona pínulitlar hurðir sem hobbitar gætu hugsanlega átt heima í. Litlu stelpunni frá Hrísey fannst þetta allt svo merkilegt og ég ætla reyna fara aftur í sumar með Þuru og reyna ná þá góðu veðri til að geta skoðað bæinn betur.
Christ Church Matsalurinn sem Harry Potter var tekin upp í.
Íslendinga partý
Núna á föstudaginn er verið að fara halda Íslendinga partý sem við stelpurnar ætlum að mæta saman á. Ég get ekki sagt annað en bara það að ég sé rosalega spennt. Búið að taka frá skemmtistað fyrir okkur þannig þetta verður samkoma sem verður allt morandi í Íslendingum og það verður sko skemmt sér eins og okkur Íslendingunum er einum lagið.
Mamma
Það fer að styttast í að mamma komi í heimsókn, ætla vona að hún fari bráðum að bóka flugið svo ég geti farið að telja niður. Ætla vona að ég verði eitthvað í fríi á meðan hún verður í heimsókn svo ég geti sýnt henni miðbæinn og sýnt henni hvað ég er orðin klár hehehe. Ætla líka að vona að hún nái 1.des hátíðinni hjá Íslendinga félaginu því þá getur hún komið með mér og séð hvað ég hef verið að gera í kórnum og hitt stóran hluta af því fólki sem ég hef kynnst.
Hull
Í byrjun desember nánara tiltekið 5.desember þá er ég að fara til Hull með kórnum. Erum að fara syngja í messu 5.desember, það verður gaman að prófa vera í messu sem fer einungis fram á ensku. Svo ætlum við hópurinn að fara út að borða saman og kíkja eitthvað á bæinn um kvöldið. Hlakka mjög til að fara þangað, langt síðan ég sá sjóinn þannig það verður gaman að sjá eitthvað annað en bara háhýsi og endalaus hús.
Jólafrí
Það er akkúrat mánuður í að ég komi heim til Íslands í jólafrí og spenningurinn er í hámarki. Get ekki sagt annað en að það verði besta tilfinning í heimi að setjast í ferjuna, hitta Hríseyingana og labba síðan inn í Kelahús og sofa í mínu eigin rúmi og njóta þess að vera heima. Held að þetta verður annað hvort þannig að ég sé endalaust að gera eitthvað, ganga frá, setja í uppþvottavélina og þess háttar vegna þess að það er það sem ég hef gert á hverjum degi í 4 mánuði eða ég geri nákvæmlega bara ekki neitt. Ætla nýta þessar 2 vikur mjög vel og get ég því miður ekki lofað því að hitta alla sem mig langar til að hitta en ég ætla reyna mitt besta að reyna sjá sem flesta en þar sem að ég er alltaf svo skipulögð þá er ég búin að forgangsraða því ef ég myndi ekki gera það þá kannski gleymi ég að hitta mikilvæga manneskju fyrir kannski manneskju sem er mér ekki eins mikilvæg. No offence en þetta er bara mitt áhyggjuefni hehehe. Langt þangað til ég kem heim eftir jólafrí þannig þessar 2 vikur hjá mér eru að verða fullbókaðar og er ekki einn dagur laus liggur við. Þetta kemur allt í ljós þegar nærdregur stundum er alveg hrikalega erfitt að vera svona skipulögð þegar kemur að einhverju svona. Ég ætla samt sem áður að reyna mitt besta að ná að gera allt sem þarf að gera og hitta þá sem eru mér mikilvægir.
Eins og þið sjáið þá er alltaf nóg að gera hjá mér enda reyni ég eins og ég get að hafa sem mest að gera. Ég er vön því að vera alltaf á fullu og þannig líður mér best. Það er reyndar alveg fínt að vera vinna fyrir fjölskylduna mína, passa fyrir aðra fjölskyldu annað slagið og vera í kór. Væri samt rosalega til í að vera í skóla með au-pair starfinu en þar sem að fólkið mitt vinnur vaktavinnu og eru ekki alltaf að vinna á sama tímanum er rosalega erfitt fyrir mig vita hvenær ég er laus og hvenær ekki. Hef samt nokkrar hugmyndir eftir áramót sem kemur bara í ljós hvernig fer þegar kemur að því. Ætla ekki að segja eitt né neitt nema það sé pottþétt. Eina sem er pottþétt er að ég passa allavega upp á það að hafa bara nógu mikið að gera eftir áramót líka. Ég trúi því varla að ég sé að fara koma heim í jólafrí eftir mánuð, þetta hefur verið svo ótrúlega fljótt að líða og ég hef skemmt mér konunglega. Ég hef aldrei verið eins hamingjusöm, ánægð og sátt með sjálfan mig og lífið eins og á þessum 4 mánuðum. Þetta var bara það sem fullkomnaði líf mitt og þurfti greinilega á þessu að halda. Tala nú ekki um allt þetta frábæra fólk sem ég hef kynnst, hef eignast nýjar frábærar vinkonur sem hafa alltaf verið til staðar fyrir mig þegar ég þarf á þeim að halda. Svo kemur Þura besta vinkona mín út til London sem au-pair líka í lok Janúar þannig ég bara get ekki kvartað yfir einu né neinu
Lífið mitt er fullkomið.
Ég, Sigga og Hulda uppáhalds stelpurnar mínar hérna úti.
Knús og kossar til ykkar allra heima.
Ástarkveðja Andrea Ösp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í fréttum er þetta helst....
9.11.2009 | 19:58
Ég fór að velta því fyrir mér um helgina hvort ég hefði virkilega misst af jólunum í ár því ég verð að viðurkenna það að mér leið eins og það væru áramót um helgina. Flugeldasýningar út um alla borg og jólaljósin tendruð um allann bæ. Ég var nú komin í smá jólaskap fyrir en þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér líður núna. Eitt orð til að lýsa því ég er gjörsamlega að SPRINGA úr spenningi. Ástæðan fyrir öllum þessum flugelda sýningum var sú að þetta var til minningar um Guy Fawkes sem reyndi að sprengja konung og þinghús í loft upp 5. nóvember 1605.
Það er svo ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég hef ekki sest undir stýri síðan 5.ágúst. Ég þarf sem betur fer ekki að keyra hérna úti því ég yrði ekki lengi að klessa bílinn og jafnvel fara mér að voða í þokkabót. Þessi öfuga umferð hérna er ekki alveg fyrir alla og alltaf þegar ég er með Ingibjörgu og Chuck í bíl þá finnst mér alltaf eins og við séum að fara lenda í árekstri.
Hérna tek ég bara strætó, lestarnar eða labba bara allar mínar leiðir. Vildi að ég hefði tekið með mér svona kílómetra mælir til að geta séð hversu marga kílómetra ég hef labbað síðan ég kom út. Það væri sko skemmtilega stór tala á þeim skjá skal ég segja ykkur.
Mér finnst skemmtilegt að sjá hvað Bretarnir eru háðir regnhlífum. Það er eins og þeir séu hræddir við rigninguna því þegar það rignir þá annað hvort eru allir með regnhlíf sem láta sjá sig úti eða maður sér ekki manneskju úti. Eins og þessar regnhlífar eru nú pirrandi, tala nú ekki um ef maður er á Oxford Street. Maður er alltaf að reka sig í mann og annann eða flækja sig í regnhlífum annarra. Ekkert nema pirrandi. Þegar það er rigning þá er manni sagt að hafa krakkana bara inni.
Svolítið öðruvísi en á Íslandi því einmitt þegar það rignir heima þá vilja krakkarnir fara út og hoppa í pollunum. Eða það var allavega þannig heima í Hrísey hehehe.
Svo hef ég tekið eftir því líka hvað breskir kvenmenn eru rosalega spéhræddir. Allstaðar svona sér klefar fyrir kvenmenn til að afklæða sig eða fara í sturtu. Á Íslandi er það ekkert nema sjálfsagt að afklæða sig eða klæða sig í föt fyrir framan alla og ekkert verið að stressa sig neitt yfir því. Ef þessir klefar til að afklæða sig og klæða sig í eru allir uppteknir þá eru þær með svona handklæði til að vera viss um að enginn sér eitt né neitt. Mér finnst þetta rosalega fyndið.
Ég söng með kórnum í minni fyrstu messu í gær og ég viðurkenni það að þetta var bara ágætis upplifun. Þessi messa var 1 og hálfur klukkutími því þetta var kveðjumessa hjá Sigga Íslenska prestinum sem er að fara flytja aftur heim, það var einnig skírn og sunnudagaskóli líka. Allt þetta tókst prestinum að komast yfir á einum og hálfum klukkutíma. WELL done segi ég bara.
Við að syngja ,,I have a dream" með ABBA
í kaffinu eftir messuna.
Mér tókst að villast í London í fyrsta skiptið í gær. Bara afþví ég var orðin tæp á tíma og átti að vera mætt á einhvern ákveðin stað á ákveðnum tíma þá voru samgöngurnar í London bara alls ekki að spila með mér í gær. Helgarnar eru ömurlegar í tengslum við lestarnar því það er notað helgarnar til þess að gera við nokkrar línur eins fáránlegt og það er nú. Ég þurfti að byrja á því að fara með krakkana í vinnuna til Ingibjargar og Chuck því ég átti að mæta á kóræfingu klukkan 15:00 og messan byrjaði 16:00. Ég átti að geta tekið eina lest og komið mér á staðinn og ekkert vandamál frá BBC ef það hefði ekki verið að laga línuna og sú lína semsagt LOKU. Jæja þetta endaði með því að ég tók 3 lestar og einn strætó til að koma mér á staðinn og ég stóð eins og illa gerður hlutur á einum stað og hafði ekki hugmynd um hvar ég var í lífinu mínu jú ég vissi að ég væri í London en vitneskjan mín náði ekki mikið lengra en það. En þar sem að ég hef aldrei dáið ráðalaus þá tókst mér að koma mér í kirkjuna 45 mínútum of sein semsagt 15:45 þá gekk ég inn í kirkjuna. Þeir sem þekkja mig vel þá er ég ALLTAF stundvís og þoli ekki óstundvíst fólk og ég verð sérstaklega pirruð þegar ég sjálf mæti seint en það voru fleiri en bara ég sem lenntu í sama veseni svo þetta reddaðist.
Gaman að segja frá því að ég ætla breyta aðeins til og fara úr borginni um helgina og skreppa til Oxford. Ótrúlega fallegur háskólabær sem mig dauðlangar að skoða allt í svona gamaldags byggingum og fyrstu 2 Harry Potter bíómyndirnar voru teknar upp í Oxford. Ég ætla fara seinni partinn á föstudeginum og koma heim á sunnudaginn. Hlakka rosalega til að breyta aðeins til og sjá nýja hluti á nýjum stað. Skemmti mér til dæmis konunglega þegar ég fór til Coventry með Þuru. Held að við Þura eigum alveg eftir að gera meira af einhverju svona þegar hún flytur út í Janúar.
Miðbærinn í Oxford. Kannast flestir við þetta um hverfi
sem hafa séð Harry Potter 1&2
Það eru einungis 39 dagar í að ég komi heim í jólafrí og það vildi svo skemmtilega til að Hulda er í sama flugi og ég þannig við getum eytt síðustu tímunum saman fyrir jól á Heathrow flugvelli. Ekki skemmir fyrir að þekkja þann sem situr við hliðin á manni. Við eigum eftir að skemmta okkur konunglega þetta kvöld sem við förum til Íslands.
Knús og kossar til ykkar allra heima.
Bestu kveðjur
Andrea Ösp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
48 dagar í að ég komi heim í jólafrí!
31.10.2009 | 18:52
Góðan daginn elsku vinir og fjölskylda.
Í fréttum er þetta helst.....
Það gengur allt sinn vanagang hjá mér en búið að vera óvenjulega mikið að gera alla þessa vikuna. Það er reyndar búið að vera frekar rólegt að gera hjá mér hjá minni fjölskyldu því Joshua fór til Íslands í vetrarfríinu og ég hef bara verið ein með Sofiu alla vikuna . Það er margt annað sem hefur gengið á í vikunni.
- Ég er búin að fara á 2 kóræfingar síðan ég skildi við ykkur síðast og er þetta bara ekki sem verst. Viðurkenni það að kór hefur aldrei höfðað til mín því ég er svo vön því að syngja alltaf bara ein eða í samsöng í tónlistarskólanum sem er miklu skemmtilegra en að vera í kór. Þrátt fyrir það þá er þetta bara fínt og gaman að hitta annað fólk og tala nú ekki um að fá að syngja smá.
- Ég er búin að bjóðast til þess að passa fyrir aðra fjölskyldu sem er bresk þegar þeim vantar hjálp. Síðustu tvö kvöld hef ég verið að hjálpa þeim og passa 2 krakka sem heita
Jamyn (3 ára) og Tillika (5 ára). Frábærir krakkar og bara góð áskorun fyrir mig að tala ensku allt kvöldið. Ótrúlegt en satt þá hefur mér bara gengið rosalega vel að tala enskuna við þau og ef ég sagði eitthvað vitlaust þá leiðrétti Tillika mig bara. Hún er rosalega klár og falleg stelpa sem er gaman að, hún er strax farin segjast elska mig og mér finnst það bara krúttlegt. Jamyn er einnig mjög fallegur og skemmtilegur strákur þannig síðustu 2 kvöld hafa bara verið skemmtileg.
Viðurkenni það að ég er orðin rosalega þreytt, það tekur á að vera passa börn frá 08:00 - 23:00 á kvöldin. Málið er bara eins og ég hef marg oft sagt þá eru au-pair launin ekki það mikil og af því það eru að koma jól þá vantar mig aðeins meiri pening þannig ég ákvað að bæta smá aukavinnu á mig til að fá smá auka pening. Getur vel verið að ég þurfi ekki að hætta við enskuskólann eftir áramót ef ég held áfram að passa fyrir þau eftir áramót því þá á ég aðeins meiri pening og get notað aukapeningin í að borga enskuskólann. Það kemur hinsvegar bara í ljós þegar kemur að því. - Ég er búin að kynnast 3 öðrum íslenskum au-pair stelpum ásamt 3 öðrum íslenskum strákum sem eru bara að vinna hérna í London. Manni leiðist allavega ekki þegar maður er í fríi því maður er alltaf úti um allann bæ að hitta hina og þessa. Þrátt fyrir að vera orðin svolítið breytt manneskja þá breyttist ég allavega ekki með það að vera fljót að kynnast fólki eins og ég var heima, ég held því áfram því ég kynnist fólki á hverjum degi liggur við. Tala nú ekki um strákana sem stoppa mann ef maður er á leiðinni í sakleysi sínu í búðina eða ræktina og einhverjir strákar spurja hvort þeir megi fá nr mitt. Mér finnst það alltaf jafn fyndið en kem mér alltaf skemmtilega út úr því. Sumir eru heppnir og fá nr mitt aðrir ekki. Ef þeir eru myndarlegir þá gef ég þeim smá séns og er ekki eins köld við þá eins og ég er vanalega við strákana hérna. Svo kemur bara í ljós hvort þeir hafi samband við mig eða ekki. Hvernig á maður að kynnast fólki ef maður segir alltaf bara nei? tjah maður spyr sig.
Það eru einungis 48 dagar í að ég komi heim til Íslands í jólafrí og ég held að flestir viti hvað ég er orðin spennt. Mér þykir svo vænt um að heyra hvað fólk er farið að sakna mín og söknuðurinn minn er ekki minni. Nei ég er ekki komin með heimþrá það vottar ekki af henni ég er bara svo rosalega spennt að hitta alla frábæru vini mína og elsku fjölskyldu mína og fá að eyða hátíðisdögunum með þeim.
Ég Þakka kærlega fyrir öll commentin sem komu á síðasta bloggi. Þarna var ég virkilega ánægð með ykkur. Miklu skemmtilegra að sjá hverjir eru að fylgjast með manni og ótrúlegasta fólk gerir það greinilega því sum commentin komu mér á óvart hehe.
Þangað til næst bið ég innilega að heilsa ykkur öllum.
Kossar og knús
Andea Ösp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Endalaus lærdómur.
16.10.2009 | 20:48
Þegar maður hefur verið svona lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum áttar maður sig á svo mörgum hlutum. Ég hef virkilega tekið eftir því hverjir eru vinir mínir og hverjir ekki og ég sé hvað fjölskyldan er mér mikilvæg og án hennar gæti ég aldrei verið. Ég er farin að hugsa allt öðruvísi en ég gerði þegar ég var heima og þroskinn, hugsunarhátturinn, þolinmæðin og allt það hefur breyst. Mér hefur tekist að kynnast sjálfri mér og núna veit ég nákvæmlega hvað ég vil í lífinu og hvað ég vil ekki. Ég veit hver mín markmið í lífinu eru. Loksins.
Að búa í svona stórborg veitir mér svo mikla lífsreynslu.
Það er ótrúlega skrýtið að vera ekki lengur túristi hérna, ég er farin að leiðbeina hinum og þessum til vegar. Það er ótrúlega gaman að vera kominn inní hlutina og vera bara hluti af daglegu London lífi. Ég hef lesið rosalega mikið um Londonborg og hef lært helling um hina og þessa staðina og farið nokkrar ferðir niður í miðbæ eins og þið lesendur hafið tekið eftir. Að skipuleggja ferðir og taka hina og þessa með mér niður í bæ og fræða þá um miðbæinn er eitthvað sem mér finnst mjög skemmtilegt og gæti alveg vel hugsað mér að vinna við slíkt starf í framtíðinni. Semsagt skipuleggja ferðir og fara með fólk hingað og þangað um heiminn. Ferðamálafræði er nám sem mér þykir virkilega áhugavert og gæti vel hugsað mér að læra það nám í háskóla.
Að bera svona mikla ábyrgð á 2 ára og 5 ára börnum veitir mér svo mikinn þroska .
- Elda kvöldmat fyrir 5 manna fjölskyldu virkir hugmyndaflugið ganvart eldamennsku og ég verð reynslunni ríkari gagnvart því þegar ég kem heim og miklu betri kokkur fyrir vikið.
- Þrífa þvottinn fyrir 5 manna fjölskyldu fær mig til að pæla miklu meira í því hvernig ég þvæ þvottinn og á hvaða stillingu vélin þarf að vera fyrir hvern þvott. Þegar ég bjó í Lögbergsgötu var ég eingöngu að hugsa um sjálfan mig og þá pældi ég ekkert í þessu setti allaf bara vélina á 40 og ýtti á start. Núna er sagan önnur.
- Þrífa 4 hæða hús kennir mér á húsið og ég veit hvar allt er í húsinu. Joshua á þúsund litla stríðskalla sem eru út um allt hús og einhverja hluta vegna veit ég alltaf hvar kallarnir hans eru. Þegar hann biður mig um að hjálpa sér að leita þrátt fyrir að ég kom ekki nálægt þeim þá er ég orðin þessi týpiska mamma sem veit alltaf hvar allir hlutirnir eru.
- Þolinmæði nr 1,2 og 3. Þeir sem þekkja mig vel vita að þolinmæðin var kannski ekki mín sterkasta hlið áður en ég kom. Hérna hef ég lært svo mikið og það hefur aldrei reynt eins mikið á þolinmæðina eins og núna.
Ég hef upplifað nokkur móment sem hafa virkilega látið mér líða eins og mömmu.
- Í fyrsta lagi þá fór ég um daginn með Sofiu og Joshua í sundkennslu. Ég þarf alltaf að fara með Sofiu ofan í sundlaugina því þetta eru alveg eins æfingar og foreldrar gera með litlu börnin sín í ungbarnasundi og mér leið alveg eins og ég væri bara með mína eigin dóttir í ungbarnasundi. Joshua bíður svo alltaf bara uppi á bakkanum þangað til hans tími byrjar.
- Í öðru lagi fór ég í barnaafmæli með Joshua og Sofiu. Fyrsta sem tók á móti okkur í afmælinu var trúður sem blés upp blöðrur og gerði allskonar listir sem voru mjög skemmtilegar. Það sem kom mér mest á óvart í þessu afmæli var að það var einnig í boði bjór. Frekar óviðeigandi í barnaafmæli en mér skilst að svona sé þetta hérna í Bretlandi. Krakkarnir fengu ekki að borða afmæliskökuna í afmælinu það fengu allir sinn gjafapoka með allskonar dóti í ásamt afmæliskökusneið sem krakkarnir tóku með sér heim. Í þessu barnaafmæli leið mér eins og ég ætti þessa 2 yndislegu krakka sem skemmtu sér konunglega í afmælinu og ég var bara með hinum foreldrunum að spjalla og fylgjast með krökkunum.
- Þegar krakkarnir báðir eru farnir að kalla mig mömmu oftar en einu sinni. Joshua sagði svo um daginn ,,æj fyrirgefðu Andrea ég sagði óvart mamma við þig en ég veit alveg að þú heitir Andrea ég ruglaðist bara aðeins." Mjög krúttlegt.
Að lifa sem au-pair er kannski ekki gáfulegasta leiðin fjárhagslegaséð. Það sem bjargar því er að þú ert á fríu fæði, fríu húsnæði og þarft eingöngu að eyða laununum þínum í bíóferðir, verlunarfeðir, strætóferðir og þess háttar. Þú færð alltaf að borða og þú hefur alltaf þak yfir höfði. Ég hef alveg upplifað það áður að lifa bara á skósólum liggur við. Þegar ég bjó í Lögbergsgötu og mánaðarlaunin voru búin og ég átti ekkert að borða þá neyddist ég til að borða brauð með bökuðum baunum í öll mál eða drekka vatn. Það sem bjargaði því var að ég átti frábæra vinkonu hana Þuru mína sem bauð mér annað slagið í mat og Unnur og Addi buðu mér annað slagið líka. Ég hef bara þá reynslu að ég gæti haft það miklu verra peningalega séð og væli ekki yfir litlum launum því ég fæ alltaf að borða ef ég er svöng. Þegar við förum að hugsa þetta aðeins lengra og alveg þangað til heim til Íslands kemur þá á maður núll krónur inni á bankareikningum sínum. Sem segir mér það að þegar ég kem heim í ágúst þarf ég að byrja á því að finna mér vinnu og vinna fram að áramótum til að hafa efni á því að fara í skóla eftir áramót. Jákvæða við þetta allt saman er að þú kemur til baka reynslunni ríkari gagnvart lífinu, þroskaðari og viðhorfið gagnvart hlutunum allt annað.
Lífið hérna í London gengur sinn vanagang. Fór eina ferðina enn í messu hjá Íslendingafélaginu á sunnudaginn síðast liðinn. Gaman að segja frá því að ég talaði við kórstjóran hjá íslenska kórnum og ég ætla mæta á næstu kóræfingu sem verður á þriðjudaginn. Kórinn er með æfingar hjá íslenska sendiráðinu þannig ég þarf að taka alveg 2 lestar til að koma mér á staðinn en alveg þess virði. Ég er farin að sakna þess virkilega að nota ekki raddböndin til að syngja. Hulda er að pæla að koma með mér og svo er önnur stelpa sem ég veit um í kórnum sem heitir Hildur. Þannig þetta er ekki bara það að fara syngja heldur líka tækifæri til að kynnast ennþá fleira fólki. Hlakka rosalega mikið til að mæta á æfingu og sjá hvernig þetta er allt saman.
Eftir messuna fórum við Hulda svo og hittum Siggu okkar og við fórum saman á pizzustað sem tveir íslenskir bræður reka og VÁ hvað það var gott að fá pizzu eins og maður er vanur að fá heima á Íslandi. Tala nú ekki um hvítlauksbrauðstangirnar sem við keyptum líka. Gaman að segja frá því líka að þegar við löbbuðum inn þá segir annar bróðirinn ,,Heeeyy Íslendingar" geðveikt glaður að sjá Íslendinga. Þetta var mjög fyndið. Svo tókum við stelpurnar rölt og fórum inn á bar og drukkum hvítvín og spjölluðum saman um allt og ekkert restina af kvöldinu.
Á miðvikudagskvöldinu buðum við Huldu og fjölskyldu hennar í mat alveg 4 stykki ásamt minni fjölskyldu þannig þetta voru 9 manns. Ég eldaði reyndar bara fyrir eins og 8 manns því Oliver og Sofia borða svo lítið. Ingibjörg gerði svo eftirréttinn . Þetta var yndislegt kvöld í frábærum félagsskap með frábærum fjölskyldum.
Eins og þið sjáið gengur ennþá allt eins og í sögu hjá mér og ég hef aldrei verið ánægðari. Búin að eignast frábærar vinkonur og fjölskyldan náttúrulega eins frábær og hún er og London bara eins og hún er.... ALLTAF jafn spennandi.
Ennþá hvet ég fólk til þess að láta meira í sér heyra. Veit að þið eruð miklu fleiri sem fylgist með mér. Einn daginn komu 729 manns inn á bloggið mitt á einum degi og það er bara ein IP tala sem telur þannig þetta er ekki ég að kíkja á bloggið mitt oftar en einu sinni á dag hahahaha.
Hvar eru öll þessi comment eiginlega?
Koma svo ég veit þið getið betur en þetta kæru vinir og fjölskylda.
Þangað til næst bið ég innilega að heilsa heim og sendi ég ykkur knús og kossa.
Andrea kveður með bros á vör frá London.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þura í heimsókn.
7.10.2009 | 10:15
Góðan daginn elsku vinir og fjölskylda.
Dagarnir líða og líða og ég er búin að vera hérna í 2 mánuði. Ótrúlega skrítið að hugsa út í það að ég sé búin að vera hérna svona lengi því mér líður ekki eins og þetta séu 2 mánuðir. Búin að vera ótrúlega heppin að fá 2 heimsóknir á þessum stutta tíma. Fyrst Unni og svo var Þura að fara til Íslands í gærkvöldi. Verð að viðurkenna það að ég fékk aftur þessa ,,vilja líka fara heim" tilfinningu þegar ég kvaddi Þuru á lestarstöðinni í gærkvöldi. Það var OF gott að hafa hana hjá mér og alls ekki leiðinlegt að hafa bestu vinkonu sína í heimsókn. Veit að sumir bíða spenntir eftir að lesa ferðasöguna til Coventry þannig ég ætla reyna segja ykkur smá frá síðustu dögum.
Þura kom til London á föstudagskvöldinu. Ingibjörg var á Íslandi með Sofiu og Chuck var að vinna fram að miðnætti þannig ég gat því miður ekki farið út á flugvöll til að taka á móti henni því ég var ein heima með Joshua. Það vildi hinsvegar svo skemmtilega til að Hulda og Hrafnhildur voru líka að fara á Heathrow að sækja son Hrafnhildar sem var að koma til London í sömu vél og Þura. Ég bað þá Huldu og Hrafnhildi endilega að hafa auga með Þuru og kannski hjálpa henni að koma henni í rétta lest þar sem að þær voru nú líka að fara taka sömu lest og Þura. Það var ekkert mál og Þura hringir svo í mig þegar hún er komin út úr lestarstöðinni heima hjá mér. Það er smá spölur frá lestarstöðinni og alveg heim að dyrum þannig ég ætlaði að lýsa fyrir Þuru hvar hún gæti pantað bíl til að keyra sér heim. Hún labbaði víst framhjá því sem ég var að reyna lýsa fyrir henni og hún komin hálfa leiðina heim þannig ég sá ekkert annað í stöðunni en að lýsa bara fyrir henni leiðina heim. Hún sagði mér bara í hvaða götu hún var í og hvað hún sæi fyrir framan sig og ég sagði henni hvort hún ætti að fara til hægri, vinstri eða beint áfram. Þetta gekk svona skemmtilega vel og þegar ég opna hurðina sá ég þá ekki duglegu stelpuna mína labba inn um götuna hjá mér. Fyrir þá sem hafa labbað heim til mín frá lestarstöðinni þykja þetta kannski ótrúlegt þar sem að þetta er mikið af beygjum og krókaleiðum þannig ég er virkilega stolt af Þuru minni að hafa labbað með ferðatöskuna sína alla leiðina heim. Get ekki lýst tilfinningu þegar ég sá hana, það var svo gott að sjá hana því við vinkonurnar höfðum sko margt að segja hvor annarri sem hefur þurft að frestast að sökum þess að það er dýrt að hringja og það er leiðinlegt að skrifa endalaust á msn. Það fyrsta sem við gerðum var að opna ferðatöskuna og ég er að segja ykkur það ég hélt að Þura ætlaði aldrei að hætta týna nammi upp úr töskunni. Ég fékk elsku mixið mitt, fékk líka appelsín, harðfisk, bland í poka úr hagkaup, möndlur, bingó lakkrískúlur, hraunbita, grænan ópal, maríu kex, pólókex og ég veit ekki hvað og hvað. Fengum okkur smá nammi fyrir svefninn, pökkuðum síðan smá nammi aftur ofan í tösku og hentum nokkrum fötum ofan í því ferðalaginu hennar Þuru var ekki lokið. Vorum að fara til Coventry eldasnemma daginn eftir í heimsókn til Arons og horfa á hann keppa á móti Leicester og taka smá Íslendingadjamm. Það var síðan bara komið sér upp í rúm og spallað aðeins þrátt fyrir að við þurftum að vakna kl 05:00 daginn eftir.
Vekjaraklukkann hringdi klukkan 05:00 og við ætluðum ekki að TRÚA því að við þyrftum að vakna strax því við töluðum svo mikið um nóttina. Jæja það var ekkert við því að gera enda frábær dagur framundan, við komum okkur á fætur, fengum okkur morgunmat og komum okkur út á lestarstöð. Vorum komnar ti Euston svona hálf sjö og þaðan tókum við lestina til Coventry. Þökkuðum guði fyrir það að við vorum komnar svona snemma á lestarstöðinni í Euston því brottför frá Euston var 07:03 og það þurfti endilega að klikka eitthvað með miðana því Aron var svo elskulegur að bjóða okkur til Coventry og self service tækin þarna vildu bara kortið sem miðarnir voru keyptir með og við höfðum ekkert svoleiðis og byrjuðum á því að tala við einhverja grumpy kellingu sem ætlaði svona aldeilis að skemma fyrir okkur daginn og sagði að bókunarnúmerið væri ekki nóg og við gætum ekki fengið miðana okkar. Við stóðum þarna eins og asnar illa pirraðar og ógeðslega þreyttar og vissum ekkert hvað við áttum að gera. Gerðum svo aðra tilraun og töluðum í seinna skiptið við yndælis mann og þá var bara nóg að brosa og vera sætur og hann reddaði þessu fyrir okkur og við vorum komnar upp í lestina á réttum tíma og lagðar á stað til Coventry áður en við vissum af. Ferðin til Coventry tók klukkutíma og það var sko spjallað um ALLT í heiminum á leiðinni og étið yfir sig af nammi. Aron kom svo og tók á móti okkur á lestarstöðinni í Coventry. Þegar heim til hans var komið þá höfðum við það bara kósý horfðum á Ástríði og Fangavaktina og fengum okkur smá samlokur sem mamma hans var svo elskuleg að gera fyrir okkur. Aron átti svo að vera mættur út á fótboltavöll um ellefu þannig við klæddum okkur svo bara og komum okkur út. Leikurinn var ótrúlega skemmtilegur og rosalega spennandi sáum frekar glataðar klappstýrur sem voru ekki alveg að gera góða hluti en samt gaman að sjá þetta allt saman. Coventry tapaði ekki mér til mikillar gleði því einhverja hluta vegna þá tapar allaf liðið sem ég á að halda með þegar ég mæti og horfi á leikinn þannig ég er ekki eins mikið óhappa og ég hélt. Leikurinn endaði semsagt 1-1.
Eftir leikinn fórum við svo öll út að borða semsagt ég, Þura, Aron, Guðrún, Snorri og mamma Arons á Pizza Hut. Svo var bara komið sér heim í sturtu og við Þura lögðum okkur í klukkutíma áður en við fórum að taka okkur til á djammið. Skemmtilegt að Guðrún og Snorri kærasti hennar voru akkúrat í heimsókn hjá Aroni þegar við komum þannig við gátum tekið gott íslendingadjamm og skemmtum okkur öll koooonunglega og klárlega mitt ALLRA besta djamm ever. Því miður þurftum við Þura svo að vakna eina ferðina enn snemma því lestin okkar fór frá Coventry kl 10:00 þannig ferskleikinn var alls ekki mikill þegar við vöknuðum. Þakka samt kærlega fyrir mig þetta ferðalag var frábært og ég skemmti mér konunglega með ykkur öllum.
Dean, Guðrún, Snorri, Þura, Aron og ég.
Ég og Þura áttum semsagt frábæra 5 daga saman, náðum að spjalla helling saman, fara til Coventry, fórum 2 sinnum út að borða, fórum nokkrum sinnum á kaffihús, versluðum á oxford street og ég sýndi henni Big Ben, Buckingham Palace of Westminister Abbey. Takk æðislega elsku Þura mín fyrir frábæra heimsókn þetta var ooof gaman og ég get ekki beðið eftir að sjá þig um jólin hvað þá fá þig út til mín eftir áramót. Við eigum eftir að skemmta okkur kooonunglega.
Ég elska þessa svolítið mikið.
Gaman að segja frá því að það er búið að bóka fyrir mig flugið heim til Íslands 18. Desember þannig núna byrja ég bara að telja niður. Hlakka rooooosalega mikið til að kíkja smá heim í heimsókn og sjá alla aftur. Ég er farin að sakna allra virkilega mikið og get ekki neitað því að mig langi svolítið heim núna en það hlaut að koma að því að maður fengi smá heimþrá, annað væri óeðlilegt held ég. Þetta er samt alls ekkert alvarleg heimþrá. Það gengur allt vel hjá mér, krakkarnir eru bara í sínum skólum og ég held áfram að vera húsmóðir.
En jæja ætla segja þetta gott í dag, orðið svolítið langt blogg hjá mér. Þau eru nú yfirleitt alltaf í lengri kanntinum en ástæðan fyrir því er sú að ég vil frekar blogga sjaldnar og hafa eitthvað að segja frekar en að blogga oftar og hafa ekkert merkilegt að segja ykkur. Þannig þið megið yfirleitt búast við því að þegar ég blogga þá eru þið að fara lesa ritgerð. Væri gaman að sjá fleiri comment veit að það eru miklu fleiri sem lesa bloggið mitt en commentin segja til um, alltaf gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með manni.
Bið innilega að heilsa ykkur heima í snjónum.
Andrea kveður frá haust rigningunni í London.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Spennandi au-pair líf.
22.9.2009 | 14:13
Hæhæ elsku vinir og fjölskylda.
Þetta er örugglega í 3 skiptið sem ég opna þennan glugga á síðustu 2 sólarhringum. Byrja alltaf að skrifa eitthvað en endar alltaf með því að ég stroka út og loka glugganum. Ætla hinsvegar að reyna skrifa eitthvað fróðlegt og skemmtilegt fyrir ykkur án þess að stroka það út í þetta skiptið. Löngu orðið tímabært að skella inn einu bloggi.
Heyrði í mömmu á skype í gærkvöldi og hún færði mér þær fréttir að það væri farið að kólna heima og farið að sjást í hvíta fjallatoppa allt í kring. Hérna hefur veðrið verið frekar misjafnt bæði kalt, rigning og mikill hiti. Síðustu dagar hafa aldrei farið neðar en 15°c í hita. Það sést samt alveg að haustið er að nálgast því sumar gangséttirnar eru farnar að drukkna í brúnum laufblöðum. Viðurkenni það að mér hefur alltaf fundist haustið svolítið kósý og hvað þá hérna í London. Er samt farin að kvíða fyrir kuldanum sem verður hérna í vetur enda er ég búin að biðja mömmu um að pakka niður hlýju teppi til að senda til mín. Ef einhver er hugmyndalaus um jólagjöf til að gefa mér í ár þá væru hlýjir ullarsokkar vel þegnir í ár.
Ég hef grun um það að einhverjir bíða spenntir eftir að heyra frá deitinu sem ég fór á á föstudagskvöldinu. Ég semsagt fór á mitt fyrsta deit á föstudaginn með mjög ljúfum og góðum dreng. Hann hitti mig við lestarstöðina í mínu hverfi og ég tók alveg eftir því að það er mjög algengt að hitta deitið sitt við lestarstöðvarnar. Það voru fleiri en bara ég að bíða eftir deitinu mínu. Sá þarna einn myndarlegan í jakkafötum og læti greinilega að bíða eftir einhverjum, svo var önnur þarna rosalega fín að bíða líka eftir einhverjum. Þegar við loksins hittumst þá var tekið lestina til Covent Garden og fórum þar út að borða á mjög kósý veitingastað og þar fékk ég rauða rós. Svo var bara tekið labb um miðbæinn, löbbuðum um Trafalgar Square og löbbuðum að Big Ben og nutum ljósadýrðarinnar. Eina sem ég get sagt um þetta allt saman er að þetta var allt rosalega flott og skemmtilegt og frábær strákur en fyrir minn smekk var þetta OF fullkomið og hann OF fullkominn og ég er ekki að fýla þessa fullkomnum.
Ég áður en ég fór á deitið.
Ég hef kynnst nokkrum au-pair stelpum hérna í London sem er ekkert nema frábært við það og allt alveg yndislegar stelpur sem ég hlakka til að kynnast betur. Fór til dæmis núna á laugardaginn með Lindu og finnskri au-pair stelpu sem heitir Anette í Camden Town. Anette er rosalega góð í ensku þannig við spjöllum bara saman á ensku sem er alls ekki verra fyrir mig. Gott að þjálfa sig í enskunni enda veitir ekki af að efla enskukunnáttuna. Fyrir þá sem ekki vita þá er Camden Town alþjóðlegt íbúðarhverfi sem til dæmis Amy Winehouse á heima í. Það eru líka allskonar skemmtilegir og merkilegir útimarkaðir sem gaman er að skoða. Camden Lock markaðurinn er markaður sem hægt er að finna allkonar handíðir, skartgripi, föt og fullt af öðru eins drasli. Ótrúlega skemmtilegt að fara þarna og skoða og sjá allt þetta fólk. Sumir skrítnari en aðrir hehehe. Á tímabili vissum við stelpurnar ekki í hvora áttina við áttum að líta því það var svo mikið af marköðum í kringum okkur. Ég keypti mér nú ekki neitt í þetta skiptið, naut þess bara að skoða mig um. Keypti mér jú eina brownies köku sem ég geymdi þangað til ég kom heim því Linda gisti hjá mér á laugardagskvöldinu og hún keypti sér líka brownies til að borða um kvöldið. Sáum nú alls ekki eftir þessum kaupum því þessi brownies kaka var lýgilega góð. Skelltum kökunum í örbylgjuofninn og svo átti ég vanilluís í frysti og þetta var bara aaaalgjör sprengja. Við Linda borðuðum kökurnar okkur með bestu lyst og horfðum á dvd á góðu laugardagskvöldi.
Á sunnudaginn var svo messa á vegum íslendinga félagsins. Ingibjörg var svo krúttleg og bað mig svo ótrúlega fallega um að baka eitthvað gott því það er yfirleitt þannig að það koma allir með eitthvað og setja á kökuhlaðborðið. Ingibjörg hefur aldrei komið með neitt því hún kann ekki að baka og við Unnur komumst að því þegar hún var hérna í heimsókn því hún vissi varla hvað kökukefli væri sem okkur Unni fannst rooosalega fyndið. Eftir messu settust allir saman og borðuðu gotteríið sem hver og einn kom með. Ég bakaði semsagt bananabrauð fyrir þá sem vildu vita það hahaha.
Mjög gaman að hitta alla íslendingana og heyra bara íslensku í kringum sig. Hitti þarna 2 aðrar au-pair stelpur sem heita Hulda og Sigga. Þær eru rosalega fínar og ég var eftir í Paddington eftir messuna og var með Huldu og litla Oliver Jack sem hún var að passa. Fórum út að borða og ég fékk mér pizzu í fyrsta skiptið síðan bara einhvern tímann í sumar. Svo er planið að fara á djammið næsta laugardag að hittast allar au-pair stelpurnar og kannski kíkja á eitthvað skrall saman. Ætlum að reyna ná sem flestum saman ég, Hulda, Sigga, Linda, Anette, Kolbrún og jafnvel Aline sem er þýsk au-pair stelpa hérna líka.
Au-pair lífið leggst svo rosalega vel í mig sem hefur held ég ekki farið framhjá neinum. Þetta er í rauninni bara einn ákveðinn au-pair heimur sem maður kynnist. Þú ert að kynnast endalaust af nýju fólki og ef maður veit af au-pair stelpu nálægt sér þá í rauninni er bara heimska að reyna ekki að kynnast henni því félagsskapurinn í þessu jobbi er svo mikilvægur og er númer 1,2 og 3. Ég er rosalega ánægð með hvað ég hef kynnst mörgum og sé ég ekki fram á að mér eigi eftir að leiðast er búin að kynnast svo mörgum. Fékk að vita það á sunnudaginn að ég get bókað flugið mitt heim 19. desember þannig ég reikna með að koma heim til Íslands þá. Auðvitað hlakka ég til að kíkja aðeins heim og hitta fjölskylduna og vini þó svo að mig langi í rauninni ekkert heim. Hlakka samt ótrúlega til að eyða jólunum heima í elsku Hrísey.
Þura er svo að fara koma í heimsókn til mín 2.október við ætlum líka að kíkja til Arons Gunnars í Coventry, fara til Leicester og horfa á Leicester - Coventry og hafa bara almennt gaman af lífinu. Mamma hans Arons er búin að lofa okkur ekta íslenskum mömmumat þannig ég get eiginlega ekki beðið eftir að fá einn slíkann
Jæja mér tókst loksins að ljúka við eina bloggfærslu án þess að stroka út og ætla ég að segja þetta gott í bili svona áður en ég fer að stroka allt út.
Þangað til næst bið ég að heilsa ykkur heima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Unnur í heimsókn.
13.9.2009 | 21:25
Góða kvöldið elsku vinir og fjölskylda.
Síðustu dagar hjá mér hafa alls ekki verið leiðinlegir enda margt sem hefur verið um að vera. Eins og flestir vita þá kom Unnur í heimsókn á miðvikudaginn og fór heim til Íslands í dag. Þessir 5 dagar með henni voru hreint út sagt frábærir og rosalega gaman að fá hana í heimsókn. Þrátt fyrir mikið bras að koma sér á réttann stað þá komst hún loksins til mín. Þetta byrjaði allt á því að ég klikkaði á því að sækja hana á King's cross lestarstöðina því ég átti pantaðan tíma í litun á hárinu kl 11:00 og ég átti að vera búin kl 12:30 en nei,nei ég var ekki búin fyrir en 13:30!!! Ég átti svo að sækja krakkana í skólann kl 15:00 þannig tíminn var svolítið tæpur ef eitthvað skildi nú klikka. Þannig Ingibjörg hringdi í Unni og bað hana um að taka lestina að Finsbury Park. Ég hljóp að lestarstöðinni til að taka á móti henni þar og beið þarna í góðan klukkutíma og var orðin virkilega stressuð. Hugsaði með mér af hverju hún væri ekki löngu búin að láta sjá sig, það tekur 10 mín að koma frá King's cross lestarstöðinni til Finsbury Park þannig þetta var farið að verða svolítið skrítið. Ingibjörg hringir svo í mig og segir mér að hún hafi tekið lestina í vitlausa átt og væri semsagt komin til suður London og það fyrsta sem ég sagði var ,,NEI SHIIITT." Held að ég hafi verið meira stressuð en Unnur þennan dag. Ég fór þá bara og hljóp aftur heim, smurði nesti fyrir krakkana því Joshua og Sofia eru alltaf svo svöng þegar þau eru að koma úr skólanum og leikskólanum og hljóp í skólann hans Joshua. Um leið og ég er komin fyrir framann skólann hringir Unnur og segir að hún sé kominn til Finsbury Park. Ég átti ekki von á henni nærrum því strax þannig ég lét Joshua skella í sig banana hljóp með hann heim. Spurði svo Snorra hvort hann gæti hugsanlega gert mér smá greiða og sækt systur mína út á lestarstöð því ég væri orðin tæp á tíma að sækja Sofiu í leikskólann. Snorri er arkitekt og er að setja upp ný herbergi í húsinu fyrir krakkana og er eiginmaður systir Ingibjargar. Hann fór semsagt að sækja Unni og ég byrjaði aftur að hlaupa, Joshua var á hjólinu sínu og ég sagði við hann að núna færum við sko í kapp hver væri á undann í leikskólann. Náðum að sækja Sofiu án þess að þurfa láta hana bíða og þá var bara að hlaupa til baka til að vera komin þegar Unnur kæmi heim. Þegar heim var komið var Unnur komin heim og mér til MIKILLAR gleði heil á húfi og það fyrsta sem ég sagði var ,,MIKIÐ er gott að sjá þig" hahahahahaha. Fór með Unni svo í bíó um kvöldið og fórum bara mjög snemma að sofa enda erfiður dagur hjá okkur báðum að baki.
Á fimmtudaginn þurfti ég að sinna krökkunum aðeins en við Unnur fórum út að borða á fimmtudagskvöldinu á voðalega fínum Mexíkóskum veitingastað. Sáum ekki eftir að hafa farið þangað, mjög góður matur og virkilega góð þjónusta. Tókum svo smá rölt og stoppuðum á 2 kósý pubum. Tókum svo lestina niður í miðbæ og skoðuðum lífið í miðbænum, fórum á skemmtistað sem er rétt hjá Piccadilly Circus, skemmtum okkur mjög vel.
Á föstudeginum var vaknað snemma enda stór dagur framundan. Ég búin að skipuleggja daginn frá 10:00 - 22:00 hahahaha. Ég var semsagt skipuleggjari ferðarinnar og Unnur var svo heppin að fá svona einkaguide. Ég byrjaði að fara með hana niður að Covent Garden og skoðuðum þar markaðina, operu húsið og fengum okkur ekta breskan morgunmat á Covent Garden torginu. Svo var bara labbað um allt saman og ég sýndi henni Buckingham Palace, Westminster Abbey, 10 downing street og auðvitað house of parliament sem er auðvitað Big ben og allt það. Gaman að segja frá því að eftir að við vorum búnar að labba um og skoða og ég búin að sýna Unni nokkra staði og segja henni frá hinu og þessu þá stoppar Unnur mig og segir ,,hérna ein spurning samt.. hvernig veistu þetta allt? það mætti halda að þú hafir átt heima hérna í 20 ár." Ég er bara búin að sjá það að þarna er ég að fýla mig, ferðast og fræðast um hina og þessa staðina. Skemmti mér konunglega að labba um með Unni og vera guide-inn hennar. Spurning um að ég bjóði mig fram í að vera guide í London þegar ég er búin að vera hérna í ár. Ekki alvitlaust. Enduðum svo á því að fara á oxford street að versla. Búðirnar sem stórinnkaupin voru í var H&M og elsku Primark. Þvílíka geðveikin sem er þarna inni alltaf hreint. Eftir vel heppnaðan dag fórum við Unnur heim að taka okkur til á djammið. Fórum til Kensington á djammið og sjáum við sko ekki eftir því. Það héldu allir að við værum tvíburar og það var bara nóg að labba yfir gangbraut og þá var sagt ,,heey twins sitsers." Það var bara skemmtilegt enda skemmtu við okkur koooonunglega.
Á laugardeginum var aftur farið niður í miðbæ. Fórum í bakarí á Trafalgar Square, komum okkur fyrir á túninu sem er þarna og nutum við þess að sitja úti og borða í góða veðrinu. Löbbuðum svo að Oxford street því það var keypt eitthvað vitlaust deginum áður og þurftum við að kippa því í liðinn. Drifum okkur svo heim og versluðum í matinn því Unnur ætlaði að elda laxinn sem hún gerir svo vel og ég bakaði bananabrauð og við gerðum svo skinkuhorn í sameiningu. Síðasta kvöldið var semsagt tekið rólega enda lappirnar á okkur handónýtar eftir allt labbið síðustu 4 dagana.
Skipuleggjari ferðarinnar. Túristi ferðarinnar.
Sunnudagurinn fór í það að klára versla það sem þurfti að versla og raða ofan í töskurnar. Fórum svo niður á lestarstöð og ég náði að fylgja henni í þetta skiptið. Fór með henni að lestarstöðinni sem er í London Bridge þaðan þurfti hún bara að taka eina lest sem færi beint til Gatwick. Unnur komst vandræðalaust til Gatwick og þurfti víst að borga 25 þúsund kr í yfirvigt sem segir allt til um það hversu mikið var verslað. Viðurkenni það að ég fékk í fyrsta skiptið svona mikla tilfinningu fyrir að vilja fara heim þegar ég kvaddi hana. Dauðlangaði með henni heim og knúsa mömmu, pabba og Árna á morgun eins og hún er að fara gera en ég er nú að fara koma heim í jólafrí eftir nokkra mánuði svo þetta er allt í lagi. Unnur mín ég vil bara þakka þér æðislega fyrir frábæra heimsókn. Ég skemmti mér konunglega með þér.
Annars gengur allt hérna sinn vanagang. Krakkarnir byrjaðir í skólanum og ég nota tímann á meðan þau eru í skólanum til að fara í ræktina. Hérna er allt á fullu í framkvæmdum krakkarnir að fá ný herbergi og það er verið að setja upp alveg ný herbergi, setja ný teppi og nýtt á veggina og bara allt nýtt. Hlakka til að sjá útkomuna á þessu öllu saman og svo verður bara hjálpað til við að gera herbergin kósý. Linda au-pair stelpan sem er hjá vinafólki minnar fjölskyldu er loksins komin út þannig núna hefur maður smá félagsskap þegar maður er í frí sem er alveg frábært.
Ég og Linda á fyrsta djamminu okkar í London.
London er frábær, ég elska lífið, ég á bestu vini sem hægt er að hugsa sér að eiga og bestu fjölskyldu í heimi.
Vonandi var þetta ekki alltof langt blogg fyrir ykkur.
Ætla segja þetta gott núna og þangað til næst bið ég innilega að heilsa ykkur.
Andrea kveðjur frá elsku London.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Elskar lífið.
31.8.2009 | 21:04
Góða kvöldið elsku vinir og fjölskylda.
Það hefur ýmislegt gerst síðan ég kvaddi ykkur síðast sem er bara nokkuð jákvætt býst ég við því þá hef ég eitthvað að til að segja ykkur frá.
Ég nefndi í síðasta bloggi að ég héldi að ég væri orðin veik sem var alls ekki vitlaust hjá mér því ég nældi mér í eitt stykki ælu og magapest þannig ég var alveg frá fram á mánudag. Hélt að þá fyrst fengi ég móðursýkiskast og heimþrá en ég er bara farin að halda að svoleiðis sé bara ekki til hjá mér. Mér líður svo rosalega vel hérna Ingibjörg var eins og mamma mín þegar ég var lasin og var alltaf að koma upp á morgnanna til mín og spurja hvernig ég hefði það og passaði að krakkarnir hefðu hljótt svo ég gæti sofið og allt eitthvað svona. Þessi fjölskylda er hreint út sagt frábær og ég hef ekkert út á hana að setja. Tel mig vera mjög heppna með allt saman og gæti ekki haft það betra.
- Langt síðan að mér hefur liðið svona virkilega vel,
- verið svona virkilega hamingjusöm
- og verið svona virkilega ánægð og stolt með sjálfan mig.
Joshua kom loksins heim til London á mánudaginn síðasta og fyrsti dagurinn okkar saman var á þriðjudeginum. Langur og erfiður dagur, amma hans og afi á Íslandi greinilega búin að spilla honum því ég verð að viðurkenna að í fyrsta skipti síðan ég kom hingað átti ég dag sem ég tel hafa verið MARTRÖÐ. Sem betur fer var það bara þessi eini dagur sem var svona erfiður ég var orðin kvíðin fyrir því að þetta yrði bara alltaf svona. Ég talaði við Ingibjörgu og Chuck um það sem hefði gerst um daginn og Ingibjörg ræddi við okkur Joshua í sitthvoru lagi og eftir að hafa rætt málin voru engin vandamál til staðar lengur og Joshua eins og engill alla vikuna. Þannig núna gengur allt vel bara og skólinn byrjar á mánudaginn okkur öllum til mikillar gleði. Þá kemur loksins þessi daglega rútína. Viðurkenni það samt að við Sofia Lilja náum aðeins betur saman og erum rosalega góðar vinkonur og hún er farin að hætta kalla mig Andreu og segir vandræðalega oft mamma. Hún er náttúrulega einum of mikil dúlla og þið sem eruð með mig á facebook getið einmitt séð myndir og myndbönd af þessari elsku.
Ég var í fríi um helgina og hálfan daginn í dag og má segja að ég hafi brallað ýmislegt á laugardeginum, sunnudeginum og í dag.
Laugardagur: Tók mér smá göngu niður í Crouch End og fór á uppáhalds kaffihúsið mitt Costa og sat þar inni og skrifaði ömmu og afa í Reykjavík bréf þar sem að þau eru nú ekki eins tæknileg og flestir að eiga tölvu. Endaði með því að skrifa 7 bls bréf til þeirra hahaha. Svo þegar ég kom heim þá var ætlunin að fara til Notting Hill á carnivalið en þegar við vorum komin til Notting Hill þá komust við að því að við hefðum farið dagavillt og carnivalið byrjaði ekki fyrir en í gær semsagt sunnudaginn. Við tókum því bara rölt um Notting Hill sem er fráááábær staður og ég myndi glöð vilja búa þarna ef allt væri ekki svona dýrt þarna. Millistéttar manneskja kaupir allavega ekki hús þarna. Enduðum svo daginn á því að panta mat frá Nando's sem er kjúklingastaður og mér til miiiiikillar gleði fékk ég franskar og KOKTEILSÓSU. Mér leið eins og í himnaríki. Fyrsta skiptið sem ég fæ eitthvað feitt síðan ég kom hingað. Sátum öll saman inn í stofu að borða elsku Nando's og horfa á X-factor. Semsagt mjög kósý kvöld hjá okkur. Mér leið allavega eins og ég væri bara heima hjá mér að borða Brekku pizzu með mömmu og pabba og þeim og horfa á Idolið með þeim hehehe.
Sunnudagur: Vaknaði snemma því planið var að fara niður í miðbæ. Fór alveg alein niður í miðbæ og fyrsta stoppistöð var Covent Garden og þar er alveg æðislegt að vera. Fullt af búðum, geðveikir markaðir og allt bara geðveikt þarna, labbaði svo þaðan að Trafalgar Square og labbaði bara út um allt, fór að sjá Big Ben aftur,fór á oxford circus og bara nefndu það. Verslaði mér smá föt og keypti mér London map til að geta ratað almennilega. Gaman að segja frá því að ég hef aaaaldrei fengið eins mikla athygli og ég fékk í gær. Byrjaði allt á því að ég var að bíða eftir græna kallinum fyrir framan Big Ben og var að skoða myndirnar mínar og þá segir maður ,,ertu að taka mynd af rassinum á mér?" ég varð eins og beygluð ýta þarna og sagði bara ,,uuu nei??" svo fór hann bara að spjalla og spurja hvaðan ég væri og hann sagðist vera frá Frakklandi og svo spurði hann hvort ég væri til í að setjast niður með honum og drekka te, ég bara ,,heyrðu nei takk, fjölskyldan mín er að bíða eftir mér þarna við Big Ben þannig ég verð að drífa mig, gaman að kynnast þér" Þannig hann fór í hina áttina geðveikt sár en því miður þá var þessi maður ekki alveg það sem ég er að leita mér að einhver gamall Frakki eeee já nei takk hahahaha. Svo ekki nóg með það að ég lét teikna mynd af mér nálægt oxford circus og þá kemur ungur og reyndar fjallmyndarlegur drengur og sagði við teiknarann ,,fyrirgefðu ég veit að þú ert að vinna vinnuna þína en ég verð aðeins að trufla þig" Teiknarinn bara já ekkert mál. Þá segir þessi ungi fjallmyndarlegi drengur við mig ,,Excuse me darling, I really have to say this to you but you are absolutely stunning" Þessi orð létu mig alveg bráðna og ég verð að viðurkenna að hjartað mitt tók aukakipp, annað eins hefur aldrei verið sagt við mig áður og með svona mikilli innlifun. Jesús minn! Af hverju gat hann ekki beðið mig um að setjast niður með sér og drekka te. Alveg týpist!! Jæja þessu var enn ekki lokið, ég var að labba að lestarstöðinni í Leicester square þegar maður kemur hlaupandi á eftir mér og grípur í hendina á mér. Mér dauðbrá alveg, ég náttúrulega ennþá alveg í himnaríki eftir þessi gullfallegu orð sem ég fékk að heyra frá fjallmyndarlegum dreng. Þá segir þessi maður sem ég hugsa að sé á svipuðum aldri og pabbi minn ,,heyrðu ég sá sitja hjá teiknaranum og þú ert rosalega falleg stelpa, hvernig er það er hægt að fá númerið þitt svo ég geti hitt þig einhvern tímann við tækifæri?" Ég náttúrulega alltaf jafn hreinskilin og sagði ,,nei það getiru ekki" hann gafst ekki upp og fer að spurja af hverju og svona og þá sagði ég að ég væri að fara aftur heim til mín í vikunni og enn gefst hann ekki upp og segir að það sé þá allavega ekki fyrir en í vikunni við gætum hisst fyrir það og eitthvað SVAKA. Mér tókst á endanum að losna við hann og koma mér heim. Þessi ferð var nú meira bíóið, aðra eins athygli hef ég bara ekki fengið. Maður getur alveg labbað á laugarveginum án þess að fólk stoppi mann eða horfir á mann eins og maður sé einhver stjarna. Þetta var algjör ævintýri fyrir litlu stelpuna frá Hrísey og fannst þetta ekkert nema skemmtilegt. Eyddi svo kvöldinu bara í rólegheitum í kósýherberginu mínu sem ég DÝRKA.
Mánudagur: Vaknaði við það þegar Sofia kallar á mig úr herberginu sínu, litla dúllan mín greinilega vöknuð þannig ég fór með hana niður að borða morgunmat og þar sat einmitt Joshua að borða morgunmatinn. Chuck og Joshua voru að fara saman á risaeðlusýningu þannig við Sofia vorum bara 2 heima. Tók til í eldhúsinu, skúraði og gerði allt fínt og á meðan sat Sofia að horfa á Latabæ í tölvunni minni. Eldaði svo hádegismatinn og kom svo Sofiu í rúmið því hún leggur sig alltaf eftir hádegi. Joshua og Chuck komu svo heim um hálf þrjú og ég fór þá niður á lestarstöð og tók lestina til Notting Hill. Var mjög stolt af mér að komast á réttann stað því ég var bara að fara í fyrsta skiptið í gær ein með lestinni og í dag þurfti ég að taka lestina niður að Oxford circus og skipta þar um línu til að komast til Notting Hill. Ég er að segja ykkur það að trafíkin í lestinni var svo mikil að það var ekki einu sinni pláss fyrir eina litla Andreu. Ég hætti 4 sinnum við að fara með lestinni, lestin kom alltaf og fór og alltaf var hún jafn troðin. Mér tókst að lokum að troða mér inn, þetta var ógeeeðslegt, það var rosalega heitt í dag þannig allir voru geðveikt sveittir og klístraðir og já þetta var bara ógeðslegt. Ég komst allavega til Notting Hill og allir sem voru þarna var örugglega 3 sinnum Íslands, ég vissi ekkert hvert ég var að fara og fylgdi bara straumnum og sá eitthvað smá en lítið sem ekki neitt. Gafst fljótlega upp á að vera þarna og fór á Starbucks og fékk mér Strawberry and Cream sem er einum OOOF gott og snilld í svona miklum hita. Tók strætó niður á Oxford street og keypti mér einn kjól í Primark, það var svo fyndið þessi búð er geðveikt ódýr og fólk var bara labbandi um þarna með körfur stútfullar af fötum og ég kom að afgreiðsluborðinu með EINN kjól hahahahaha. Svo ætlaði ég að kaupa mér annan kjól í New Look en neinei þá hætti kortið mitt að virka og ég bara hmmm það getur ekki verið. Fór í hraðbanka og hraðbankinn vildi heldur ekkert með kortið mitt hafa sem er frekar skrítið því ég fór í hraðbanka í Notting Hill og það var alveg nógur peningur inni á kortinu mínu og ég borgaði með kortinu mínu í H&M í gær. Þannig núna er bankinn örugglega að loka á mig og segja mér að hætta eyða svona miklum pening í föt hahahaha. Ætla skoða þetta á morgun og prófa að fara í hraðbanka í fyrramálið.
En jæja þetta er orðið svolítið langt blogg hjá mér núna og ætla ég að fara segja þetta gott. Eins og þið sjáið þá er bara allt frábært að frétta af mér, mér líður rosalega vel og er ánægð með allt saman. Gaman að heyra hvað þið heima séuð dugleg að fylgjast með mér. Hef meira gaman af því að blogga þegar ég fæ að heyra svoleiðis.
P.S Gaman að heyra í ykkur amma og afi í skype um daginn, rosalega tæknilegt allt saman. Hlakka til að heyra og sjá ykkur næst. Knús og kossar.
Þangað til næst bið ég að heilsa heim.
Bestu kveðjur frá London baby.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30 stiga hiti hér í London í dag.
19.8.2009 | 17:09
Góðan daginn elsku vinir og fjölskylda.
Síðustu dagar hafa verið frekar rólegir hjá mér þannig séð. Í gær var sá dagur sem Winnie (vinnukonan) kom ekki og var það þá í mínum höndum að taka til í húsinu og þrífa. Veit ekki betur en að það hafi bara tekist ágætlega hjá mér því um leið og Ingibjörg kom heim varð hún svo rosalega glöð og hrósaði mér fyrir að ég hafi þrifið rosalega vel. Chuck og Ingibjörg mega alveg eiga það að þeim finnst sko ekkert sjálfsagt að ég skuli gera hlutina og þakka mér alltaf fyrir þegar ég geng frá þvottinum, set í uppþvottavélina eða tek eitthvað til. Sem er mér til mikillar ánægju því þá finn ég ennþá meira fyrir því að ég sé heima hjá mér því mamma gerir alltaf slíkt hið sama.
Ég fór í fyrsta session-ið mitt í gær hjá einkaþjálfaranum og fór í ýmsar mælingar og sumar mælingarnar komu mér virkilega á óvart. Ég er búin að stækka um 2 cm og er semsagt núna orðin 163 cm, er búin að léttast um 2 kíló og er núna 50 kg og var aðeins með 19% í fituprósentu. Mér til mikillar ánægju með þetta allt saman. Æfingarnar mínar muna einungis snúast um það að styrkja mig en ekki til að efla þol eða annað, hann taldi mig vera með ágætt þol þegar hann fylgist með mér á skíðavélinni um daginn þannig styrkaræfingarnar verða númer 1,2 og 3. Vonandi að ég verði komin með örlítin massa þegar ég kem heim í jólafrí hahaha.
Dagurinn í dag var alveg hreint magnaður svona eða þannig. 30 stiga hiti úti sem er alltof heitt fyrir mig verð ég að segja, bakið farið að segja til sín eftir ræktina að ég held, ekki nema ég sé komin með sólsting. Mér er skítkalt og ALLSTAÐAR illt enda fyrsta skiptið sem ég fer í 66° norður peysuna mína síðan ég kom hingað. Þannig næstu dagar verða frekar rólegir hjá mér enda er ég í fríi fram á sunnudag nánast. Hlakka samt til þegar Joshua kemur heim frá Íslandi á mánudaginn þá fær maður að kynnast honum svolítið meira, við Sofia erum orðnar fínar saman núna er bara að kynnast Joshua. Skólinn byrjar hjá þeim í byrjun september og þá fyrst kemur þessi daglega rútina.
En jæja ætla segja þetta gott í bili, Ingibjörg og Chcuk eru úti að grilla í góða veðrinu og hungrið farið að segja örlítið til sín. Þangað til næst bið ég innilega að heilsa heim.
Bestu kveðjur frá London baby.. :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ferðalag niður í miðbæ.
15.8.2009 | 15:31
Reikna annars með að helgin verði róleg hjá mér, er í fríi þannig ég hef morgundaginn alveg út af fyrir mig og ætla kannski að taka smá rölt um hverfið til að læra rata almennilega. Kíkja kannski í uppáhalds íþróttabúðina mína sem er við hliðin á ræktinni sem ég fer í sem heitir Fitnes First og finna mér íþróttabuxur svo ég hafi 2 til skiptanna. Þetta var nú yfirleitt þannig með mig og Unni að hún fékk fínu fötin mín í láni og ég fékk íþróttafötin hennar Unnar í láni þannig núna þarf ég algjörlega kaupa allt sjálf bara. Það vill svo skemmtilega til að þessi íþróttabúð er svo dásamlega ódýr þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eyða of miklum peningi þarna inni fyrir kannski einar buxur. Langar líka svolítið að rölta að Arsenal leikvanginum, spurning hvort ég rati en það má allavega prófa. Langar rosalega að prófa stoppa þarna og skoða mig um ég hef alltaf bara keyrt framhjá nefnilega. Þetta kemur allt saman í ljós á morgun og þið sem eruð dugleg að fylgjast með mér fáið sko alveg að vita hvað ég gerði hahaha
Vil líka endilega óska Ellu frænku, Árna og Óla frænda með skírnina hjá Unni Kristínu nýja fjölskyldu meðliminum. Viðurkenni það að ég hefði alveg ótrúlega mikið viljað vera viðstödd þessa athöfn og eytt deginum með fjölskyldunni og dagurinn í gær var svolítið erfiður að sökum þess. Það er því miður ekki hægt að vera á 2 stöðu í einu hehehe... Ég get huggað mig við það að ég missi allavega ekki af jólunum heima á Íslandi. :)
En jæja ég ætla segja þetta gott í dag og læt fylgja með nokkrar myndir úr bæjarferðinni.
Þangað til næst bið ég innilega að heilsa ykkur heima :*
Andrea kveður frá London í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)